Sjá mikil batamerki eftir háþrýstimeðferð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2024 19:01 Regína Sverrisdóttir kennari og Lilja Gréta Norðdahl kennari og leikskólakennari. Þær hafa glímt við erfið veikindi síðustu ár en segjast hafa fundið bata eftir háþrýstimeðferð. Vísir/aðsend Konur sem voru orðnar vondaufar um að ná nokkrum bata eftir erfið veikindi segja að meðferð í háþrýstiklefa hafi gefið þeim nýja von. Þær geti nú í fyrsta skipti í langan tíma sinnt fjölskyldu sinni og tekið þátt í lífinu. Þó meðferðin sé ekkert kraftaverk sé ótrúlegt að finna breytingarnar eftir hana. Regína Sverrisdóttir er tveggja barna móðir og starfaði sem kennari þegar hún fékk Covid í febrúar árið 2022 og missti heilsuna. „Það bætast stöðugt við einkenni eftir Covid þangað til líkaminn hrynur í september þetta ár. Þá hef ég lítið sem ekkert getað unnið síðustu ár. Ég var mjög virk móðir og við fjölskyldan stunduðum saman alls konar sport. Núna er ég búin að skipta út fjallahjólinu mínu fyrir sturtustól og skíðunum mínum fyrir göngugrind. Það sem mér finnst erfiðast er að geta ekki verið móðirin sem ég vil vera,“ segir Regína. Regína Sverrisdóttir var fór reglulega á skíði með fjölskyldu sinni áður en hún veiktist.Vísir Lilja Gréta Norðdahl er móðir og kennari sem greinist fyrir nokkrum árum með fjölþættan taugavanda þar á meðal POTS.Sjúkdómarnir hafa haft afgerandi áhrif á líf hennar. Hún hefur þurft að hætta að vinna og átt erfitt með að sinna fjölskyldu sinni. „Fjölskyldulíf og atvinnu var algjörlega snúið á hvolf þegar ég fékk hvern sjúkdóminn á fætur öðrum. Maður upplifir sig sem ekki vera part af samfélaginu. Mig langar ekki lengur að hafa hjólastólinn heima eða baðstólinn, mig langar í eðlilegra líf,“ segir Lilja. Bati eftir háþrýstimeðferð Þær eru búnar að reyna margt til að ná aftur heilsu en heyrðu af háþrýstiklefanum á Landspítalanum fyrir nokkru síðan en í fréttum hefur komið fram að hann hefur reynst mörgum vel. „Ég er búin að fara í tuttugu skipti í klefann og finn strax að það er miklu léttara yfir mér. Ég er ekki heilbrigð og kemst á vinnumarkað en það hefur margt breyst til hins betra. Þessi meðferð er það besta sem ég hef prófað hingað til. Mér hefur tekist að minnka við mig lyf og slæm bólga sem ég var að stríða við hefur lagast. Þá hef ég ekki þurft að fara í vökvagjöf út af Pots sjúkdómnum síðan 5. september en þurfti fyrir meðferðina að fara tvisvar í viku,“ segir Lilja. Meðan þetta endist ætla ég að njóta Þær segja að sjúkdómarnir hafi valdið mikilli heilaþoku en hún hafi skánað mikið. „Ég er búin að fara í tíu skipti í klefann og finn þegar mun. Það sem er gleðilegast er að ég hef úthald að eiga samræður við börnin mín en fyrir meðferðina átti ég erfitt með öll samskipti og lá stærsta hluta sólarhringsins upp í rúmi. Ég vaknaði um daginn í fyrsta skipti í tvö ár með tilfinninguna að ég væri úthvíld það var ótrúlega góð tilfinning,“ segir Regína. Lilja Gréta Norðdahl ásamt börnunum sínum en hún hefur glímt við erfið veikindi síðustu ár. Háþrýstimeðferð hefur hins vegar gefið henni nýja von.Vísir/aðsend Þær segja að meðferðin geti dugað frá einu ári upp í fjögur ár en þær eigi langt bataferli fyrir höndum. „Þetta er ekki kraftaverk og maður veit ekki hvað þetta endist en meðan þetta endist ætla ég bara að njóta,“ segir Lilja að lokum. Heilsa Landspítalinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Regína Sverrisdóttir er tveggja barna móðir og starfaði sem kennari þegar hún fékk Covid í febrúar árið 2022 og missti heilsuna. „Það bætast stöðugt við einkenni eftir Covid þangað til líkaminn hrynur í september þetta ár. Þá hef ég lítið sem ekkert getað unnið síðustu ár. Ég var mjög virk móðir og við fjölskyldan stunduðum saman alls konar sport. Núna er ég búin að skipta út fjallahjólinu mínu fyrir sturtustól og skíðunum mínum fyrir göngugrind. Það sem mér finnst erfiðast er að geta ekki verið móðirin sem ég vil vera,“ segir Regína. Regína Sverrisdóttir var fór reglulega á skíði með fjölskyldu sinni áður en hún veiktist.Vísir Lilja Gréta Norðdahl er móðir og kennari sem greinist fyrir nokkrum árum með fjölþættan taugavanda þar á meðal POTS.Sjúkdómarnir hafa haft afgerandi áhrif á líf hennar. Hún hefur þurft að hætta að vinna og átt erfitt með að sinna fjölskyldu sinni. „Fjölskyldulíf og atvinnu var algjörlega snúið á hvolf þegar ég fékk hvern sjúkdóminn á fætur öðrum. Maður upplifir sig sem ekki vera part af samfélaginu. Mig langar ekki lengur að hafa hjólastólinn heima eða baðstólinn, mig langar í eðlilegra líf,“ segir Lilja. Bati eftir háþrýstimeðferð Þær eru búnar að reyna margt til að ná aftur heilsu en heyrðu af háþrýstiklefanum á Landspítalanum fyrir nokkru síðan en í fréttum hefur komið fram að hann hefur reynst mörgum vel. „Ég er búin að fara í tuttugu skipti í klefann og finn strax að það er miklu léttara yfir mér. Ég er ekki heilbrigð og kemst á vinnumarkað en það hefur margt breyst til hins betra. Þessi meðferð er það besta sem ég hef prófað hingað til. Mér hefur tekist að minnka við mig lyf og slæm bólga sem ég var að stríða við hefur lagast. Þá hef ég ekki þurft að fara í vökvagjöf út af Pots sjúkdómnum síðan 5. september en þurfti fyrir meðferðina að fara tvisvar í viku,“ segir Lilja. Meðan þetta endist ætla ég að njóta Þær segja að sjúkdómarnir hafi valdið mikilli heilaþoku en hún hafi skánað mikið. „Ég er búin að fara í tíu skipti í klefann og finn þegar mun. Það sem er gleðilegast er að ég hef úthald að eiga samræður við börnin mín en fyrir meðferðina átti ég erfitt með öll samskipti og lá stærsta hluta sólarhringsins upp í rúmi. Ég vaknaði um daginn í fyrsta skipti í tvö ár með tilfinninguna að ég væri úthvíld það var ótrúlega góð tilfinning,“ segir Regína. Lilja Gréta Norðdahl ásamt börnunum sínum en hún hefur glímt við erfið veikindi síðustu ár. Háþrýstimeðferð hefur hins vegar gefið henni nýja von.Vísir/aðsend Þær segja að meðferðin geti dugað frá einu ári upp í fjögur ár en þær eigi langt bataferli fyrir höndum. „Þetta er ekki kraftaverk og maður veit ekki hvað þetta endist en meðan þetta endist ætla ég bara að njóta,“ segir Lilja að lokum.
Heilsa Landspítalinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira