Misspennt fyrir verkfalli: „Þetta er fínt, meira frí“ Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. október 2024 17:19 Ungmenni í Fjölbrautaskóla Suðurlands og Laugalækjaskóla eru misspennt fyrir verkfalli. Vísir/Bjarni/Magnús Hlynur Krakkar í Laugalækjaskóla í Reykjavík og Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru misspenntir fyrir yfirvofandi verkfalli kennara við skólana. Sumir óttast að missa of mikið úr á meðan aðrir eru spenntir fyrir smá auka fríi. Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum samþykkti í dag verkfallsaðgerðir sem hefjast í lok mánaðar. Um er að ræða fjóra leikskóla, leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, þrjá grunnskóla, Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri og svo Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu). „Fyrstu viðbrögðin eru „Jess, þrjár vikur í frí. Partý.“ En þá tefjumst við um þrjár vikur. Það hefur áhrif á hvaða menntaskóla við komumst í og námið sem við fáum. Það er alveg erfitt að vinna upp þriggja vikna nám,“ segir Sóley Anna Myer, nemandi í Laugalækjaskóla. Hún hefur áhyggjur af því að missa úr námi en finnur þó til með kennurunum. „Mér finnst þetta nauðsynlegt fyrir þau. Mér finnst þetta gott fyrir þau því þetta þarf að breytast. En þetta bitnar á börnunum. Semjið við kennarana,“ segir Sóley. Sóley Anna Myer er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Samnemandi hennar Sturlaugur Hrafn Ólafsson var ögn slakari. Hann horfir á þetta sem þriggja vikna frí sem hann myndi nýta í að gera góða hluti. „Bara rífa sig í gang þegar verkfallið er búið ef það kemur. Annars bara áfram gakk,“ segir Sturlaugur. Sturlaugur Hrafn Ólafsson er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 á Selfossi ræddi við nokkra drengi um verkfallið í dag. „Ég er í námi þar sem ég má ekki missa af önn en það fer eftir því hvernig þetta endar,“ segir Guðmundur Gauti Ívarsson. Spurðir um lengd verkfallsins, sem á að vera tæpir tveir mánuðir, segja Guðmundur Gauti og vinir hans, Gunnar Hrafn Birgisson og Sigmar Freyr Símonarson, hana bara vera fína. Frá vinstri: Gunnar Hrafn Birgisson, Sigmar Freyr Símonarson og Guðmundur Gauti Ívarsson.Vísir/Magnús Hlynur Benjamín Óli Ólafsson segir kennara eiga skilið að fá hærri laun. Hann er á báðum áttum með hvað honum finnst um verkfallið. „Ef ég fæ allar einingarnar sem ég á að fá fyrir þessa önn þá er ég sáttur, annars ekki,“ segir Benjamín. „Þetta er fínt, meira frí,“ segir Mikael Darri Hjartarson, félagi hans. Frá vinstri: Hákon Birgisson, Benjamín Óli Ólason, Gestur Helgi Snorrason og Mikael Darri HjartarsonVísir/Magnús Hlynur Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Árborg Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10 Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum samþykkti í dag verkfallsaðgerðir sem hefjast í lok mánaðar. Um er að ræða fjóra leikskóla, leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, þrjá grunnskóla, Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri og svo Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu). „Fyrstu viðbrögðin eru „Jess, þrjár vikur í frí. Partý.“ En þá tefjumst við um þrjár vikur. Það hefur áhrif á hvaða menntaskóla við komumst í og námið sem við fáum. Það er alveg erfitt að vinna upp þriggja vikna nám,“ segir Sóley Anna Myer, nemandi í Laugalækjaskóla. Hún hefur áhyggjur af því að missa úr námi en finnur þó til með kennurunum. „Mér finnst þetta nauðsynlegt fyrir þau. Mér finnst þetta gott fyrir þau því þetta þarf að breytast. En þetta bitnar á börnunum. Semjið við kennarana,“ segir Sóley. Sóley Anna Myer er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Samnemandi hennar Sturlaugur Hrafn Ólafsson var ögn slakari. Hann horfir á þetta sem þriggja vikna frí sem hann myndi nýta í að gera góða hluti. „Bara rífa sig í gang þegar verkfallið er búið ef það kemur. Annars bara áfram gakk,“ segir Sturlaugur. Sturlaugur Hrafn Ólafsson er nemandi í Laugalækjaskóla.Vísir/Bjarni Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 á Selfossi ræddi við nokkra drengi um verkfallið í dag. „Ég er í námi þar sem ég má ekki missa af önn en það fer eftir því hvernig þetta endar,“ segir Guðmundur Gauti Ívarsson. Spurðir um lengd verkfallsins, sem á að vera tæpir tveir mánuðir, segja Guðmundur Gauti og vinir hans, Gunnar Hrafn Birgisson og Sigmar Freyr Símonarson, hana bara vera fína. Frá vinstri: Gunnar Hrafn Birgisson, Sigmar Freyr Símonarson og Guðmundur Gauti Ívarsson.Vísir/Magnús Hlynur Benjamín Óli Ólafsson segir kennara eiga skilið að fá hærri laun. Hann er á báðum áttum með hvað honum finnst um verkfallið. „Ef ég fæ allar einingarnar sem ég á að fá fyrir þessa önn þá er ég sáttur, annars ekki,“ segir Benjamín. „Þetta er fínt, meira frí,“ segir Mikael Darri Hjartarson, félagi hans. Frá vinstri: Hákon Birgisson, Benjamín Óli Ólason, Gestur Helgi Snorrason og Mikael Darri HjartarsonVísir/Magnús Hlynur
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Árborg Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10 Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Foreldrar í Laugalækjarskóla uggandi yfir mögulegu verkfalli Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall. 9. október 2024 23:10
Starfsmenn þessara skóla fara í verkfall Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september. 10. október 2024 12:53