Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. október 2024 11:02 Madonna ásamt bróður sínum Christopher Ciccone sem féll nýverið frá. Jody Cortes/Sygma/Sygma via Getty Images Stórstjarnan Madonna birti einlæga færslu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún minnist bróður síns Christopher Ciccone sem féll nýverið frá eftir baráttu við krabbamein. Hún segir meðal annars að þau systkinin hafi ekki talað saman í einhver ár en hafi þó náð sáttum eftir að Christopher veiktist. Christopher lést í faðmi eiginmanns síns Ray Tacker 6. október síðastliðinn. Madonna skrifar meðal annars að Christopher hafi verið hennar nánasti aðili í mörg ár. Fyrir rúmum fimmtán árum gaf hann út bók þar sem hann opnaði sig upp á gátt um samband sitt og poppstjörnunnar og slitnaði þá upp úr vináttu þeirra. „Það er erfitt að útskýra tengingu okkar. En hún óx út frá gagnkvæmum skilningi á því að við værum öðruvísi en aðrir og að samfélagið myndi gera okkur erfitt fyrir að fylgja ekki straumnum eða norminu,“ skrifar Madonna meðal annars. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna) Madonna fer fögrum og einlægum orðum um Christopher og segir hann meðal annars hafa haft afburðagóðan smekk og mikla hæfileika. Þau fundu öruggt rými og mikið frelsi á dansæfingum og héldust í hendur í gegnum ýmsar áskoranir. „Ballettkennarinn minn bjó til öruggt rými fyrir bróður minn að geta fengið að verið hann sjálfur og verið hommi, sem var orð sem var hvorki sagt upphátt né hvíslað þar sem við ólumst upp.“ Þegar Madonna flutti til New York á áttunda áratugnum fylgdi bróðir hennar fast á eftir henni og áttu þau eftirminnilegar stundir. Madonna og Christopher á góðri stundu á Golden Globe verðlaunahátíðinni.Gary Friedman/Los Angeles Times via Getty Images Christopher gaf sem áður segir út bók um sambandið við Madonnu undir heitinu Life With my Sister Madonna árið 2008. Systkinin töluðust ekki við eftir útgáfuna fyrr en Christopher greindist með krabbameinið. „Síðastliðin ár hafa ekki verið auðveld. Við töluðum ekki saman í dágóðan tíma en eftir að bróðir minn veiktist náðum við aftur saman. Ég gerði mitt allra besta til þess að halda honum á lífi eins lengi og mögulegt var. Hann þjáðist mikið þegar hann nálgaðist endapunkt lífs síns. Ég er glöð að hann þjáist ekki lengur. Það mun aldrei neinn geta orðið eins og hann var. Ég veit að hann er einhvers staðar dansandi núna.“ Hollywood Tónlist Bretland Andlát Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Christopher lést í faðmi eiginmanns síns Ray Tacker 6. október síðastliðinn. Madonna skrifar meðal annars að Christopher hafi verið hennar nánasti aðili í mörg ár. Fyrir rúmum fimmtán árum gaf hann út bók þar sem hann opnaði sig upp á gátt um samband sitt og poppstjörnunnar og slitnaði þá upp úr vináttu þeirra. „Það er erfitt að útskýra tengingu okkar. En hún óx út frá gagnkvæmum skilningi á því að við værum öðruvísi en aðrir og að samfélagið myndi gera okkur erfitt fyrir að fylgja ekki straumnum eða norminu,“ skrifar Madonna meðal annars. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna) Madonna fer fögrum og einlægum orðum um Christopher og segir hann meðal annars hafa haft afburðagóðan smekk og mikla hæfileika. Þau fundu öruggt rými og mikið frelsi á dansæfingum og héldust í hendur í gegnum ýmsar áskoranir. „Ballettkennarinn minn bjó til öruggt rými fyrir bróður minn að geta fengið að verið hann sjálfur og verið hommi, sem var orð sem var hvorki sagt upphátt né hvíslað þar sem við ólumst upp.“ Þegar Madonna flutti til New York á áttunda áratugnum fylgdi bróðir hennar fast á eftir henni og áttu þau eftirminnilegar stundir. Madonna og Christopher á góðri stundu á Golden Globe verðlaunahátíðinni.Gary Friedman/Los Angeles Times via Getty Images Christopher gaf sem áður segir út bók um sambandið við Madonnu undir heitinu Life With my Sister Madonna árið 2008. Systkinin töluðust ekki við eftir útgáfuna fyrr en Christopher greindist með krabbameinið. „Síðastliðin ár hafa ekki verið auðveld. Við töluðum ekki saman í dágóðan tíma en eftir að bróðir minn veiktist náðum við aftur saman. Ég gerði mitt allra besta til þess að halda honum á lífi eins lengi og mögulegt var. Hann þjáðist mikið þegar hann nálgaðist endapunkt lífs síns. Ég er glöð að hann þjáist ekki lengur. Það mun aldrei neinn geta orðið eins og hann var. Ég veit að hann er einhvers staðar dansandi núna.“
Hollywood Tónlist Bretland Andlát Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein