Fundi frestað til morgundags: „Það kostar að vera með fólk í vinnu“ Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. september 2024 19:50 Sólveig Anna Jónsdóttir segir morgundinn mikilvægan fyrir áframhaldandi viðræður milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Vísir/Arnar Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið frestað fram til morgundags. Formaður Eflingar segir að ef mönnunarmódelið verði lagað þá muni félagið ekki láta önnur atriði koma í veg fyrir samninga. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði um helgina að ef ekki þokaðist áfram á samningafundi Eflingar myndi félagið boða til aðgerða. Fréttastofa ræddi við Sólveigu að fundi loknum í kvöld. Hver var niðurstaðan í dag? „Í dag lagði Ríkissáttasemjari til að fundi yrði frestað þangað til á morgun og við í samninganefnd Eflingar féllumst á það vegna þess að hugmyndir og tillögur hafa verið að ganga á milli aðila. Við lítum svo á að það sé þess virði að halda áfram á morgun og sjá hvort það skilar ásættanlegri niðurstöðu.“ Þú hefur talað um að þetta hafi dregist um oft. Er morgundagurinn kaflaskilsdagur? „Já, ég og félagar mínir í samninganefnd eru sammála um það að ef fram kemur ásættanleg tillaga sem snýst um að laga mönnunarmódelið þá eru þau önnur atriði sem út af standa þess eðlis að við getum gengið hratt frá þeim. Ég er ekki að segja að það verði hægt að srifa undir á morgun, alls ekki, en þá verður ekki langt í það ef við leysum þetta vandamál.“ Mönnunarvandinn sé víðast hvar mjög mikill Ég aðeins heyrt í stjórnendum hjúkrunarheimila. Það kannast ekki allt við þennan mönnunarvanda. Hvernig stendur á því? „Ég get svo sem ekki svarað því en auðvitað er ljóst að vandinn er mismikill milli stofnana en hann er mjög raunverulegur og er víðast hvar mjög mikill á milli stofnana. En hann er mjög raunverulegur og víðast hvar mjög mikill. Það hafa verið unnar ítarlegar skýrslur og greiningar á þessari stöðu þannig það er ekki eins og við í Eflingu séum fyrst allra að halda þessu fram. Nú síðast 2021 var svokallaðri Gylfaskýrslu svarað. Þar sést þetta með mjög skýrum hætti og allar niðurstöður þeirrar skýrslu eru í algjöru samræmi við vitnisburð Eflingarfólks sem við höfum verið í samskiptum við.“ Þetta skiptir líka máli fyrir þessi fyrirtæki, yfirleitt einkafyrirtæki eða sameignarfyrirtæki. Það mun auðvitað vera aukinn kostnaður við að ráða fólk. „Að sjálfsögðu, þannig virkar þetta. Það kostar að vera með fólk í vinnu. En við erum hér að halda okkur við mjög hófstilltan launalið þannig við erum ekki fara fram hér með þensluvaldandi kjarasamninga. Það er auðvitað ríkið sem þarf að sjá til þess að það fjármagn sem er sett í þessar stofnanir sé með þeim hætti að hægt sé að láta hlutina ganga upp.“ Og ráða fleira fólk? „Og ráða fleira fólk að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig Anna að lokum. Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent Launmorð á götum New York Erlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði um helgina að ef ekki þokaðist áfram á samningafundi Eflingar myndi félagið boða til aðgerða. Fréttastofa ræddi við Sólveigu að fundi loknum í kvöld. Hver var niðurstaðan í dag? „Í dag lagði Ríkissáttasemjari til að fundi yrði frestað þangað til á morgun og við í samninganefnd Eflingar féllumst á það vegna þess að hugmyndir og tillögur hafa verið að ganga á milli aðila. Við lítum svo á að það sé þess virði að halda áfram á morgun og sjá hvort það skilar ásættanlegri niðurstöðu.“ Þú hefur talað um að þetta hafi dregist um oft. Er morgundagurinn kaflaskilsdagur? „Já, ég og félagar mínir í samninganefnd eru sammála um það að ef fram kemur ásættanleg tillaga sem snýst um að laga mönnunarmódelið þá eru þau önnur atriði sem út af standa þess eðlis að við getum gengið hratt frá þeim. Ég er ekki að segja að það verði hægt að srifa undir á morgun, alls ekki, en þá verður ekki langt í það ef við leysum þetta vandamál.“ Mönnunarvandinn sé víðast hvar mjög mikill Ég aðeins heyrt í stjórnendum hjúkrunarheimila. Það kannast ekki allt við þennan mönnunarvanda. Hvernig stendur á því? „Ég get svo sem ekki svarað því en auðvitað er ljóst að vandinn er mismikill milli stofnana en hann er mjög raunverulegur og er víðast hvar mjög mikill á milli stofnana. En hann er mjög raunverulegur og víðast hvar mjög mikill. Það hafa verið unnar ítarlegar skýrslur og greiningar á þessari stöðu þannig það er ekki eins og við í Eflingu séum fyrst allra að halda þessu fram. Nú síðast 2021 var svokallaðri Gylfaskýrslu svarað. Þar sést þetta með mjög skýrum hætti og allar niðurstöður þeirrar skýrslu eru í algjöru samræmi við vitnisburð Eflingarfólks sem við höfum verið í samskiptum við.“ Þetta skiptir líka máli fyrir þessi fyrirtæki, yfirleitt einkafyrirtæki eða sameignarfyrirtæki. Það mun auðvitað vera aukinn kostnaður við að ráða fólk. „Að sjálfsögðu, þannig virkar þetta. Það kostar að vera með fólk í vinnu. En við erum hér að halda okkur við mjög hófstilltan launalið þannig við erum ekki fara fram hér með þensluvaldandi kjarasamninga. Það er auðvitað ríkið sem þarf að sjá til þess að það fjármagn sem er sett í þessar stofnanir sé með þeim hætti að hægt sé að láta hlutina ganga upp.“ Og ráða fleira fólk? „Og ráða fleira fólk að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig Anna að lokum.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent Launmorð á götum New York Erlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Sjá meira
Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18