Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 11:33 Craig Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur þótt byrja vel. Getty/Nick Potts „Því meira sem ég sé af íslenska landsliðinu því hrifnari er ég,“ segir Craig Bellamy, þjálfari velska landsliðsins í fótbolta, sem ætlar með þrjú stig heim af Laugardalsvelli í kvöld. Hann þekkir fyrirliða íslenska liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, ansi vel. Bellamy, þá framherji West Ham, fór sigri hrósandi heim frá Reykjavík vorið 2008, eftir 1-0 sigur í sínum 50. A-landsleik fyrir Wales. Nú er hann mættur aftur sem þjálfari velska landsliðsins, í öllu meiri kulda, og ætlar sér aftur sigur, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni en reiknar með erfiðum leik. „Við erum vel meðvitaðir um föstu leikatriðin hjá Íslandi, sérstaklega í síðustu leikjum, en líka hvað þeir geta gert í skyndisóknum sínum. Þeir vinna mjög vel saman sem lið, en hafa líka einstaklingsgæði. Þetta er því mjög hættulegt lið,“ segir Bellamy við Vísi um íslenska liðið. Þekkir íslenska liðið vel vegna Jóhanns Hann var þjálfari hjá Burnley í tvö ár og þekkir því Jóhann Berg sérstaklega vel. „Jóhann er lyklakippan. Hann hefur alltaf heillað mig með íslenska landsliðinu og ég hef náð að sjá ansi mikið af Íslandi bara vegna þess að ég þjálfaði Jóa. Ég er mjög hrifinn af honum, bæði sem manneskju og leikmanni,“ segir Bellamy. Þjálfarinn bað um að fá að kalla íslenska fyrirliðann Jóa og glotti þegar blaðamaður minntist á klippu úr sjónvarpsþáttum um Burnley, þar sem sjá mátti Vincent Kompany öskra á Jóhann og halda því fram að hann væri alltaf að tuða. Kröfuharður á jákvæðan hátt „Hann getur það svo sannarlega [tuðað]. En ég kunni virkilega vel við hann og persónuleika hans. Hann er mjög klár leikmaður og sér leikinn mjög vel. Hann er kröfuharður en á jákvæðan hátt, og ég kann vel við það. Hann krefst svo sannarlega mikils af sjálfum sér líka. Vinny myndi segja það sama, það er mjög auðvelt að vinna með Jóa. Hann hefur reynst Íslandi vel og það var mjög ánægjulegt að vinna með honum,“ segir Bellamy. Öllu vanir varðandi veðrið Bellamy hefur þótt fara vel af stað eftir að hann tók við Wales í sumar, en liðið fékk fjögur stig gegn Svartfellingum og Tyrkjum í september. Í útileiknum við Svartfjallaland hellirigndi og Bellamy kvartar ekki undan aðstæðum á Íslandi, þó að hér sé vissulega kalt. „Veðrið er ekkert frábært í okkar heimalandi svo við erum öllu vanir. Við hlökkum bara til. Þjóðadeildin býður upp á leiki við hörkugóð lið og góðir leikmenn geta spilað vel við góðar aðstæður. Það á líka við um íslenska landsliðið og þetta ætti að verða góður leikur.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00 „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Bellamy, þá framherji West Ham, fór sigri hrósandi heim frá Reykjavík vorið 2008, eftir 1-0 sigur í sínum 50. A-landsleik fyrir Wales. Nú er hann mættur aftur sem þjálfari velska landsliðsins, í öllu meiri kulda, og ætlar sér aftur sigur, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni en reiknar með erfiðum leik. „Við erum vel meðvitaðir um föstu leikatriðin hjá Íslandi, sérstaklega í síðustu leikjum, en líka hvað þeir geta gert í skyndisóknum sínum. Þeir vinna mjög vel saman sem lið, en hafa líka einstaklingsgæði. Þetta er því mjög hættulegt lið,“ segir Bellamy við Vísi um íslenska liðið. Þekkir íslenska liðið vel vegna Jóhanns Hann var þjálfari hjá Burnley í tvö ár og þekkir því Jóhann Berg sérstaklega vel. „Jóhann er lyklakippan. Hann hefur alltaf heillað mig með íslenska landsliðinu og ég hef náð að sjá ansi mikið af Íslandi bara vegna þess að ég þjálfaði Jóa. Ég er mjög hrifinn af honum, bæði sem manneskju og leikmanni,“ segir Bellamy. Þjálfarinn bað um að fá að kalla íslenska fyrirliðann Jóa og glotti þegar blaðamaður minntist á klippu úr sjónvarpsþáttum um Burnley, þar sem sjá mátti Vincent Kompany öskra á Jóhann og halda því fram að hann væri alltaf að tuða. Kröfuharður á jákvæðan hátt „Hann getur það svo sannarlega [tuðað]. En ég kunni virkilega vel við hann og persónuleika hans. Hann er mjög klár leikmaður og sér leikinn mjög vel. Hann er kröfuharður en á jákvæðan hátt, og ég kann vel við það. Hann krefst svo sannarlega mikils af sjálfum sér líka. Vinny myndi segja það sama, það er mjög auðvelt að vinna með Jóa. Hann hefur reynst Íslandi vel og það var mjög ánægjulegt að vinna með honum,“ segir Bellamy. Öllu vanir varðandi veðrið Bellamy hefur þótt fara vel af stað eftir að hann tók við Wales í sumar, en liðið fékk fjögur stig gegn Svartfellingum og Tyrkjum í september. Í útileiknum við Svartfjallaland hellirigndi og Bellamy kvartar ekki undan aðstæðum á Íslandi, þó að hér sé vissulega kalt. „Veðrið er ekkert frábært í okkar heimalandi svo við erum öllu vanir. Við hlökkum bara til. Þjóðadeildin býður upp á leiki við hörkugóð lið og góðir leikmenn geta spilað vel við góðar aðstæður. Það á líka við um íslenska landsliðið og þetta ætti að verða góður leikur.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00 „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00
„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02