Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2024 13:33 Ferðamaður fylgist með öldunum í Reynisfjöru. Vísir/Vilhelm Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. Í tilkynningu frá landeigendum í Reynishverfi er rifjað upp að innheimta þjónustugjalda í Reynisfjöru hafi hafist í júlí 2023. Í gjaldinu sé innifalið bílastæði, salernisaðstaða, sorphirða, viðhald göngustíga, snjómokstur, merkingar og fleira. „Á þessu tímabili hefur ýmis vinna farið fram svo sem bætt við öðru bílaplani, göngustígum, salernum, auk hönnunar og skipulagsvinnu. Þann 16. september síðastliðinn hófust framkvæmdir vegna malbikunar á bílaplönum. Það var ekki tekið þjónustugjald af gestum meðan mesta raskið stóð yfir frá 16.-26. september,“ segir í tilkynningunni. Svona verður staða mála þann 3. og 4. október ef veður lofar. Lagning malbiks og götumálun er fyrirhuguð fimmtudaginn 3. október og föstudaginn 4. október, EF VEÐUR LEYFIR. Þessa tvo daga verður því töluverð röskun á þjónustu í Reynisfjöru. Í röskuninni felst: Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag (3.okt) og föstudag (4.okt). Tímabundið bílastæði verður við Reyniskirkju. Reynishverfisvegur suður frá Reyniskirkju verður lokaður fyrir almennri umferð. Frá kirkjunni eru 2 km niður í fjöru og verður fólki frjálst að ganga þessa leið. Ekki er þjónustugjald við Reyniskirkju. Stórar rútur (19 manna og stærri) geta lagt á efra plani við Reynisfjöru 3. október. Rútur verða hins vega að leggja við Reyniskirkju 4. október. „Ef ekki verður hægt að malbika umrædda daga látum við hagaðila vita leið og það kemur í ljós,“ segir í tilkynningunni. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Bílastæði Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Í tilkynningu frá landeigendum í Reynishverfi er rifjað upp að innheimta þjónustugjalda í Reynisfjöru hafi hafist í júlí 2023. Í gjaldinu sé innifalið bílastæði, salernisaðstaða, sorphirða, viðhald göngustíga, snjómokstur, merkingar og fleira. „Á þessu tímabili hefur ýmis vinna farið fram svo sem bætt við öðru bílaplani, göngustígum, salernum, auk hönnunar og skipulagsvinnu. Þann 16. september síðastliðinn hófust framkvæmdir vegna malbikunar á bílaplönum. Það var ekki tekið þjónustugjald af gestum meðan mesta raskið stóð yfir frá 16.-26. september,“ segir í tilkynningunni. Svona verður staða mála þann 3. og 4. október ef veður lofar. Lagning malbiks og götumálun er fyrirhuguð fimmtudaginn 3. október og föstudaginn 4. október, EF VEÐUR LEYFIR. Þessa tvo daga verður því töluverð röskun á þjónustu í Reynisfjöru. Í röskuninni felst: Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag (3.okt) og föstudag (4.okt). Tímabundið bílastæði verður við Reyniskirkju. Reynishverfisvegur suður frá Reyniskirkju verður lokaður fyrir almennri umferð. Frá kirkjunni eru 2 km niður í fjöru og verður fólki frjálst að ganga þessa leið. Ekki er þjónustugjald við Reyniskirkju. Stórar rútur (19 manna og stærri) geta lagt á efra plani við Reynisfjöru 3. október. Rútur verða hins vega að leggja við Reyniskirkju 4. október. „Ef ekki verður hægt að malbika umrædda daga látum við hagaðila vita leið og það kemur í ljós,“ segir í tilkynningunni.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Bílastæði Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira