Heyrði varla í bónorðinu fyrir látum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. október 2024 09:02 Berglind Jónsdóttir og Halldór Arnarsson voru að trúlofa sig í Tallin. Aðsend „Ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir hin nýtrúlofaða Berglind Jónsdóttir. Berglind, sem starfar hjá breska sendiráðinu og sem danskennari, er búin að vera í sambandi með Halldóri Arnarssyni sálfræðingi í þrettán ár og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hann bað hennar í Eistlandi á dögunum. Elskar allt sem tengist köstulum Blaðamaður ræddi við Berglindi og fékk að heyra nánar frá trúlofuninni. „Ég var sem sagt í vinnuferð í Tallinn í Eistlandi þar sem ég hitti kollega mína sem vinna í sömu stöðu og ég í öðrum breskum sendiráðum á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum. Ég fór út á miðvikudegi og Halldór kom til mín á föstudegi. Við vorum að vinna að ýmsum verkefnum saman og þar sem breski sendiherrann í Tallinn elskar karókí þá enduðum við öll saman á karókístað þar sem við sendiherrann tókum dúett,“ segir Berglind brosandi og bætir við: „Daginn eftir höfðum við Halldór ákveðið að skoða bæinn saman og fara svo út að borða um kvöldið og hann hafði stungið upp á að stoppa í mjög fallegum hallargarði á leiðinni á veitingastaðinn sem er mjög mikið fyrir mig því ég elska allt sem tengist köstulum, höllum og fallegum byggingum. Halldór gaf mér meira að segja einu sinni í jólagjöf ferðalag um Þýskaland þar sem eini tilgangur ferðarinnar var að keyra í gegnum landið og skoða kastala, besta ferð í heimi.“ Berglind hefur alltaf verið heilluð af köstulum.Aðsend Sér framtíðina ekki fyrir sér öðruvísi en með honum Þegar parið var komið í hallargarðinn var farið að dimma og þau voru ein í garðinum í smá stund. „Halldór nýtti þá tækifærið þar sem við stóðum við upplýstan gosbrunn, fór niður á annað hnéð og tók fram hringinn og bað mín. Það voru bara svo mikil læti í gosbrunninum að ég heyrði varla í spurningunni en vissi auðvitað svarið, enda höfum við verið saman í þrettán ár og eigum tvær yndislegar stelpur saman og ég sé framtíðina ekki fyrir mér öðruvísi en með honum. Það var yndislegt að geta fagnað trúlofuninni í þessari fallegu borg sem ég mæli klárlega með að fólk heimsæki.“ Trúlofuð!Aðsend Það eru því spennandi tímar fram undan hjá þeim hjúum. „Nú tekur bara við brúðkaupsundirbúningur en ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir Berglind að lokum. Ástin og lífið Brúðkaup Tímamót Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Elskar allt sem tengist köstulum Blaðamaður ræddi við Berglindi og fékk að heyra nánar frá trúlofuninni. „Ég var sem sagt í vinnuferð í Tallinn í Eistlandi þar sem ég hitti kollega mína sem vinna í sömu stöðu og ég í öðrum breskum sendiráðum á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum. Ég fór út á miðvikudegi og Halldór kom til mín á föstudegi. Við vorum að vinna að ýmsum verkefnum saman og þar sem breski sendiherrann í Tallinn elskar karókí þá enduðum við öll saman á karókístað þar sem við sendiherrann tókum dúett,“ segir Berglind brosandi og bætir við: „Daginn eftir höfðum við Halldór ákveðið að skoða bæinn saman og fara svo út að borða um kvöldið og hann hafði stungið upp á að stoppa í mjög fallegum hallargarði á leiðinni á veitingastaðinn sem er mjög mikið fyrir mig því ég elska allt sem tengist köstulum, höllum og fallegum byggingum. Halldór gaf mér meira að segja einu sinni í jólagjöf ferðalag um Þýskaland þar sem eini tilgangur ferðarinnar var að keyra í gegnum landið og skoða kastala, besta ferð í heimi.“ Berglind hefur alltaf verið heilluð af köstulum.Aðsend Sér framtíðina ekki fyrir sér öðruvísi en með honum Þegar parið var komið í hallargarðinn var farið að dimma og þau voru ein í garðinum í smá stund. „Halldór nýtti þá tækifærið þar sem við stóðum við upplýstan gosbrunn, fór niður á annað hnéð og tók fram hringinn og bað mín. Það voru bara svo mikil læti í gosbrunninum að ég heyrði varla í spurningunni en vissi auðvitað svarið, enda höfum við verið saman í þrettán ár og eigum tvær yndislegar stelpur saman og ég sé framtíðina ekki fyrir mér öðruvísi en með honum. Það var yndislegt að geta fagnað trúlofuninni í þessari fallegu borg sem ég mæli klárlega með að fólk heimsæki.“ Trúlofuð!Aðsend Það eru því spennandi tímar fram undan hjá þeim hjúum. „Nú tekur bara við brúðkaupsundirbúningur en ég hef fengið að vera veislustjóri í nokkrum brúðkaupum og veislum svo ég hlakka til að fá núna að vera í hlutverki brúðarinnar,“ segir Berglind að lokum.
Ástin og lífið Brúðkaup Tímamót Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira