Nýtt björgunarskip Landsbjargar formlega afhent Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2024 14:00 Frá afhendingu Bjargar. landsbjörg Fjórða björgunarskip sem Slysavarnafélagið Landsbjörg lætur smíða í Finnlandi var í gær afhent formlega. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Forstjóri Kewatec, finnsku skipasmíðastöðvarinnar, hafi afhent Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur formanni félagsins björgunarskipið Björg formlega. Við sama tilefni hafi Jón Gunnarson, formaður ráðgjafarhóps um endurnýjun björgunarskipa, tilkynnt að fjármögnun lægi fyrir sem tryggði að raðsmíðaverkefni félagsins heldur áfram. Í dag hafi svo verið skrifað undir samning um smíði fimmta skipsins, sem verði staðsett á Höfn í Hornafirði. „Það voru útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson sem lagði verkefninu til 50 milljónir og Hvalur hf með aðrar 50 milljónir, sem tryggðu um tíma, áframhald verkefnisins. Guðmundur og Kristján Loftsson voru báðir viðstaddir athöfnina ásamt Hermanni Björnssyni forstjóra Sjóva, sem hafði þegar styrkt félagið um 142 milljónir, og fulltrúum frá útgerðarfyrirtækinu Skinney Þinganes á Höfn, sem hefur stutt afar vel við starf Björgunarfélags Hornafjarðar í gegnum tíðina, og lagt fram rausnarlegt framlag til styrktar endurnýjunar björgunarskipsins Ingibjargar,“ segir í tilkynningu Styrktaraðilar.landsbjörg Auk þessara fyrirtækja hafi Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi hf á Siglufirði, stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. „Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu málið hafi verið rætt í ríkisstjórn í morgun og ríkur vilji væri til að þetta verkefni gengi snurðulaust áfram og fullvissaði viðstadda að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að ríkið stæði ekki við sinn hlut. Áður hefur komið fram að sökum verðlagsþróunar hefur verð skipanna hækkað. Bjarni hélt ávarp.landsbjörg Bjarni sagði ýmsar áskoranir væru til staðar, en leyst yrði úr þeim og að verkefnið nyti almenns stuðnings á Alþingi og hlaut mikið lófatak ráðstefnugesta fyrir.“ Enn sé þó nokkuð í land að verkefnið sé full fjármagnað og þar með smíði sjötta skipsins, en samtal sé í gangi við meðal annars útgerðina á vettvangi SFS og fleiri stærri fyrirtækja í landinu um myndarlega aðkomu þeirra að fjármögnun þeirra skipa sem út af standa. „Björgunarskipið Björg mun verða gestum Björgunar til sýnis fram á sunnudag, en halda þá til heimahafnar á Rifi, þar sem heimamenn hafa blásið til hátíðar af því tilefni. Áætlað er að ný Björg muni renna inn í höfn á Rifi klukkan 18:00 á sunnudagskvöld.“ Björgunarsveitir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Forstjóri Kewatec, finnsku skipasmíðastöðvarinnar, hafi afhent Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur formanni félagsins björgunarskipið Björg formlega. Við sama tilefni hafi Jón Gunnarson, formaður ráðgjafarhóps um endurnýjun björgunarskipa, tilkynnt að fjármögnun lægi fyrir sem tryggði að raðsmíðaverkefni félagsins heldur áfram. Í dag hafi svo verið skrifað undir samning um smíði fimmta skipsins, sem verði staðsett á Höfn í Hornafirði. „Það voru útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson sem lagði verkefninu til 50 milljónir og Hvalur hf með aðrar 50 milljónir, sem tryggðu um tíma, áframhald verkefnisins. Guðmundur og Kristján Loftsson voru báðir viðstaddir athöfnina ásamt Hermanni Björnssyni forstjóra Sjóva, sem hafði þegar styrkt félagið um 142 milljónir, og fulltrúum frá útgerðarfyrirtækinu Skinney Þinganes á Höfn, sem hefur stutt afar vel við starf Björgunarfélags Hornafjarðar í gegnum tíðina, og lagt fram rausnarlegt framlag til styrktar endurnýjunar björgunarskipsins Ingibjargar,“ segir í tilkynningu Styrktaraðilar.landsbjörg Auk þessara fyrirtækja hafi Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi hf á Siglufirði, stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. „Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu málið hafi verið rætt í ríkisstjórn í morgun og ríkur vilji væri til að þetta verkefni gengi snurðulaust áfram og fullvissaði viðstadda að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að ríkið stæði ekki við sinn hlut. Áður hefur komið fram að sökum verðlagsþróunar hefur verð skipanna hækkað. Bjarni hélt ávarp.landsbjörg Bjarni sagði ýmsar áskoranir væru til staðar, en leyst yrði úr þeim og að verkefnið nyti almenns stuðnings á Alþingi og hlaut mikið lófatak ráðstefnugesta fyrir.“ Enn sé þó nokkuð í land að verkefnið sé full fjármagnað og þar með smíði sjötta skipsins, en samtal sé í gangi við meðal annars útgerðina á vettvangi SFS og fleiri stærri fyrirtækja í landinu um myndarlega aðkomu þeirra að fjármögnun þeirra skipa sem út af standa. „Björgunarskipið Björg mun verða gestum Björgunar til sýnis fram á sunnudag, en halda þá til heimahafnar á Rifi, þar sem heimamenn hafa blásið til hátíðar af því tilefni. Áætlað er að ný Björg muni renna inn í höfn á Rifi klukkan 18:00 á sunnudagskvöld.“
Björgunarsveitir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira