Útilokar ekki að snúa sér að öðrum verkefnum Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 15:51 Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera velta eigin framtíð í stjórnmálum fyrir sér. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í vor. „Það er bara eitthvað sem er að bærast innra með mér, hvað ég eigi nákvæmlega að gera. Auðvitað horfi ég á flokkinn minn og spyr mig hvað hentar flokknum best við þessar aðstæður. Er rétt að gera breytingu og hleypa nýju blóði inn í forystuna og fá góða viðspyrnu?” sagði Bjarni í fyrsta þætti af Samtalinu með Heimi Má Péturssyni. Bjarni segist vera fullur af orku, en ákvörðun um hvort að hann haldi áfram sé líka persónuleg. „Ég get sagt fyrir sjálfan mig að ég er með fulla starfsorku. Ég finn engan mun á mér í dag borið saman við fyrir fimm eða tíu árum síðan. Ég er bara á fullu í mínum verkefnum og það hefur hug minn allan. Þetta er auðvitað persónuleg ákvörðun eins og allir hljóta að skilja. Ég hef verið [formaður] lengi, en ég útiloka það ekki að halda áfram.“ Hann segist fyrst og fremst fara út í daginn sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hafi stór verkefni í fanginu. „Ég veit að þessi dagsetning mun koma og ég mun þurfa að gefa það upp áður en að henni kemur hvað ég ætla að gera. Ef ég finn þörfina til að halda áfram að berjast fyrir okkar stefnumálum og ef ég finn stuðninginn frá mínu fólki, þá getur bara vel verið að ég haldi áfram,“ segir Bjarni. „En það er ekki útilokað að ég telji að það sé komið að því að aðrir taki við og að ég snúi mér að einhverju öðru. Og mér finnst það bara engin katastrfófa“ Að sögn Bjarna er maður aldrei búinn að áorka öllu sem maður ætlaði sér. „Maður kemur heim á hverjum einasta degi og spyr sig af hverju er maður ekki búinn að koma meiru í verk. Því verkefnin þau fæðast á hverjum degi. Þau koma upp alltaf stanslaust.“ Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu.Vísir/Vilhelm Mismunandi eftir aðstæðum hvað skipti mestu máli Talsmenn stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Framsókn, hafa einhverjir talað um að það sé ólíklegt að flokkarnir þrír starfi áfram saman eftir næstu kosningarnar. Með hverjum myndir þú vilja starfa eftir næstu kosningar ef ekki þessum tveimur sem þú starfar með núna? „Flokkum sem geta fundið samhljóm með okkur um helstu stefnumálin. Það getur verið mismunandi eftir aðstæðum hvað skiptir mestu máli, í hvað maður á að setja krafta sína. Ég sagði í vor að efnahagsmál og vextir, verðbólga, orka og hælisleitendamálin verði í forgrunni eftir að ég kem inn sem forsætisráðherra,“ sagði Bjarni. „Í mínum huga snýst þetta um: Gerðu það vel sem þú rekur undir merkjum ríkissins, gerðu það með hagkvæmum og skilvirkum hætti þannig að þú farir vel með skattfé borgaranna.“ Samtalið með Heimi Má má sjá hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samtalið Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
„Það er bara eitthvað sem er að bærast innra með mér, hvað ég eigi nákvæmlega að gera. Auðvitað horfi ég á flokkinn minn og spyr mig hvað hentar flokknum best við þessar aðstæður. Er rétt að gera breytingu og hleypa nýju blóði inn í forystuna og fá góða viðspyrnu?” sagði Bjarni í fyrsta þætti af Samtalinu með Heimi Má Péturssyni. Bjarni segist vera fullur af orku, en ákvörðun um hvort að hann haldi áfram sé líka persónuleg. „Ég get sagt fyrir sjálfan mig að ég er með fulla starfsorku. Ég finn engan mun á mér í dag borið saman við fyrir fimm eða tíu árum síðan. Ég er bara á fullu í mínum verkefnum og það hefur hug minn allan. Þetta er auðvitað persónuleg ákvörðun eins og allir hljóta að skilja. Ég hef verið [formaður] lengi, en ég útiloka það ekki að halda áfram.“ Hann segist fyrst og fremst fara út í daginn sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hafi stór verkefni í fanginu. „Ég veit að þessi dagsetning mun koma og ég mun þurfa að gefa það upp áður en að henni kemur hvað ég ætla að gera. Ef ég finn þörfina til að halda áfram að berjast fyrir okkar stefnumálum og ef ég finn stuðninginn frá mínu fólki, þá getur bara vel verið að ég haldi áfram,“ segir Bjarni. „En það er ekki útilokað að ég telji að það sé komið að því að aðrir taki við og að ég snúi mér að einhverju öðru. Og mér finnst það bara engin katastrfófa“ Að sögn Bjarna er maður aldrei búinn að áorka öllu sem maður ætlaði sér. „Maður kemur heim á hverjum einasta degi og spyr sig af hverju er maður ekki búinn að koma meiru í verk. Því verkefnin þau fæðast á hverjum degi. Þau koma upp alltaf stanslaust.“ Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu.Vísir/Vilhelm Mismunandi eftir aðstæðum hvað skipti mestu máli Talsmenn stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Framsókn, hafa einhverjir talað um að það sé ólíklegt að flokkarnir þrír starfi áfram saman eftir næstu kosningarnar. Með hverjum myndir þú vilja starfa eftir næstu kosningar ef ekki þessum tveimur sem þú starfar með núna? „Flokkum sem geta fundið samhljóm með okkur um helstu stefnumálin. Það getur verið mismunandi eftir aðstæðum hvað skiptir mestu máli, í hvað maður á að setja krafta sína. Ég sagði í vor að efnahagsmál og vextir, verðbólga, orka og hælisleitendamálin verði í forgrunni eftir að ég kem inn sem forsætisráðherra,“ sagði Bjarni. „Í mínum huga snýst þetta um: Gerðu það vel sem þú rekur undir merkjum ríkissins, gerðu það með hagkvæmum og skilvirkum hætti þannig að þú farir vel með skattfé borgaranna.“ Samtalið með Heimi Má má sjá hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samtalið Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira