Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. september 2024 12:03 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. Í kvöldfréttum í gær sagði Haraldur Þorleifsson, maður sem bíður eftir lögbundinni NPA þjónustu hjá borginni, að dæmi væru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA þjónustu. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að síðustu tvö ár hafi náðst góðir samningar við ríkið um tekjur til að standa straum af kostnaði við málaflokkinn. „En núna á næstu dögum vonandi kemur fram skýrsla sem á að liggja til grundvallar þannig við getum ákveðið framtíðina. Það er í rauninni það sem við bíðum eftir og verður að gerast því það eru allt of margir sem bíða og í raun er staðan algjörlega óásættanleg eins og hún er núna.“ Heilmikið vanti upp á og segir Heiða að sveitarfélögin hafi farið fram á að fá skýr svör frá ríkinu varðandi hvort það eigi að fjármagna málaflokkinn eða ekki. „Því annars koma lögin svolítið út eins og loforð um þjónustu sem síðan mörg hver sveitarfélög og nánast engin sveitarfélög geta uppfyllt miðað við stöðuna í dag.“ Þá sagði Haraldur að forsvarsmenn sveitarfélaganna eyðileggi málsókn fólks sem bíður eftir þjónustu með því að færa það framar í röðina. Heiða segist hafa mikinn skilning á því vilji fólk sækja rétt sinn vegna skorts á þjónustu en segist ekki kannast við að málsókn hafi áhrif á umsókn þeirra um þjónustu. „En auðvitað eru kannski þeir sem fara í mál í mestri þörf og eru þá kannski næstir inn því ég veit að starfsfólk borgarinnar reynir að forgangsraða þannig að þeir fái þjónustu sem eru í mestri þörf, sem hefur þá kannski oft gert það að verkum að NPA samningarnir verða nokkuð dýrir ef maður horfir akkúrat á þann lið því þá er um að ræða fólk sem er í gríðarlega mikilli þörf fyrir þjónustu.“ Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær sagði Haraldur Þorleifsson, maður sem bíður eftir lögbundinni NPA þjónustu hjá borginni, að dæmi væru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA þjónustu. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að síðustu tvö ár hafi náðst góðir samningar við ríkið um tekjur til að standa straum af kostnaði við málaflokkinn. „En núna á næstu dögum vonandi kemur fram skýrsla sem á að liggja til grundvallar þannig við getum ákveðið framtíðina. Það er í rauninni það sem við bíðum eftir og verður að gerast því það eru allt of margir sem bíða og í raun er staðan algjörlega óásættanleg eins og hún er núna.“ Heilmikið vanti upp á og segir Heiða að sveitarfélögin hafi farið fram á að fá skýr svör frá ríkinu varðandi hvort það eigi að fjármagna málaflokkinn eða ekki. „Því annars koma lögin svolítið út eins og loforð um þjónustu sem síðan mörg hver sveitarfélög og nánast engin sveitarfélög geta uppfyllt miðað við stöðuna í dag.“ Þá sagði Haraldur að forsvarsmenn sveitarfélaganna eyðileggi málsókn fólks sem bíður eftir þjónustu með því að færa það framar í röðina. Heiða segist hafa mikinn skilning á því vilji fólk sækja rétt sinn vegna skorts á þjónustu en segist ekki kannast við að málsókn hafi áhrif á umsókn þeirra um þjónustu. „En auðvitað eru kannski þeir sem fara í mál í mestri þörf og eru þá kannski næstir inn því ég veit að starfsfólk borgarinnar reynir að forgangsraða þannig að þeir fái þjónustu sem eru í mestri þörf, sem hefur þá kannski oft gert það að verkum að NPA samningarnir verða nokkuð dýrir ef maður horfir akkúrat á þann lið því þá er um að ræða fólk sem er í gríðarlega mikilli þörf fyrir þjónustu.“
Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira