Teitur Björn vill setjast í laust sæti Þórdísar Árni Sæberg skrifar 16. október 2024 15:44 Teitur Björn vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Teitur Björn Einarsson hefur boðið sig fram til að leiða lista Sjálfstæðiflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Það tilkynnti hann á nánast sama tíma og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún fari fram í Kraganum. Þórdís Kolbrún tilkynnti á Instagram fyrir skömmu að hún hyggðist gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. Þannig er oddvitasætið laust þar á bæ. Teitur Björn tilkynnti nokkrum mínutum seinna á Facebook að hann gefi kost á sér í oddvitasætið. Hárrétt ákvörðun Hann segir að ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að leggja til að þing verði rofið og þar með boðað til alþingiskosninga hafi verið hárrétt. Kyrrstaða í málum, sem séu jafnmikilvæg framtíð þjóðarinnar og raun ber vitni, sé óásættanleg. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð verulegum árangri síðustu ár þrátt fyrir sögulegar áskoranir og getur því stoltur lagt verk sín í dóm kjósenda. Hins vegar horfum við nú fram á breyttar áskoranir sem snúast fyrst og fremst um framtíðina og hvernig við gerum fólki best kleift að nýta tækifærin til að skapa sér og sínum gott líf um land allt.“ Vill berjast fyrir hagsmunum íbúa kjördæmisins Frá því að hann tók sæti á Alþingi fyrir einu og hálfu ári síðan hafi hann barist fyrir hagsmunum íbúa Norðvesturkjördæmis. Hann tók sæti Haraldar Benediktssonar, sem sagði af sér þingmennsku til að gerast bæjarstjóri Akraness. „Áskoranirnar eru fjölmargar og ólíkar, en ég tel einsýnt að áframhaldandi sókn í atvinnuuppbyggingu sé forsenda aukinnar velferðar og bættra lífskjara fólksins á svæðinu. Það er leiðin fram á við. Ég hef fullan hug á að halda áfram að berjast fyrir bættum hag fólksins í Norðvesturkjördæmi og óska því eftir stuðningi Sjálfstæðismanna í 1. sæti á lista flokksins á kjördæmaráðsþingi næsta sunnudag.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún tilkynnti á Instagram fyrir skömmu að hún hyggðist gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. Þannig er oddvitasætið laust þar á bæ. Teitur Björn tilkynnti nokkrum mínutum seinna á Facebook að hann gefi kost á sér í oddvitasætið. Hárrétt ákvörðun Hann segir að ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að leggja til að þing verði rofið og þar með boðað til alþingiskosninga hafi verið hárrétt. Kyrrstaða í málum, sem séu jafnmikilvæg framtíð þjóðarinnar og raun ber vitni, sé óásættanleg. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð verulegum árangri síðustu ár þrátt fyrir sögulegar áskoranir og getur því stoltur lagt verk sín í dóm kjósenda. Hins vegar horfum við nú fram á breyttar áskoranir sem snúast fyrst og fremst um framtíðina og hvernig við gerum fólki best kleift að nýta tækifærin til að skapa sér og sínum gott líf um land allt.“ Vill berjast fyrir hagsmunum íbúa kjördæmisins Frá því að hann tók sæti á Alþingi fyrir einu og hálfu ári síðan hafi hann barist fyrir hagsmunum íbúa Norðvesturkjördæmis. Hann tók sæti Haraldar Benediktssonar, sem sagði af sér þingmennsku til að gerast bæjarstjóri Akraness. „Áskoranirnar eru fjölmargar og ólíkar, en ég tel einsýnt að áframhaldandi sókn í atvinnuuppbyggingu sé forsenda aukinnar velferðar og bættra lífskjara fólksins á svæðinu. Það er leiðin fram á við. Ég hef fullan hug á að halda áfram að berjast fyrir bættum hag fólksins í Norðvesturkjördæmi og óska því eftir stuðningi Sjálfstæðismanna í 1. sæti á lista flokksins á kjördæmaráðsþingi næsta sunnudag.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira