Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2024 19:48 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. „Ég get svo sem tekið undir með Svandísi að það að þetta gerist í dag eftir ágætan fund okkar í gær kom svolítið á óvart. En mitt mat hefur verið það hingað til að það sé alveg hægt að ná saman,” sagði Sigurður Ingi í fréttum Rúv. Þá vitnaði hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær, um að það væri mikilvægt að stjórnarflokkarnir kæmu að því borði og tækju ákvörðun um hvort þeir vildu halda áfram að taka þátt í stjórnarsamstarfinu. Það gengi ekki að halda áfram í „því tómarúmi“ sem hafi ríkt síðan eftir landsfund Vinstri grænna. Við tókum þetta samtal auðvitað í gær þar sem við vorum að velta vöngum yfir því hvort hægt væri að ná saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nefnir sem dæmi útlendingamálin sem hann hafi talið að hægt væri að ná saman um. Sú hafi ekki verið raunin að mati Sjálfstæðisflokksins. „Þeir treysta sér ekki til að halda áfram og ákveða svolítið að henda inn handklæðinu. Sem mér finnst vera ábyrgðarhluti þegar það gengur, við erum á góðri leið með að ná niður verðbólgunni. Ég hef áhyggjur af því að svona ákvörðun geti truflað það ferli,“ sagði Sigurður Ingi. Þingið geti þó tekið utan um ákveðin mál og reynt að klára þau þótt að starfstjórn sé við völdin þar til kosið verður. Þá segist hann ítrekað hafa séð þingmenn VG, og ekki síður þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast ekki vilja gera ákveðnar málamiðlanir. Slíkt gangi ekki ef þriggja flokka stjórn á að ganga. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Sigurð Inga síðan síðdegis í dag, án árangurs. Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
„Ég get svo sem tekið undir með Svandísi að það að þetta gerist í dag eftir ágætan fund okkar í gær kom svolítið á óvart. En mitt mat hefur verið það hingað til að það sé alveg hægt að ná saman,” sagði Sigurður Ingi í fréttum Rúv. Þá vitnaði hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær, um að það væri mikilvægt að stjórnarflokkarnir kæmu að því borði og tækju ákvörðun um hvort þeir vildu halda áfram að taka þátt í stjórnarsamstarfinu. Það gengi ekki að halda áfram í „því tómarúmi“ sem hafi ríkt síðan eftir landsfund Vinstri grænna. Við tókum þetta samtal auðvitað í gær þar sem við vorum að velta vöngum yfir því hvort hægt væri að ná saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nefnir sem dæmi útlendingamálin sem hann hafi talið að hægt væri að ná saman um. Sú hafi ekki verið raunin að mati Sjálfstæðisflokksins. „Þeir treysta sér ekki til að halda áfram og ákveða svolítið að henda inn handklæðinu. Sem mér finnst vera ábyrgðarhluti þegar það gengur, við erum á góðri leið með að ná niður verðbólgunni. Ég hef áhyggjur af því að svona ákvörðun geti truflað það ferli,“ sagði Sigurður Ingi. Þingið geti þó tekið utan um ákveðin mál og reynt að klára þau þótt að starfstjórn sé við völdin þar til kosið verður. Þá segist hann ítrekað hafa séð þingmenn VG, og ekki síður þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast ekki vilja gera ákveðnar málamiðlanir. Slíkt gangi ekki ef þriggja flokka stjórn á að ganga. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Sigurð Inga síðan síðdegis í dag, án árangurs.
Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira