Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 10:14 Konungshjónin virtust skemmta sér í heimsókn sinni í Jónshúsið. Vísir/Elín Margrét Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn segir það afar merkilegt að Friðrik X Danakonungur komi, ásamt Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í heimsókn í Jónshús í dag. Það hafi aldrei gerst áður að þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. „Þetta hefur þá þýðingu að nú hefur fólk allt í einu áhuga á þessu húsi. Fólk hjólar og keyrir hérna framhjá og fáir vita hvað hér er. Það er fáni og allt á íslensku,“ segir Halla. Eftir heimsóknina gefist tækifæri á að sýna almenningi húsið og fyrir hvað það stendur. Mary drottning, Friðrik X konungur, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eiginmaður Höllu. Myndin er tekin í Amalíuborgarkastala í Kaupmannahöfn.Vísir/AP Í heimsókn sinni fá konungs- og forsetahjónin kynningu frá íslenskum konum í danska atvinnulífinu. Eftir það fá hjónin svo kynningu á heimili Ingibjargar og Jóns. „Það er þess vegna sem við erum í þessu húsi. Hér bjó Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir,“ segir Halla. Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss segir heimsóknina sögulega.Stöð 2 Á meðan þau eru uppi verður salnum breytt í veitingastað og gestum svo boðið upp á danskan „frokost“ þar sem verður boðið upp á smörrebröd með íslenskum lax og lambakjöti. Eftir það verður boðið upp á kaffi og makkarónur úr bakaríi sem rekið er af Íslendingum í Kaupmannahöfn. Að því loknu kemur karlakórinn Hafnarbræður og syngur eitt lag. Forseta- og konungshjónin ásamt fleiri gestum í Jónshúsi í dag.Vísir/Elín Margrét Hjónin fóru að borgarvirkinu, Kastellet, og lögðu blóm að minnisvarða.Vísir/AP Fyrsta ríkisheimsóknin Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Eftir móttökuna á bryggjunni fara þau með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Utanríkismál Tengdar fréttir Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Sjá meira
„Þetta hefur þá þýðingu að nú hefur fólk allt í einu áhuga á þessu húsi. Fólk hjólar og keyrir hérna framhjá og fáir vita hvað hér er. Það er fáni og allt á íslensku,“ segir Halla. Eftir heimsóknina gefist tækifæri á að sýna almenningi húsið og fyrir hvað það stendur. Mary drottning, Friðrik X konungur, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eiginmaður Höllu. Myndin er tekin í Amalíuborgarkastala í Kaupmannahöfn.Vísir/AP Í heimsókn sinni fá konungs- og forsetahjónin kynningu frá íslenskum konum í danska atvinnulífinu. Eftir það fá hjónin svo kynningu á heimili Ingibjargar og Jóns. „Það er þess vegna sem við erum í þessu húsi. Hér bjó Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir,“ segir Halla. Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss segir heimsóknina sögulega.Stöð 2 Á meðan þau eru uppi verður salnum breytt í veitingastað og gestum svo boðið upp á danskan „frokost“ þar sem verður boðið upp á smörrebröd með íslenskum lax og lambakjöti. Eftir það verður boðið upp á kaffi og makkarónur úr bakaríi sem rekið er af Íslendingum í Kaupmannahöfn. Að því loknu kemur karlakórinn Hafnarbræður og syngur eitt lag. Forseta- og konungshjónin ásamt fleiri gestum í Jónshúsi í dag.Vísir/Elín Margrét Hjónin fóru að borgarvirkinu, Kastellet, og lögðu blóm að minnisvarða.Vísir/AP Fyrsta ríkisheimsóknin Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Eftir móttökuna á bryggjunni fara þau með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða.
Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Utanríkismál Tengdar fréttir Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Sjá meira
Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent