Sigríður Hrönn Elíasdóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2024 08:35 Sigríður Hrönn var sveitarstjóri í Súðavík þegar snjóflóðin féllu á bæinn í janúar 1995. Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, er látin, 65 ára að aldri. Sigríður Hrönn var ráðin sveitarstjóri árið 1990 og gegndi starfinu þegar snjóflóðin féllu á bæinn í janúar 1995 og fjórtán fórust. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að Sigríður Hrönn hafi látist síðastliðinn laugardag eftir erfiða baráttu við MND-sjúkdóminn. Sigríður Hrönn fæddist í Reykjavík en flutti með fjölskyldu sinni til Súðavíkur þegar hún var ung að árum. Að loknu námi starfaði hún meðal annars sem útibússtjóri Kaupfélagsins í Súðavík og lét að sér kveða í verkalýðsmálum. Hún varð svo oddviti hreppsnefndar 1986, var ráðin sveitarstjóri árið 1990 og gegndi starfinu þegar flóðin féllu að morgni 16. janúar 1995. „Hún var að auki formaður almannavarnanefndar Súðavíkur og mæddi mikið á henni á erfiðum tímum, en 14 fórust í flóðinu. Sigríður lét af starfi sveitarstjóra sumarið 1995 en hélt áfram í hreppsnefnd sem oddviti þar til kjörtímabilinu lauk 1998. Að loknum kosningum það ár varð hún formaður hafnarstjórnar Súðavíkur en hætti afskiptum af sveitarstjórnarmálum 2002. Samhliða störfum í hreppsnefnd var hún m.a. svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum og sá þá um móttöku flóttafólks frá Júgóslavíu. Einnig vann hún í Sparisjóði Súðavíkur og var starfsmaður Vinnumálastofnunar Vestfjarða frá 2001 til 2006, er hún flutti til Reykjavíkur. Var hún fjármálastjóri hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar til 2022,“ segir í æviágipinu í Morgunblaðinu. Fram kemur að ári eftir snjóflóðin hafi Sigríður Hrönn greinst með MS-sjúkdóminn og að mati lækna hafi mátt rekja veikindin til álagsins í kjölfar snjóflóðanna. Þá segir að árið 2019 hafi hún svo greinst með MND. Sigríður var alla tíð virk í starfi Sjálfstæðisflokksins, hafði mikinn áhuga á brids og varð meðal annars fyrst kvenna Íslandsmeistari í einmenningi árið 2002. Eftirlifandi börn Sigríðar Hrannar og Óskars Elíassonar, sem lést árið 2014, eru þau Alda Björk og Örvar Snær, og þá eru barnabörn fimm. Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að Sigríður Hrönn hafi látist síðastliðinn laugardag eftir erfiða baráttu við MND-sjúkdóminn. Sigríður Hrönn fæddist í Reykjavík en flutti með fjölskyldu sinni til Súðavíkur þegar hún var ung að árum. Að loknu námi starfaði hún meðal annars sem útibússtjóri Kaupfélagsins í Súðavík og lét að sér kveða í verkalýðsmálum. Hún varð svo oddviti hreppsnefndar 1986, var ráðin sveitarstjóri árið 1990 og gegndi starfinu þegar flóðin féllu að morgni 16. janúar 1995. „Hún var að auki formaður almannavarnanefndar Súðavíkur og mæddi mikið á henni á erfiðum tímum, en 14 fórust í flóðinu. Sigríður lét af starfi sveitarstjóra sumarið 1995 en hélt áfram í hreppsnefnd sem oddviti þar til kjörtímabilinu lauk 1998. Að loknum kosningum það ár varð hún formaður hafnarstjórnar Súðavíkur en hætti afskiptum af sveitarstjórnarmálum 2002. Samhliða störfum í hreppsnefnd var hún m.a. svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum og sá þá um móttöku flóttafólks frá Júgóslavíu. Einnig vann hún í Sparisjóði Súðavíkur og var starfsmaður Vinnumálastofnunar Vestfjarða frá 2001 til 2006, er hún flutti til Reykjavíkur. Var hún fjármálastjóri hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar til 2022,“ segir í æviágipinu í Morgunblaðinu. Fram kemur að ári eftir snjóflóðin hafi Sigríður Hrönn greinst með MS-sjúkdóminn og að mati lækna hafi mátt rekja veikindin til álagsins í kjölfar snjóflóðanna. Þá segir að árið 2019 hafi hún svo greinst með MND. Sigríður var alla tíð virk í starfi Sjálfstæðisflokksins, hafði mikinn áhuga á brids og varð meðal annars fyrst kvenna Íslandsmeistari í einmenningi árið 2002. Eftirlifandi börn Sigríðar Hrannar og Óskars Elíassonar, sem lést árið 2014, eru þau Alda Björk og Örvar Snær, og þá eru barnabörn fimm.
Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira