Má ekki eyða myndböndum sem mátti ekki taka Árni Sæberg skrifar 27. september 2024 11:18 Fiskistofa notar reglulega dróna til að fylgjast með sjófarendum. Það má núna en mátti ekki fyrir lagabreytingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Sigurjón Fiskistofa braut persónuverndarlög með því að taka upp myndbönd af tveimur veiðiferðum fiskiskips með dróna. Reglur um opinber skjalasöfn koma þó í veg fyrir að Fiskistofa megi eyða myndböndunum. Þetta segir í úrskurði Persónuverndar um kvörtun yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Fiskistofu frá tveimur sjómönnum sem voru við störf á skipinu þegar myndböndin voru tekin. Þar segir að kvartað hafi verið yfir að Fiskistofa hafi fylgst með veiðum fiskiskipsins og notað við það dróna með myndavél. Jafnframt hafi verið gerð krafa um að Persónuvernd legði fyrir Fiskistofu að eyða umræddum myndbandsupptökum. Niðurstaða Persónuverndar hafi verið að vinnsla Fiskistofu á persónuupplýsingum kvartenda hafi ekki grundvallast á vinnsluheimild. Þá samrýmdist hún hvorki meginreglu persónuverndarlaganna um gagnsæi né reglum um fræðsluskyldu. Lögunum breytt svo Fiskistofa má halda áfram Með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á gildandi rétti og heimildum Fiskistofu til vinnslu persónuupplýsinga hafi þó ekki þótt tilefni til að beina fyrirmælum til Fiskistofu í úrskurðinum. Breytingar voru gerðar á lögum um Fiskistofu árið 2022 sem heimila eftirlitsmönnum Fiskistofu að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Þá er Fiskistofu nú heimilt að vinna upplýsingar sem þannig er aflað í eftirlitstilgangi eða til söfnunar, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála í samræmi við hlutverk stofnunarinnar. Bannað að eyða Þá hafi það einnig verið niðurstaða Persónuverndar að Fiskistofu væri óheimilt að eyða myndbandsupptökunum úr málaskrá sinni samkvæmt reglum um opinber skjalasöfn. Persónuvernd hafi því talið Fiskistofu heimilt að varðveita gögnin nema Þjóðskjalasafn Íslands veitti heimild fyrir eyðingu þeirra. Sjávarútvegur Persónuvernd Tengdar fréttir Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Persónuverndar um kvörtun yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Fiskistofu frá tveimur sjómönnum sem voru við störf á skipinu þegar myndböndin voru tekin. Þar segir að kvartað hafi verið yfir að Fiskistofa hafi fylgst með veiðum fiskiskipsins og notað við það dróna með myndavél. Jafnframt hafi verið gerð krafa um að Persónuvernd legði fyrir Fiskistofu að eyða umræddum myndbandsupptökum. Niðurstaða Persónuverndar hafi verið að vinnsla Fiskistofu á persónuupplýsingum kvartenda hafi ekki grundvallast á vinnsluheimild. Þá samrýmdist hún hvorki meginreglu persónuverndarlaganna um gagnsæi né reglum um fræðsluskyldu. Lögunum breytt svo Fiskistofa má halda áfram Með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á gildandi rétti og heimildum Fiskistofu til vinnslu persónuupplýsinga hafi þó ekki þótt tilefni til að beina fyrirmælum til Fiskistofu í úrskurðinum. Breytingar voru gerðar á lögum um Fiskistofu árið 2022 sem heimila eftirlitsmönnum Fiskistofu að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Þá er Fiskistofu nú heimilt að vinna upplýsingar sem þannig er aflað í eftirlitstilgangi eða til söfnunar, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála í samræmi við hlutverk stofnunarinnar. Bannað að eyða Þá hafi það einnig verið niðurstaða Persónuverndar að Fiskistofu væri óheimilt að eyða myndbandsupptökunum úr málaskrá sinni samkvæmt reglum um opinber skjalasöfn. Persónuvernd hafi því talið Fiskistofu heimilt að varðveita gögnin nema Þjóðskjalasafn Íslands veitti heimild fyrir eyðingu þeirra.
Sjávarútvegur Persónuvernd Tengdar fréttir Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01