Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. október 2024 11:02 Madonna ásamt bróður sínum Christopher Ciccone sem féll nýverið frá. Jody Cortes/Sygma/Sygma via Getty Images Stórstjarnan Madonna birti einlæga færslu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún minnist bróður síns Christopher Ciccone sem féll nýverið frá eftir baráttu við krabbamein. Hún segir meðal annars að þau systkinin hafi ekki talað saman í einhver ár en hafi þó náð sáttum eftir að Christopher veiktist. Christopher lést í faðmi eiginmanns síns Ray Tacker 6. október síðastliðinn. Madonna skrifar meðal annars að Christopher hafi verið hennar nánasti aðili í mörg ár. Fyrir rúmum fimmtán árum gaf hann út bók þar sem hann opnaði sig upp á gátt um samband sitt og poppstjörnunnar og slitnaði þá upp úr vináttu þeirra. „Það er erfitt að útskýra tengingu okkar. En hún óx út frá gagnkvæmum skilningi á því að við værum öðruvísi en aðrir og að samfélagið myndi gera okkur erfitt fyrir að fylgja ekki straumnum eða norminu,“ skrifar Madonna meðal annars. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna) Madonna fer fögrum og einlægum orðum um Christopher og segir hann meðal annars hafa haft afburðagóðan smekk og mikla hæfileika. Þau fundu öruggt rými og mikið frelsi á dansæfingum og héldust í hendur í gegnum ýmsar áskoranir. „Ballettkennarinn minn bjó til öruggt rými fyrir bróður minn að geta fengið að verið hann sjálfur og verið hommi, sem var orð sem var hvorki sagt upphátt né hvíslað þar sem við ólumst upp.“ Þegar Madonna flutti til New York á áttunda áratugnum fylgdi bróðir hennar fast á eftir henni og áttu þau eftirminnilegar stundir. Madonna og Christopher á góðri stundu á Golden Globe verðlaunahátíðinni.Gary Friedman/Los Angeles Times via Getty Images Christopher gaf sem áður segir út bók um sambandið við Madonnu undir heitinu Life With my Sister Madonna árið 2008. Systkinin töluðust ekki við eftir útgáfuna fyrr en Christopher greindist með krabbameinið. „Síðastliðin ár hafa ekki verið auðveld. Við töluðum ekki saman í dágóðan tíma en eftir að bróðir minn veiktist náðum við aftur saman. Ég gerði mitt allra besta til þess að halda honum á lífi eins lengi og mögulegt var. Hann þjáðist mikið þegar hann nálgaðist endapunkt lífs síns. Ég er glöð að hann þjáist ekki lengur. Það mun aldrei neinn geta orðið eins og hann var. Ég veit að hann er einhvers staðar dansandi núna.“ Hollywood Tónlist Bretland Andlát Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
Christopher lést í faðmi eiginmanns síns Ray Tacker 6. október síðastliðinn. Madonna skrifar meðal annars að Christopher hafi verið hennar nánasti aðili í mörg ár. Fyrir rúmum fimmtán árum gaf hann út bók þar sem hann opnaði sig upp á gátt um samband sitt og poppstjörnunnar og slitnaði þá upp úr vináttu þeirra. „Það er erfitt að útskýra tengingu okkar. En hún óx út frá gagnkvæmum skilningi á því að við værum öðruvísi en aðrir og að samfélagið myndi gera okkur erfitt fyrir að fylgja ekki straumnum eða norminu,“ skrifar Madonna meðal annars. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna) Madonna fer fögrum og einlægum orðum um Christopher og segir hann meðal annars hafa haft afburðagóðan smekk og mikla hæfileika. Þau fundu öruggt rými og mikið frelsi á dansæfingum og héldust í hendur í gegnum ýmsar áskoranir. „Ballettkennarinn minn bjó til öruggt rými fyrir bróður minn að geta fengið að verið hann sjálfur og verið hommi, sem var orð sem var hvorki sagt upphátt né hvíslað þar sem við ólumst upp.“ Þegar Madonna flutti til New York á áttunda áratugnum fylgdi bróðir hennar fast á eftir henni og áttu þau eftirminnilegar stundir. Madonna og Christopher á góðri stundu á Golden Globe verðlaunahátíðinni.Gary Friedman/Los Angeles Times via Getty Images Christopher gaf sem áður segir út bók um sambandið við Madonnu undir heitinu Life With my Sister Madonna árið 2008. Systkinin töluðust ekki við eftir útgáfuna fyrr en Christopher greindist með krabbameinið. „Síðastliðin ár hafa ekki verið auðveld. Við töluðum ekki saman í dágóðan tíma en eftir að bróðir minn veiktist náðum við aftur saman. Ég gerði mitt allra besta til þess að halda honum á lífi eins lengi og mögulegt var. Hann þjáðist mikið þegar hann nálgaðist endapunkt lífs síns. Ég er glöð að hann þjáist ekki lengur. Það mun aldrei neinn geta orðið eins og hann var. Ég veit að hann er einhvers staðar dansandi núna.“
Hollywood Tónlist Bretland Andlát Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning