Rafrettukóngur og eigandi Drekans sakaðir um 740 milljóna brot Árni Sæberg skrifar 19. september 2024 14:11 Snorri hefur meðal annars rekið söluturna undir merkjum Póló. Vísir/Vilhelm Snorri Guðmundsson, sem hagnast hefur ævintýralega á sölu hinna ýmsu nikótínvara á síðustu árum, hefur verið ákærður fyrir stórfelld tollalagabrot í félagi við tvo aðra. Mönnunum er gefið að sök að hafa komist undan greiðslu 741 milljónar króna í tóbaksgjöld af innflutningi um einnar milljónar pakka af vindlingum. Í ákæru á hendur mönnunum segir að Snorri sé ákærður ásamt Sverri Þór Gunnarssyni sem fyrirsvarsmenn félagsins Áfengi og tóbak ehf. og þriðji maðurinn sem þáverandi starfsmaður flutningafyrirtækisins Thor shipping ehf.. Það athugist að Sverrir Þór á alnafna sem almennt gengur undir nafninu Sveddi tönn. Þeir sæti ákæru fyrir fyrir stórfelld brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með því að hafa í sameiningu í níu tilvikum, á árunum 2015 til og með 2018, veitt íslenskum tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar Áfengi og tóbak ehf., flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Grand River Enterprises GmbH, Þýskalandi, Overseas Distribution Company N.V., Belgíu og Mac Baren Tobacco Company A/S, Danmörku. Kölluðu tóbakið prótein og pappír Þeir hafi komið því til leiðar að starfsmaður hjá Thor Shipping ehf., sem sinnti tollskjalagerð í umboði félagsins, tilgreindi rangar vörutegundir á aðflutningsskýrslum fyrir tollafgreiðslu, það er annars vegar prótein og hins vegar pappírsvörur, í stað þess að reyktóbakið væri réttilega tilgreint sem önnur framleiðsla úr tóbaki o.fl. og vindlingarnir sem vindlingar. Með framangreindum hætti hafi þeir komið því til leiðar að lögbundið tóbaksgjald að fjárhæð samtals 740.742.386 krónur var ekki lagt á innfluttar vörur félagsins. Söluturnar þeirra ær og kýr Snorri hefur sem áður segir gert að gott undanfarin ár á sölu nikótínvara. Það hefur hann fyrst og fremst gert í gegnum félögin Fitjaborg og Pólóborg ehf.. Félögin reka söluturnana Póló, sem voru meðal þeirra fyrstu til að hefja sölu á rafrettum og nikótínpúðum hér á landi. Pólóborg hagnaðist um 87 milljónir króna árið 2022 og 179 milljónir króna árið 2021. Uppfært: Snorri var keyptur út úr Pólóborg um áramótin, að sögn Sindra Þórs Jónssonar, eiganda félagsins. Sömu ár hagnaðist Fitjaborg um 235 milljónir króna og 261 milljón króna. Ársreikningar félaganna fyrir árið 2023 liggja ekki fyrir. Þá rataði Snorri í fréttir árið 2022 þegar hann keypti glæsilegt einbýlishús í Akrahverfinu í Garðabæ ásamt sambýliskonu sinni á litlar 220 milljónir króna. Sambýliskonan á helmingshlut í Fitjaborg á móti honum. Sverrir Þór rekur söluturninn fornfræga Drekann á Njálsgötu í gegnum félag sitt Urriðafoss ehf.. Áfengi og tóbak er skráð til húsa í sama húsnæði og Drekinn. Urriðafoss var meðal eigenda Bankastrætis club þegar hann var og hét. Ófáir hafa keypt sér sígarettur í Drekanum í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Krefjast upptöku á fjármunum og fasteignum Í ákæru segir að þess sé krafist að allir ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá eru upptökukröfur ákæruvaldsins kræfari en gengur og gerist. Þess er meðal annars krafist að Snorri verði dæmdur til að þola upptöku á helmingshlut hans í þremur eignum, lóð í Bláskógabyggð, húsnæði veitingastaðar í Stykkishólmi og ofangreindu einbýlishúsi í Garðabæ. Þá krefst ákæruvaldið þess að hann sæti upptöku um 133 milljóna króna af fimm reikningnum. Þar á meðal eru tólf milljónir króna sem sambýliskona hans millifærði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu á sjö úrum sem haldlögð voru af héraðssaksóknara við húsleit á heimili þeirra í Garðabæ. Sautján Rolex-úr fyrir fjörutíu milljónir króna Héraðssaksóknari krefst þess sömuleiðis að Sverrir Þór verði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Af milljónunum 55 eru fjörutíu innistæða á reikningi sem lögmannsstofa lagði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu sautján Rolex-úra. Loks er þess krafist að Áfengi og tóbaki ehf. verði gert að sæta upptöku á 440.750 pökkum af vindlingum. Brotin sem ákært fyrir tengjast innflutningi á um milljón pökkum af vindlingum. Áfengi og tóbak Skattar og tollar Smygl Lögreglumál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Í ákæru á hendur mönnunum segir að Snorri sé ákærður ásamt Sverri Þór Gunnarssyni sem fyrirsvarsmenn félagsins Áfengi og tóbak ehf. og þriðji maðurinn sem þáverandi starfsmaður flutningafyrirtækisins Thor shipping ehf.. Það athugist að Sverrir Þór á alnafna sem almennt gengur undir nafninu Sveddi tönn. Þeir sæti ákæru fyrir fyrir stórfelld brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með því að hafa í sameiningu í níu tilvikum, á árunum 2015 til og með 2018, veitt íslenskum tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar Áfengi og tóbak ehf., flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Grand River Enterprises GmbH, Þýskalandi, Overseas Distribution Company N.V., Belgíu og Mac Baren Tobacco Company A/S, Danmörku. Kölluðu tóbakið prótein og pappír Þeir hafi komið því til leiðar að starfsmaður hjá Thor Shipping ehf., sem sinnti tollskjalagerð í umboði félagsins, tilgreindi rangar vörutegundir á aðflutningsskýrslum fyrir tollafgreiðslu, það er annars vegar prótein og hins vegar pappírsvörur, í stað þess að reyktóbakið væri réttilega tilgreint sem önnur framleiðsla úr tóbaki o.fl. og vindlingarnir sem vindlingar. Með framangreindum hætti hafi þeir komið því til leiðar að lögbundið tóbaksgjald að fjárhæð samtals 740.742.386 krónur var ekki lagt á innfluttar vörur félagsins. Söluturnar þeirra ær og kýr Snorri hefur sem áður segir gert að gott undanfarin ár á sölu nikótínvara. Það hefur hann fyrst og fremst gert í gegnum félögin Fitjaborg og Pólóborg ehf.. Félögin reka söluturnana Póló, sem voru meðal þeirra fyrstu til að hefja sölu á rafrettum og nikótínpúðum hér á landi. Pólóborg hagnaðist um 87 milljónir króna árið 2022 og 179 milljónir króna árið 2021. Uppfært: Snorri var keyptur út úr Pólóborg um áramótin, að sögn Sindra Þórs Jónssonar, eiganda félagsins. Sömu ár hagnaðist Fitjaborg um 235 milljónir króna og 261 milljón króna. Ársreikningar félaganna fyrir árið 2023 liggja ekki fyrir. Þá rataði Snorri í fréttir árið 2022 þegar hann keypti glæsilegt einbýlishús í Akrahverfinu í Garðabæ ásamt sambýliskonu sinni á litlar 220 milljónir króna. Sambýliskonan á helmingshlut í Fitjaborg á móti honum. Sverrir Þór rekur söluturninn fornfræga Drekann á Njálsgötu í gegnum félag sitt Urriðafoss ehf.. Áfengi og tóbak er skráð til húsa í sama húsnæði og Drekinn. Urriðafoss var meðal eigenda Bankastrætis club þegar hann var og hét. Ófáir hafa keypt sér sígarettur í Drekanum í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Krefjast upptöku á fjármunum og fasteignum Í ákæru segir að þess sé krafist að allir ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá eru upptökukröfur ákæruvaldsins kræfari en gengur og gerist. Þess er meðal annars krafist að Snorri verði dæmdur til að þola upptöku á helmingshlut hans í þremur eignum, lóð í Bláskógabyggð, húsnæði veitingastaðar í Stykkishólmi og ofangreindu einbýlishúsi í Garðabæ. Þá krefst ákæruvaldið þess að hann sæti upptöku um 133 milljóna króna af fimm reikningnum. Þar á meðal eru tólf milljónir króna sem sambýliskona hans millifærði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu á sjö úrum sem haldlögð voru af héraðssaksóknara við húsleit á heimili þeirra í Garðabæ. Sautján Rolex-úr fyrir fjörutíu milljónir króna Héraðssaksóknari krefst þess sömuleiðis að Sverrir Þór verði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Af milljónunum 55 eru fjörutíu innistæða á reikningi sem lögmannsstofa lagði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu sautján Rolex-úra. Loks er þess krafist að Áfengi og tóbaki ehf. verði gert að sæta upptöku á 440.750 pökkum af vindlingum. Brotin sem ákært fyrir tengjast innflutningi á um milljón pökkum af vindlingum.
Áfengi og tóbak Skattar og tollar Smygl Lögreglumál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira