Pallborðið: „Taumlaus græðgi“ eða verðið á hveiti? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2024 10:44 Sigurður Ágúst Sigurðsson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sigríður Margrét Oddsdóttir eru gestir Pallborðsins í dag. Vísir/Vilhelm Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Á sama tíma hafa bankarnir hækkað vexti á verðtryggðum lánum. Sjá má þáttinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Taumlaus græðgi, hveiti og brauð Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði á dögunum að hækkanirnar væru til marks um „taumlausa græðgi“ sem hefði fengið að viðgangast í fjármálakerfinu en þessu svaraði Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, með því að útskýra að það væri ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið. Húsnæðiseigendur sitja uppi með hærri afborganir og lán þar sem fastir vextir eru að losna, neytendur borga meira fyrir matarkörfuna og leigjendur sitja í súpunni á þröngum húsnæðismarkaði. Til alls þessa var horft við gerð kjarasamninga fyrr á árinu, þar sem markmiðið var að stuðla að stöðugleika, auknum kaupmætti og lækkun vaxta og verðbólgu. Hvernig hefur ræst úr þeim fyrirheitum sem gefin voru? Og hvernig verður þróunin í vetur? Þetta og fleira verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 12.15 í dag. Stjórnandi er Hólmfríður Gísladóttir en gestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Ágúst Sigurðsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Hægt er að hlusta á Pallborðið á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Pallborðið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Á sama tíma hafa bankarnir hækkað vexti á verðtryggðum lánum. Sjá má þáttinn í heild sinni í spilaranum að neðan. Taumlaus græðgi, hveiti og brauð Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði á dögunum að hækkanirnar væru til marks um „taumlausa græðgi“ sem hefði fengið að viðgangast í fjármálakerfinu en þessu svaraði Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, með því að útskýra að það væri ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið. Húsnæðiseigendur sitja uppi með hærri afborganir og lán þar sem fastir vextir eru að losna, neytendur borga meira fyrir matarkörfuna og leigjendur sitja í súpunni á þröngum húsnæðismarkaði. Til alls þessa var horft við gerð kjarasamninga fyrr á árinu, þar sem markmiðið var að stuðla að stöðugleika, auknum kaupmætti og lækkun vaxta og verðbólgu. Hvernig hefur ræst úr þeim fyrirheitum sem gefin voru? Og hvernig verður þróunin í vetur? Þetta og fleira verður til umræðu í Pallborðinu klukkan 12.15 í dag. Stjórnandi er Hólmfríður Gísladóttir en gestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Ágúst Sigurðsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Hægt er að hlusta á Pallborðið á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Pallborðið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira