Cecilía fer á kostum í Mílanó Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 13:32 Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð sig frábærlega gegn meisturum Roma um helgina. Getty/Pier Marco Tacca Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir virðist njóta sín í botn með liði Inter í ítölsku A-deildinni í fótbolta og hún stóð sig frábærlega í leik við meistara Roma um helgina. Eins og sjá má af klippum frá leik Inter og Roma hér að neðan þá hafði Cecilía í nógu að snúast í leiknum en meistararnir áttu hins vegar í tómu basli með að koma boltanum framhjá henni. Það tókst þeim í rauninni ekki, því eina mark Roma var sjálfsmark Mariju Milinkovic í 1-1 jafntefli. Cecilía er til að mynda í liði 5. umferðarinnar hjá Sofascore, með 8,2 í einkunn eða eina hæstu einkunn umferðarinnar. Hún var einnig valin í lið umferðarinnar eftir frammistöðu sína í fyrsta leik hjá Inter, eftir að hafa komið að láni frá Bayern München í sumar. View this post on Instagram A post shared by Cecilía Rán Rúnarsdóttir (@ceciliaranr) Cecilía meiddist alvarlega í hné fyrir ári síðan en hefur nú náð sér af þeim meiðslum og rúmlega það, og hefur enn ekki tapað með Inter í deildinni. Þessi 21 árs gamla knattspyrnukona hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í ítölsku deildinni það sem af er leiktíð, fæst allra, og aldrei fleiri en eitt mark í leik. Cecilía er með flest varin skot að meðaltali í deildinni, samkvæmt tölfræði Sofascore, með 4,3 varin skot að meðaltali í leik, en þær Doris Bacic hjá Napoli eru einar um að hafa varið að minnsta kosti fjögur skot að meðaltali í leik. Inter er núna í 3. sæti með ellefu stig, fjórum stigum á eftir toppliði Juventus sem unnið hefur alla leiki sína til þessa. Meistarar Roma eru í 4. sæti með níu stig en Fiorentina, með Alexöndru Jóhannsdóttur innanborðs, er í 2. sæti með tólf stig. Ítalski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira
Eins og sjá má af klippum frá leik Inter og Roma hér að neðan þá hafði Cecilía í nógu að snúast í leiknum en meistararnir áttu hins vegar í tómu basli með að koma boltanum framhjá henni. Það tókst þeim í rauninni ekki, því eina mark Roma var sjálfsmark Mariju Milinkovic í 1-1 jafntefli. Cecilía er til að mynda í liði 5. umferðarinnar hjá Sofascore, með 8,2 í einkunn eða eina hæstu einkunn umferðarinnar. Hún var einnig valin í lið umferðarinnar eftir frammistöðu sína í fyrsta leik hjá Inter, eftir að hafa komið að láni frá Bayern München í sumar. View this post on Instagram A post shared by Cecilía Rán Rúnarsdóttir (@ceciliaranr) Cecilía meiddist alvarlega í hné fyrir ári síðan en hefur nú náð sér af þeim meiðslum og rúmlega það, og hefur enn ekki tapað með Inter í deildinni. Þessi 21 árs gamla knattspyrnukona hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í ítölsku deildinni það sem af er leiktíð, fæst allra, og aldrei fleiri en eitt mark í leik. Cecilía er með flest varin skot að meðaltali í deildinni, samkvæmt tölfræði Sofascore, með 4,3 varin skot að meðaltali í leik, en þær Doris Bacic hjá Napoli eru einar um að hafa varið að minnsta kosti fjögur skot að meðaltali í leik. Inter er núna í 3. sæti með ellefu stig, fjórum stigum á eftir toppliði Juventus sem unnið hefur alla leiki sína til þessa. Meistarar Roma eru í 4. sæti með níu stig en Fiorentina, með Alexöndru Jóhannsdóttur innanborðs, er í 2. sæti með tólf stig.
Ítalski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Sjá meira