Reglan að forseti fari fram á starfsstjórn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2024 12:18 Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að biðji forsætisráðherra lausnar sé regla að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. Vísir Biðji forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt er reglan að forseti biður ríkisstjórnarflokkanna að sitja áfram í starfsstjórn þar til nýr ríkisstjórn hefur verið mynduð segir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Ef annar tekur við hins vegar við forsætisráðuneytinu þá sé um að ræða nýja ríkisstjórn en ekki starfsstjórn. Það séu til dæmi um það. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og innviðaráðherra hefur útilokað að halda áfram í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir að forsætisráðherra biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, þá þar til næsta ríkisstjórn verður mynduð. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að reglan sé að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. „Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar. Reglan er sú að það er alltaf starfandi ríkisstjórn í landinu ef að þetta verður raunin þá biður forseti Íslands Bjarna og ríkisstjórn hans að sitja áfram í starfsstjórn. Það hefur alltaf verið gert nema það liggi beinlínis fyrir önnur ríkisstjórn. Lögfræðilega er starfsstjórn, stjórn sem hefur beðist lausnar. Það er þá stjórn sem heldur í horfinu þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ef það er búin til ný ríkisstjórn sama hver leiðir hana þá hefur hún ekki beðist lausnar og hún er þá ekki starfsstjórn,“ segir Ragnhildur. Dæmi um að minnihlutastjórn taki við Svandís Svavarsdóttir sagðist í Silfrinu í gær tilbúin að sitja áfram fram að næstu ríkisstjórn en þá undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Ragnhildur segir það þýða nýja ríkisstjórn. „Það er þá ný ríkisstjórn sem situr í lengri eða skemmri tíma, fram að þingrofi eða vormánuði. En það er ekki starfsstjórn. Lögfræðilega er það alveg hægt og hefur verið gert. Það var t.d. gert árið 1979 þegar það var minnihlutastjórn sem er þá markaður ákveðinn tími því það eru að koma kosningar. En ef það er gert þá byrjar hún með hvítt blað,“ segir Ragnhildur. Einn möguleiki sem hefur verið nefndur er að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram þar til ný ríkisstjórn tekur við. Aðspurð um þennan möguleika svarar Ragnhildur: „Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.“ Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og innviðaráðherra hefur útilokað að halda áfram í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir að forsætisráðherra biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, þá þar til næsta ríkisstjórn verður mynduð. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að reglan sé að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. „Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar. Reglan er sú að það er alltaf starfandi ríkisstjórn í landinu ef að þetta verður raunin þá biður forseti Íslands Bjarna og ríkisstjórn hans að sitja áfram í starfsstjórn. Það hefur alltaf verið gert nema það liggi beinlínis fyrir önnur ríkisstjórn. Lögfræðilega er starfsstjórn, stjórn sem hefur beðist lausnar. Það er þá stjórn sem heldur í horfinu þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ef það er búin til ný ríkisstjórn sama hver leiðir hana þá hefur hún ekki beðist lausnar og hún er þá ekki starfsstjórn,“ segir Ragnhildur. Dæmi um að minnihlutastjórn taki við Svandís Svavarsdóttir sagðist í Silfrinu í gær tilbúin að sitja áfram fram að næstu ríkisstjórn en þá undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Ragnhildur segir það þýða nýja ríkisstjórn. „Það er þá ný ríkisstjórn sem situr í lengri eða skemmri tíma, fram að þingrofi eða vormánuði. En það er ekki starfsstjórn. Lögfræðilega er það alveg hægt og hefur verið gert. Það var t.d. gert árið 1979 þegar það var minnihlutastjórn sem er þá markaður ákveðinn tími því það eru að koma kosningar. En ef það er gert þá byrjar hún með hvítt blað,“ segir Ragnhildur. Einn möguleiki sem hefur verið nefndur er að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram þar til ný ríkisstjórn tekur við. Aðspurð um þennan möguleika svarar Ragnhildur: „Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.“ Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira