Opna Grindavík öllum eftir helgi Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 13:44 Frá framkvæmdum í Grindavík í sumar. Holrými undir bænum voru kortlögð og fyllt var upp í sprungur. Vísir/Arnar Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Öllum hindrunum verður nú aflétt klukkan 6:00 mánudaginn 21. október. Opið verður þar til hættustigi kann að verða lýst yfir aftur vegna eldgosa eða jarðhræringa. Áfram verður eftirlit með umferð til og frá bænum en það fer fram með rafrænum hætti. Það var sagt gert í öryggisskyni ef til rýmingar bæjarins kæmi á upplýsingarfundi Grindavíkurnefndarinnar í dag. Íbúar og gestir dvelja á hættusvæðinu á eigin ábyrgð. Nefndin vísar til þess að bærinn sé á óvissustigi, lægsta almannavarnastigi og að stór hluti bæjarsins sé alveg óraskaður. Framkvæmdir hafa átt sér stað í sumar til þess að kortleggja hættuleg svæði, fylla upp í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Bærinn sé öruggari fyrir vikið. Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna gæti verið lokað fyrir umferð ef nauðsyn þykir. Fólk haldi sig á götunum Tilangurinn með opnuninni er sagður að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi. Of snemmt sé hins vegar að segja til um framtíð bæjarins til lengri tíma litið. Nefndin segist telja að opnuni renni styrkari stoðum undir atvinnulífið í Grindavík. Aukið aðgengi tryggi þó ekki að öll fyrirtæki geti opnað starfsemi aftur. Aðstæður eru sagðar geta breyst hratt enda sé jarðhræringunum á Reykjanesi hvergi nærri lokið. Því geti reynst nauðsynlegt að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka aftur. Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættu- eða neyðarstigi verði aðgangastýringu að Grindavík breytt með tilliti til þess og bærinn rýmdur og honum lokað eftir aðstæðum. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti. Á meðal öryggisráðstafana sem gripið er til er fólk hvatt til þess að halda sig við götur bæjarins og forðast að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Skiltum verður komið upp við vegi inn í Grindavík þar sem kemur fram að bærinn sé hættusvæði. Þá verða flóttaleiðir út úr Grindavík merktar sérstaklega. Skipuleggjendur ferða eru hvattir til að kanna sér vel aðstæður, akstursleiðir fyrir hópbifreiðar, öryggisráðstafanir og flóttaleiðir. Ekki stendur til að hefja starf í skólum, leikskólum eða frístundastarf í Grindavík. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ítrekað að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Árni Þór Sigurðsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, sagði að börn ættu ekki að vera eftirlitslaus í Grindavík. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Öllum hindrunum verður nú aflétt klukkan 6:00 mánudaginn 21. október. Opið verður þar til hættustigi kann að verða lýst yfir aftur vegna eldgosa eða jarðhræringa. Áfram verður eftirlit með umferð til og frá bænum en það fer fram með rafrænum hætti. Það var sagt gert í öryggisskyni ef til rýmingar bæjarins kæmi á upplýsingarfundi Grindavíkurnefndarinnar í dag. Íbúar og gestir dvelja á hættusvæðinu á eigin ábyrgð. Nefndin vísar til þess að bærinn sé á óvissustigi, lægsta almannavarnastigi og að stór hluti bæjarsins sé alveg óraskaður. Framkvæmdir hafa átt sér stað í sumar til þess að kortleggja hættuleg svæði, fylla upp í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Bærinn sé öruggari fyrir vikið. Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna gæti verið lokað fyrir umferð ef nauðsyn þykir. Fólk haldi sig á götunum Tilangurinn með opnuninni er sagður að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi. Of snemmt sé hins vegar að segja til um framtíð bæjarins til lengri tíma litið. Nefndin segist telja að opnuni renni styrkari stoðum undir atvinnulífið í Grindavík. Aukið aðgengi tryggi þó ekki að öll fyrirtæki geti opnað starfsemi aftur. Aðstæður eru sagðar geta breyst hratt enda sé jarðhræringunum á Reykjanesi hvergi nærri lokið. Því geti reynst nauðsynlegt að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka aftur. Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættu- eða neyðarstigi verði aðgangastýringu að Grindavík breytt með tilliti til þess og bærinn rýmdur og honum lokað eftir aðstæðum. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti. Á meðal öryggisráðstafana sem gripið er til er fólk hvatt til þess að halda sig við götur bæjarins og forðast að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Skiltum verður komið upp við vegi inn í Grindavík þar sem kemur fram að bærinn sé hættusvæði. Þá verða flóttaleiðir út úr Grindavík merktar sérstaklega. Skipuleggjendur ferða eru hvattir til að kanna sér vel aðstæður, akstursleiðir fyrir hópbifreiðar, öryggisráðstafanir og flóttaleiðir. Ekki stendur til að hefja starf í skólum, leikskólum eða frístundastarf í Grindavík. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ítrekað að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Árni Þór Sigurðsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, sagði að börn ættu ekki að vera eftirlitslaus í Grindavík.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?