Fylgjast grannt með ungmennum á Laufskálaréttarballi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2024 11:12 Laufskálaréttarballið fer fram í reiðhöllinni á Sauðárkróki á laugardag. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi vestra mun viðhafa strangt eftirlit með ungmennum á svokölluðu Laufskálaréttarballi á Sauðárkróki um helgina. Öll tilvik „þar sem bersýnilega er um að ræða áhættuhegðun ungmenna“ verða tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögregluembættinu á Facebook. Þar segir að von sé á fjölda fólks í Skagafjörð um helgina, meðal annars til að fagna heimkomu horssa af afréttum. „Í tengslum við þá heimkomu hefur um árabil verið haldið svokallað „Laufskálaréttarball“ í reiðhöllinni á Sauðárkróki. Vakin er athygli foreldra og forráðmanna að 16 ára aldurstakmark er á ballinu,“ segir í tilkynningunni. Reynslan hafi sýnt að á slíkum samkomum séu meiri líkur á hvers konar áhættuhegðun „sem ekki er aldurssamsvarandi, svo sem áfengisneyslu“. Lögregla muni í samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð viðhafa strangt eftirlit með ungmenna- og áfengislöggjöfinni. Öll afskipti af ungmennum undir 18 ára aldri verði skráð í kerfi lögreglu, auk þess sem þau tilvik þar sem „bersýnilega er um að ræða áhættuhegðun ungmenna“ verði tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. „Í öllum tilvikum má ætla að haft verði samband við foreldra eða forráðamenn og óskað eftir því að viðkomandi ungmenni verði sótt. Ítrekað er að öll neysla ungmenna, þar með talin áfengisneysla verður tekin mjög alvarlega.“ Þá er áréttað að samkævmt áfengislöggjöfinni sé engum yngri en 20 ára heimilt að neyta áfengis, auk þess sem ölvun á almannafæri sé óheimil. „Þá óskum við einnig eftir góðu samstarfi við foreldra, komi til þess að við þurfum að hafa afskipti af ungmennum þeirra,“ segir í lok tilkynningarinnar, sem Pétur Björnsson yfirlögregluþjónn skrifar undir. Skagafjörður Lögreglumál Réttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögregluembættinu á Facebook. Þar segir að von sé á fjölda fólks í Skagafjörð um helgina, meðal annars til að fagna heimkomu horssa af afréttum. „Í tengslum við þá heimkomu hefur um árabil verið haldið svokallað „Laufskálaréttarball“ í reiðhöllinni á Sauðárkróki. Vakin er athygli foreldra og forráðmanna að 16 ára aldurstakmark er á ballinu,“ segir í tilkynningunni. Reynslan hafi sýnt að á slíkum samkomum séu meiri líkur á hvers konar áhættuhegðun „sem ekki er aldurssamsvarandi, svo sem áfengisneyslu“. Lögregla muni í samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð viðhafa strangt eftirlit með ungmenna- og áfengislöggjöfinni. Öll afskipti af ungmennum undir 18 ára aldri verði skráð í kerfi lögreglu, auk þess sem þau tilvik þar sem „bersýnilega er um að ræða áhættuhegðun ungmenna“ verði tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. „Í öllum tilvikum má ætla að haft verði samband við foreldra eða forráðamenn og óskað eftir því að viðkomandi ungmenni verði sótt. Ítrekað er að öll neysla ungmenna, þar með talin áfengisneysla verður tekin mjög alvarlega.“ Þá er áréttað að samkævmt áfengislöggjöfinni sé engum yngri en 20 ára heimilt að neyta áfengis, auk þess sem ölvun á almannafæri sé óheimil. „Þá óskum við einnig eftir góðu samstarfi við foreldra, komi til þess að við þurfum að hafa afskipti af ungmennum þeirra,“ segir í lok tilkynningarinnar, sem Pétur Björnsson yfirlögregluþjónn skrifar undir.
Skagafjörður Lögreglumál Réttir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira