Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. september 2024 12:03 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. Í kvöldfréttum í gær sagði Haraldur Þorleifsson, maður sem bíður eftir lögbundinni NPA þjónustu hjá borginni, að dæmi væru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA þjónustu. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að síðustu tvö ár hafi náðst góðir samningar við ríkið um tekjur til að standa straum af kostnaði við málaflokkinn. „En núna á næstu dögum vonandi kemur fram skýrsla sem á að liggja til grundvallar þannig við getum ákveðið framtíðina. Það er í rauninni það sem við bíðum eftir og verður að gerast því það eru allt of margir sem bíða og í raun er staðan algjörlega óásættanleg eins og hún er núna.“ Heilmikið vanti upp á og segir Heiða að sveitarfélögin hafi farið fram á að fá skýr svör frá ríkinu varðandi hvort það eigi að fjármagna málaflokkinn eða ekki. „Því annars koma lögin svolítið út eins og loforð um þjónustu sem síðan mörg hver sveitarfélög og nánast engin sveitarfélög geta uppfyllt miðað við stöðuna í dag.“ Þá sagði Haraldur að forsvarsmenn sveitarfélaganna eyðileggi málsókn fólks sem bíður eftir þjónustu með því að færa það framar í röðina. Heiða segist hafa mikinn skilning á því vilji fólk sækja rétt sinn vegna skorts á þjónustu en segist ekki kannast við að málsókn hafi áhrif á umsókn þeirra um þjónustu. „En auðvitað eru kannski þeir sem fara í mál í mestri þörf og eru þá kannski næstir inn því ég veit að starfsfólk borgarinnar reynir að forgangsraða þannig að þeir fái þjónustu sem eru í mestri þörf, sem hefur þá kannski oft gert það að verkum að NPA samningarnir verða nokkuð dýrir ef maður horfir akkúrat á þann lið því þá er um að ræða fólk sem er í gríðarlega mikilli þörf fyrir þjónustu.“ Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær sagði Haraldur Þorleifsson, maður sem bíður eftir lögbundinni NPA þjónustu hjá borginni, að dæmi væru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA þjónustu. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að síðustu tvö ár hafi náðst góðir samningar við ríkið um tekjur til að standa straum af kostnaði við málaflokkinn. „En núna á næstu dögum vonandi kemur fram skýrsla sem á að liggja til grundvallar þannig við getum ákveðið framtíðina. Það er í rauninni það sem við bíðum eftir og verður að gerast því það eru allt of margir sem bíða og í raun er staðan algjörlega óásættanleg eins og hún er núna.“ Heilmikið vanti upp á og segir Heiða að sveitarfélögin hafi farið fram á að fá skýr svör frá ríkinu varðandi hvort það eigi að fjármagna málaflokkinn eða ekki. „Því annars koma lögin svolítið út eins og loforð um þjónustu sem síðan mörg hver sveitarfélög og nánast engin sveitarfélög geta uppfyllt miðað við stöðuna í dag.“ Þá sagði Haraldur að forsvarsmenn sveitarfélaganna eyðileggi málsókn fólks sem bíður eftir þjónustu með því að færa það framar í röðina. Heiða segist hafa mikinn skilning á því vilji fólk sækja rétt sinn vegna skorts á þjónustu en segist ekki kannast við að málsókn hafi áhrif á umsókn þeirra um þjónustu. „En auðvitað eru kannski þeir sem fara í mál í mestri þörf og eru þá kannski næstir inn því ég veit að starfsfólk borgarinnar reynir að forgangsraða þannig að þeir fái þjónustu sem eru í mestri þörf, sem hefur þá kannski oft gert það að verkum að NPA samningarnir verða nokkuð dýrir ef maður horfir akkúrat á þann lið því þá er um að ræða fólk sem er í gríðarlega mikilli þörf fyrir þjónustu.“
Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Félagsmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira