Óásættanlegt að vísa NPA-vandanum alfarið til sveitarfélaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. september 2024 20:50 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir fatlað fólk með NPA-samninga ekki geta beðið lengur eftir þjónustu en að það sé óásættanlegt að ríkið vísi málinu alfarið til sveitarfélaganna og á þá við ummæli félagsmálaráðherra frá í dag. Heiða Björg Heimisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að bæði sveitarfélög og ríki þurfi að taka ábyrgð á bágri stöðu í málaflokknum og að brýnt sé að komast að samkomulagi sem allra fyrst. Málaflokkurinn ekki fjármagnaður „Það er alveg ljóst, og öllum ljóst, að málaflokkurinn er ekki fjármagnaður og það fjármagn sem fylgdi til sveitarfélaganna með málaflokknum hafa ekki dugað og það er eitthvað sem við þurfum að laga og breyta og það er vel hægt,“ segir Heiða en samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögum 75 prósent. Í samtali við fréttastofu í dag segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra að ríkið hafi fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. Hann sé sammála því að ekki sé ásættanlegt að fólk sé fast á biðlistum árum saman en að hann vonist til þess að fjármögnunarvandi sveitarfélaganna leysist. Samkomulag á eftir áætlun Ekki hefur borist til tals að auka framlag ríkisins til NPA-samninga en ráðuneytið hefur verið í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið að sögn ráðherra. „Við erum með fjóra hópa nú í gangi sem eru að horfa í framtíðina. Í lok síðasta árs náðum við að semja um fortíðina, fram til loka ársins 2021, þar sem sveitarfélögin hafa lagt mun meira fjármagn í þá þjónustu sem fatlað fólk er að fá þar sem NPA er ein af þeim þjónustuleiðum sem stendur fötluðu fólki til boða,“ segir Heiða Björg. „Við sammæltumst um það þá að við myndum ljúka framhaldinu fyrir lok þessa árs. Það var miðað við júní, nú er kominn september. Ég veit að það er tilbúin skýrsla og ég er tilbúin til að setjast niður hvenær sem er og sitja eins lengi og þarf til þess að ræða okkur niður á einhverja niðurstöðu.“ Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Heiða Björg Heimisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að bæði sveitarfélög og ríki þurfi að taka ábyrgð á bágri stöðu í málaflokknum og að brýnt sé að komast að samkomulagi sem allra fyrst. Málaflokkurinn ekki fjármagnaður „Það er alveg ljóst, og öllum ljóst, að málaflokkurinn er ekki fjármagnaður og það fjármagn sem fylgdi til sveitarfélaganna með málaflokknum hafa ekki dugað og það er eitthvað sem við þurfum að laga og breyta og það er vel hægt,“ segir Heiða en samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögum 75 prósent. Í samtali við fréttastofu í dag segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra að ríkið hafi fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. Hann sé sammála því að ekki sé ásættanlegt að fólk sé fast á biðlistum árum saman en að hann vonist til þess að fjármögnunarvandi sveitarfélaganna leysist. Samkomulag á eftir áætlun Ekki hefur borist til tals að auka framlag ríkisins til NPA-samninga en ráðuneytið hefur verið í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið að sögn ráðherra. „Við erum með fjóra hópa nú í gangi sem eru að horfa í framtíðina. Í lok síðasta árs náðum við að semja um fortíðina, fram til loka ársins 2021, þar sem sveitarfélögin hafa lagt mun meira fjármagn í þá þjónustu sem fatlað fólk er að fá þar sem NPA er ein af þeim þjónustuleiðum sem stendur fötluðu fólki til boða,“ segir Heiða Björg. „Við sammæltumst um það þá að við myndum ljúka framhaldinu fyrir lok þessa árs. Það var miðað við júní, nú er kominn september. Ég veit að það er tilbúin skýrsla og ég er tilbúin til að setjast niður hvenær sem er og sitja eins lengi og þarf til þess að ræða okkur niður á einhverja niðurstöðu.“
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20
Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03
Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40