Sláturgerð, Sherry og súkkulaði á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2024 20:06 Það var feikna góð stemming í sláturgerðinni þar sem heimilisfólk og starfsfólk á Lundi tók þátt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt af haustverkum margra heimila er að taka slátur til að eiga í kistunni í vetur og myndast oft skemmtileg stemming við sláturgerðina. Á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu er alltaf tekið slátur þar sem heimilismenn eru í aðalhlutverki. Það var yndislegt að heimsækja Lund á Hellu og sjá fólkið, heimilisfólkið og starfsfólkið taka slátur saman. „Já, allir sem hafa gaman af og getu þeir taka þátt að sjálfsögðu og svo margir sem horfa á líka, sem geta ekki tekið í saumaskapinn. Þetta er bara ákveðin hefð og þykir mjög gaman,” segir Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Lundi. Lilja Einarsdóttir, sem er hjúkrunarforstjóri á Lundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimilisfólkið hafði greinilega mjög gaman af því að rifja upp gamla takta úr sláturtíðinni. „Já, þau hafa gaman af því og svo er Sherry og súkkulaði, bara gaman. Slátur er bara mjög gott hvort sem það er kalt eða steikt eða heitt eða hvað sem er. Hér elska allir slátur,” segir Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi. Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi, sem ætlar að vera dugleg að hafa slátur í matinn í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson En konurnar í saumaskapnum fussuðu og sveiuðu yfir gervivömbunum, þær vilja alvöru vambir. „Já, þetta er bara plat núna, innihaldið er reyndar eins en það er ekki eins á bragðið,” segir Sigrún Kristín Sveinbjarnardóttir, heimilismaður á Lundi. Starfsfólkið á Lundi lét ekki sitt eftir liggja í sláturgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var gert á hverju heimili held ég vanalega en það er ekki jafn mikið í dag enda er orðið færra fólk á heimilunum,” segir Guðmunda Tyrfingsdóttir, heimilismaður á Lundi. Guðmunda Tyrfingsdóttir var dugleg í saumaskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkinu hlakkar til vetrarins þegar það fær slátur af og til í matinn. „Mér finnst það æðislegt og með kartöflumús og öllu saman, algjört æði,” segir Ragnhildur Rögnvaldsdóttir, heimilismaður á Lundi. Rangárþing ytra Landbúnaður Matur Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Það var yndislegt að heimsækja Lund á Hellu og sjá fólkið, heimilisfólkið og starfsfólkið taka slátur saman. „Já, allir sem hafa gaman af og getu þeir taka þátt að sjálfsögðu og svo margir sem horfa á líka, sem geta ekki tekið í saumaskapinn. Þetta er bara ákveðin hefð og þykir mjög gaman,” segir Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Lundi. Lilja Einarsdóttir, sem er hjúkrunarforstjóri á Lundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimilisfólkið hafði greinilega mjög gaman af því að rifja upp gamla takta úr sláturtíðinni. „Já, þau hafa gaman af því og svo er Sherry og súkkulaði, bara gaman. Slátur er bara mjög gott hvort sem það er kalt eða steikt eða heitt eða hvað sem er. Hér elska allir slátur,” segir Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi. Fríða Björk Þorbjörnsdóttir, matartæknir á Lundi, sem ætlar að vera dugleg að hafa slátur í matinn í vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson En konurnar í saumaskapnum fussuðu og sveiuðu yfir gervivömbunum, þær vilja alvöru vambir. „Já, þetta er bara plat núna, innihaldið er reyndar eins en það er ekki eins á bragðið,” segir Sigrún Kristín Sveinbjarnardóttir, heimilismaður á Lundi. Starfsfólkið á Lundi lét ekki sitt eftir liggja í sláturgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var gert á hverju heimili held ég vanalega en það er ekki jafn mikið í dag enda er orðið færra fólk á heimilunum,” segir Guðmunda Tyrfingsdóttir, heimilismaður á Lundi. Guðmunda Tyrfingsdóttir var dugleg í saumaskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkinu hlakkar til vetrarins þegar það fær slátur af og til í matinn. „Mér finnst það æðislegt og með kartöflumús og öllu saman, algjört æði,” segir Ragnhildur Rögnvaldsdóttir, heimilismaður á Lundi.
Rangárþing ytra Landbúnaður Matur Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira