Vongóð um að Ísland fái sæti í mannréttindaráðinu Atli Ísleifsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 9. október 2024 11:43 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld vilji gera gagn þegar kemur að því að tryggja mannréttindi. Vísir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kveðst vongóð að Ísland nái sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en kosning um hvaða ríki taka þar sæti fer fram síðar í dag. Þetta segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu en hún er nú stödd í Kaupmannahöfn í tengslum við opinbera heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta til Danmerkur. Ísland sækist eftir sæti í ráðinu fyrir árin 2025 til 2027. Alls eiga sjö ríki frá ríkjahópi sem nefnist Vestur-Evrópu og önnur ríki sæti í ráðinu, en tímabili Bandaríkjanna, Finnlands og Lúxemborgar rennur sitt skeið í lok þessa árs. Ísland er í framboði ásamt Spáni og Sviss. „Það er bara spurning hversu mörg lönd kjósa okkur en það er nokkuð ljóst við munum þarna fá sæti sem verður þá í fyrsta sinn sem við tökum formlegt sæti í ráðinu yfir heilt tímabil. Við höfum einu sinni áður tekið það að hluta þegar Bandaríkjamenn, undir stjórn Donalds Trump forseta fyrrverandi drógu sig úr ráðinu. Við sýndum þar að við höfum fram að færa mikilvæga vinnu svo eftir var tekið til að lyfta og setja á dagskrá mál sem voru og eru mjög mikilvæg. Við lifum einfaldlega tíma þar sem er bakslag og árás á flest þau mannréttindi sem skipta mestu máli. Þá er gott að land sem hefur trúverðugleika og hefur getu til að gera gagn geri það. Og líka vegna smæðar okkar getum við stundum gert hlutina öðruvísi og sagt hluti sem er erfiðara fyrir aðra,“ segir Þórdís Kolbrún. Hlakkar til Þórdís Kolbrún segir að áherslur íslenskra stjórnvalda á þessu sviði séu jafnrétti kynja, brot á stúlkum, konum, hinsegin fólk, börnum og svo framvegis. „Við hlökkum á að takast á við þetta.“ Aðspurð um hvaða raunverulega vægi Ísland geti haft í ráði sem þessu segir Þórdís Kolbrún að vissulega sé það þannig að innan ráðsins séu alls konar lönd með alls konar orðspor. „En þetta er sá vettvangur þar sem þessi vinna fer fram. Við sýndum það á sínum tíma að okkar vinna skiptir máli. Það skiptir máli fyrir það fólk sem verið er að brjóta á. Mér finnst það nú vera fyrsta og eina spurningin. Er kallað eftir því af borgurum þessara ríkja að einhver nýti rödd sína og vettvang til að draga fram í dagsljósið, taka ákvarðanir, álykta og fara í aðgerðir og bæta þeirra stöðu og stuðla að því að stjórnvöld þurfi að svara fyrir það sem þau eru að gera? Okkur tókst það í ákveðnum málum og af nógu er að taka núna. Þetta er það kerfi sem við eigum og ég er sú fyrsta til að segja að það er ekki gallalaust. En það er enginn annar valkostur. Annað hvort lætur þú það þig varða eða gerir þitt til að gera gagn eða þú lætur það eiga sig. Og við höfum tekið þá ákvörðun að gera gagn,“ segir Þórdís Kolbrún. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Þetta segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu en hún er nú stödd í Kaupmannahöfn í tengslum við opinbera heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta til Danmerkur. Ísland sækist eftir sæti í ráðinu fyrir árin 2025 til 2027. Alls eiga sjö ríki frá ríkjahópi sem nefnist Vestur-Evrópu og önnur ríki sæti í ráðinu, en tímabili Bandaríkjanna, Finnlands og Lúxemborgar rennur sitt skeið í lok þessa árs. Ísland er í framboði ásamt Spáni og Sviss. „Það er bara spurning hversu mörg lönd kjósa okkur en það er nokkuð ljóst við munum þarna fá sæti sem verður þá í fyrsta sinn sem við tökum formlegt sæti í ráðinu yfir heilt tímabil. Við höfum einu sinni áður tekið það að hluta þegar Bandaríkjamenn, undir stjórn Donalds Trump forseta fyrrverandi drógu sig úr ráðinu. Við sýndum þar að við höfum fram að færa mikilvæga vinnu svo eftir var tekið til að lyfta og setja á dagskrá mál sem voru og eru mjög mikilvæg. Við lifum einfaldlega tíma þar sem er bakslag og árás á flest þau mannréttindi sem skipta mestu máli. Þá er gott að land sem hefur trúverðugleika og hefur getu til að gera gagn geri það. Og líka vegna smæðar okkar getum við stundum gert hlutina öðruvísi og sagt hluti sem er erfiðara fyrir aðra,“ segir Þórdís Kolbrún. Hlakkar til Þórdís Kolbrún segir að áherslur íslenskra stjórnvalda á þessu sviði séu jafnrétti kynja, brot á stúlkum, konum, hinsegin fólk, börnum og svo framvegis. „Við hlökkum á að takast á við þetta.“ Aðspurð um hvaða raunverulega vægi Ísland geti haft í ráði sem þessu segir Þórdís Kolbrún að vissulega sé það þannig að innan ráðsins séu alls konar lönd með alls konar orðspor. „En þetta er sá vettvangur þar sem þessi vinna fer fram. Við sýndum það á sínum tíma að okkar vinna skiptir máli. Það skiptir máli fyrir það fólk sem verið er að brjóta á. Mér finnst það nú vera fyrsta og eina spurningin. Er kallað eftir því af borgurum þessara ríkja að einhver nýti rödd sína og vettvang til að draga fram í dagsljósið, taka ákvarðanir, álykta og fara í aðgerðir og bæta þeirra stöðu og stuðla að því að stjórnvöld þurfi að svara fyrir það sem þau eru að gera? Okkur tókst það í ákveðnum málum og af nógu er að taka núna. Þetta er það kerfi sem við eigum og ég er sú fyrsta til að segja að það er ekki gallalaust. En það er enginn annar valkostur. Annað hvort lætur þú það þig varða eða gerir þitt til að gera gagn eða þú lætur það eiga sig. Og við höfum tekið þá ákvörðun að gera gagn,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira