Reyndist ekki faðir stúlknanna Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2024 12:52 Lögregla hafði afskipti af stúlkunum þegar þær komu til landsins með flugi 4. júlí 2023. Vísir/Vilhelm Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við fréttastofu að tveir menn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á málinu. Landsréttur birti í dag úrskurð í máli annars mannanna þar sem úrskurður Héraðsdóms Reykjaness um vikulangt gæsluvarðhald var staðfest. Fram kemur að lögregla á Suðurnesjum hafi nú til rannsóknar mál mannsins og snúa ætluð brot hans að mansali, skjalafalsi, röngum framburði og að hafa skipulagt smygl á fólki til landsins. Sögðust vera komnar til að hitta föður sinn Málið má rekja til þess að lögregla hafði afskipti af tveimur erlendum stúlkum, sem báðar voru undir átján ára, þegar þær komu með flugi til landsins í júlí 2023. Þær sögðust þá vera komnar til landsins til að hitta föður sinn sem ætti heima hér á landi. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að stúlkunum hafi verið veitt dvalarleyfi sem barn Íslendings, hins grunaða í málinu, sem væri jafnframt skráður sem faðir þeirra í kerfum íslenskra stjórnvalda. Stúlkurnar sögðu vin föður þeirra þá hafa verið kominn í flugstöðina að sækja þær og gáfu upp símanúmer hans. Lögregla staðfesti að það símanúmer væri skráð á þann aðila sem sé með ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi. Fyrstu dagana dvöldu stúlkurnar í úrræðum á vegum barnaverndar en voru svo sameinaðar manninum. Hafði bara aðgang að drengnum í gegnum hinn grunaða Fram kemur að lögregla hafi rökstuddan grun til að ætla að stúlkurnar búi við slæmar aðstæður. Þá liggi fyrir að önnur stúlkan sé barnshafandi en óvíst sé hver faðirinn sé. Einnig liggur fyrir að hin stúlkan sé HIV-smituð og móðir drengs sem hún hafi ekki haft aðgang að nema í gegnum hinn grunaða í málinu. Að kröfu Útlendingastofnunar gengust stúlkurnar og maðurinn undir DNA-rannsókn sem leiddi í ljós að hann sé ekki faðir stúlknanna og dvalarleyfi þeirra hafi grundvallast á. Þá hafi skjöl sem staðfestu það að maðurinn hafi vitað að hann væri ekki faðir þeirra, áður en dvalarleyfi fyrir þær hafi verið gefið út, fundist sama dag og héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald. Lögregla grunar einnig að maðurinn standi ekki einn að verki heldur eigi sér samverkamenn. Rannsókn miðar vel Í úrskurðinum kemur ennfremur fram að rannsókn málsins sé í fullum gangi hjá lögreglu og miði ágætlega áfram. Ákveðið var að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum þar sem lögregla taldi að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins, með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni ef hann gengi laus. Héraðsdómur ákvað að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til fimmtudagsins 19. september klukkan 16. Landsréttur staðfesti svo þá niðurstöðu á mánudag, en úrskurður Landsréttar var birtur í dag. Aðspurður segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki tímabært að upplýsa hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dómsmál Mansal Smygl Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við fréttastofu að tveir menn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á málinu. Landsréttur birti í dag úrskurð í máli annars mannanna þar sem úrskurður Héraðsdóms Reykjaness um vikulangt gæsluvarðhald var staðfest. Fram kemur að lögregla á Suðurnesjum hafi nú til rannsóknar mál mannsins og snúa ætluð brot hans að mansali, skjalafalsi, röngum framburði og að hafa skipulagt smygl á fólki til landsins. Sögðust vera komnar til að hitta föður sinn Málið má rekja til þess að lögregla hafði afskipti af tveimur erlendum stúlkum, sem báðar voru undir átján ára, þegar þær komu með flugi til landsins í júlí 2023. Þær sögðust þá vera komnar til landsins til að hitta föður sinn sem ætti heima hér á landi. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að stúlkunum hafi verið veitt dvalarleyfi sem barn Íslendings, hins grunaða í málinu, sem væri jafnframt skráður sem faðir þeirra í kerfum íslenskra stjórnvalda. Stúlkurnar sögðu vin föður þeirra þá hafa verið kominn í flugstöðina að sækja þær og gáfu upp símanúmer hans. Lögregla staðfesti að það símanúmer væri skráð á þann aðila sem sé með ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi. Fyrstu dagana dvöldu stúlkurnar í úrræðum á vegum barnaverndar en voru svo sameinaðar manninum. Hafði bara aðgang að drengnum í gegnum hinn grunaða Fram kemur að lögregla hafi rökstuddan grun til að ætla að stúlkurnar búi við slæmar aðstæður. Þá liggi fyrir að önnur stúlkan sé barnshafandi en óvíst sé hver faðirinn sé. Einnig liggur fyrir að hin stúlkan sé HIV-smituð og móðir drengs sem hún hafi ekki haft aðgang að nema í gegnum hinn grunaða í málinu. Að kröfu Útlendingastofnunar gengust stúlkurnar og maðurinn undir DNA-rannsókn sem leiddi í ljós að hann sé ekki faðir stúlknanna og dvalarleyfi þeirra hafi grundvallast á. Þá hafi skjöl sem staðfestu það að maðurinn hafi vitað að hann væri ekki faðir þeirra, áður en dvalarleyfi fyrir þær hafi verið gefið út, fundist sama dag og héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald. Lögregla grunar einnig að maðurinn standi ekki einn að verki heldur eigi sér samverkamenn. Rannsókn miðar vel Í úrskurðinum kemur ennfremur fram að rannsókn málsins sé í fullum gangi hjá lögreglu og miði ágætlega áfram. Ákveðið var að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum þar sem lögregla taldi að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins, með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni ef hann gengi laus. Héraðsdómur ákvað að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til fimmtudagsins 19. september klukkan 16. Landsréttur staðfesti svo þá niðurstöðu á mánudag, en úrskurður Landsréttar var birtur í dag. Aðspurður segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki tímabært að upplýsa hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dómsmál Mansal Smygl Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira