Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2024 19:31 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. Mygla fannst í húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum við Hringbraut í Reykjanesbæ. Endurbætur eru hafnar á neðri hæðinni en sú efri er ónýt og verður ekki löguð enda sögð ónothæf. Til stendur að setja upp bráðabirgða vinnuaðstöðu í gámum á svæðinu. „Það eru fangageymslur í því húsi sem er á tveimur hæðum. Það stendur til bóta en framkvæmdir ganga heldur hægt en ég vonast til að það sé hægt að spýta aðeins í lófana hvað það varðar,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Ofan á aðstöðuleysið hafi verið mikið álag á embættinu undanfarin misseri. Einkum vegna eldsumbrota á svæðinu og annríkis við landamæragæslu. „Í gegnum tíðina þá klárlega, og bersýnilega, hafa óheppilegir einstaklingar komist inn í landið og við erum svona að reyna að sporna við því að halda þessu fólki frá Íslandi.“ Myndavélakerfi líklega væntanlegt Hann bendir á að sum ríki Evrópusambandsins, til að mynda Þýskaland, hafi brugðið á það ráð að herða landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. „Það er margt að breytast og mér þykir ekki ólíklegt að á innan tíðar þá verði tekið upp myndavélakerfi, myndgreiningarkerfi á landamærunum þannig að óprúttnir aðilar og glæpamenn, bæði innlendir og erlendir, eru þá vistaðir í því kerfi og ef þeir sýna sig á landamærum þá verði þeir teknir út og höfð af þeim afskipti,“ segir Úlfar. Hann telur einnig að beita eigi sektum gegn flugfélögum sem ekki afhendi farþegalista, án þess að semja þurfi sérstaklega við Evrópusambandið um slíkt. „Það er mjög bagalegt að við skulum ekki nýta þau úrræði sem íslensk lög bjóða okkur,“ segir Úlfar. Reykjanesbær Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Lögreglumál Landamæri Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira
Mygla fannst í húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum við Hringbraut í Reykjanesbæ. Endurbætur eru hafnar á neðri hæðinni en sú efri er ónýt og verður ekki löguð enda sögð ónothæf. Til stendur að setja upp bráðabirgða vinnuaðstöðu í gámum á svæðinu. „Það eru fangageymslur í því húsi sem er á tveimur hæðum. Það stendur til bóta en framkvæmdir ganga heldur hægt en ég vonast til að það sé hægt að spýta aðeins í lófana hvað það varðar,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Ofan á aðstöðuleysið hafi verið mikið álag á embættinu undanfarin misseri. Einkum vegna eldsumbrota á svæðinu og annríkis við landamæragæslu. „Í gegnum tíðina þá klárlega, og bersýnilega, hafa óheppilegir einstaklingar komist inn í landið og við erum svona að reyna að sporna við því að halda þessu fólki frá Íslandi.“ Myndavélakerfi líklega væntanlegt Hann bendir á að sum ríki Evrópusambandsins, til að mynda Þýskaland, hafi brugðið á það ráð að herða landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. „Það er margt að breytast og mér þykir ekki ólíklegt að á innan tíðar þá verði tekið upp myndavélakerfi, myndgreiningarkerfi á landamærunum þannig að óprúttnir aðilar og glæpamenn, bæði innlendir og erlendir, eru þá vistaðir í því kerfi og ef þeir sýna sig á landamærum þá verði þeir teknir út og höfð af þeim afskipti,“ segir Úlfar. Hann telur einnig að beita eigi sektum gegn flugfélögum sem ekki afhendi farþegalista, án þess að semja þurfi sérstaklega við Evrópusambandið um slíkt. „Það er mjög bagalegt að við skulum ekki nýta þau úrræði sem íslensk lög bjóða okkur,“ segir Úlfar.
Reykjanesbær Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Lögreglumál Landamæri Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira