Ætlar í blómabað á Balí með manninum sínum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. september 2024 07:00 Camilla Rut sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég vil meina að ég hafi að einhverju leyti „alist upp“ á samfélagsmiðlum, hleypt fólki nálægt mér og talað um hlutina nákvæmlega eins og þeir eru,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir áhrifavaldur og verkefnastjóri. Camilla Rut er þrítug, búsett á Seltjarnarnesi með unnusta sínum Valgeiri Gunnlaugssyni pítsabakara og eiganda Pizza 107, og þremur sonum. Hún segir ekkert dýrmætara en að vera í núinu, huga að börnunum og heimilinu ásamt því að blómstra í vinnunni. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Camilla Rut sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Camilla Rut Rúnarsdóttir Aldur? 30 ára, thirty flirty and thriving eins og skáldið sagði. Starf? Verkefnastjóri markaðsmála og stafrænna miðla. Fjölskylduhagir? Trúlofuð pizzabakara með þrjá gríslinga. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Umhyggjusöm, einlæg og hnyttin. Hvað er á döfinni? Er nýbúin að halda upp á þrítugsaldurinn en ég er rosalega mikið að þyggja haustið og rútínuna núna, á döfinni er að gæla við að byrja að gera efni fyrir samfélagsmiðlana mína aftur með öðru móti en ég hef gert áður. Þín mesta gæfa í lífinu? Börnin mín tvö, bónus barnið sem fylgdi ástmanninum mínum og fólkið sem hefur raðast óvænt inn í líf mitt undanfarið. Mér finnst ég svo heppin Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Fertug, í toppmálum að baða mig í blóma baðkari á balí með manninum mínum. Þá verða strákarnir okkar 20, 19 og 15 ára svo þeir geta staðið vaktina á pizzastaðnum okkar á meðan. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Fallhlífastökk. Ertu með einhvern bucket-lista? Já já þar eru mis einfaldir og mis gáfulegir hlutir sem má deila um. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Þetta er ekki svona flókið“ og þetta klassíska með að „þetta reddast alltaf“. Hvað hefur mótað þig mest? Ætli það sé ekki í grunninn þrautagöngurnar og verkefnin sem lífið hefur gefið mér. Að standa sterk í lappirnar með höfuðið hátt eftir það sem á dynur er eitthvað sem hefur mótað mig mikið og gefið mér kraft. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Dansa við góða tónlist, þó það sé ekki nema Macarena með strákunum mínum í eldhúsinu heima. Uppskrift að drauma sunnudegi? Að vakna við kaffibolla uppí rúm og knús frá ástmanninum, þegar ég segi kaffibolla þá meina ég ískaldann og sykurlausann Red bull því ég er bara þannig og skammast mín ekkert fyrir það, en í kjölfarið myndi ég vilja fara í brunch með góðu eggs benedict og rölta um í góðu veðri í miðbænum. Þetta er auðvitað allt tengt því að börnin séu í góðu skapi og njóta með mér. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Svefnherbergið mitt er griðarstaðurinn, annars eldhúsið. Fallegasti staður á landinu? Hellishólar í Fljótshlíð. En í heiminum? Ég á eftir að skoða heiminn meira, svara þér betur seinna. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Gríp mér ískaldann sykurlausan Red Bull á meðan ég smyr nesti fyrir börnin, byrja daginn vel! En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Skrolla TikTok, ekki dæma. Við höfum öll okkar galla! Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Ég reyni eins og ég get að næra mig vel og reglulega, grænt te og hreyfa mig. Ég var ofboðslega öflug í hreyfingunni að lyfta lóðum og stunda skemmtilega tíma en það hefur aðeins setið á hakanum vegna anna undanfarið svo ég er að leita mér að einhverju skemmtilegu til að byrja í núna. Elskar að afgreiða pizzur Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Búðarkona, ég fæ mikla útrás fyrir þeirri hlið af mér þegar ég býð mig fram í afgreiðsluna á pizzastaðnum okkar. Elska það! Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Það er hollt að gráta. En ég fór síðast að gráta í fyrradag því ég var þreytt, ég verð algjör vælukjói ef ég sef illa. Ertu A eða B týpa? Ég er í grunninnn B týpa sem virkar svo sem ekki vel með þrjú börn og vinnu, ástmaður minn er að reyna að kenna mér að vera A týpa um þessar mundir en það gengur misvel. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku, ég reyndi við frönsku en féll þrisvar í 103 áfanganum. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, það er kannski ekki við hæfi í blöðin. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Teleporta mig eftir hentugsemi. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „krææææst“ og hláturs emoji. Draumabíllinn þinn? Mercedes Benz GLC Coupé. Hælar eða strigaskór? Strigaskór fyrir hversdagsleikann en svo elska ég að dressa mig upp í flotta hæla. Fyrsti kossinn? Unglinga fiðrildakoss í rigningunni á tónleikafestivali erlendis. Óttastu eitthvað? Ég óttast endalaust um börnin mín, geri mitt allra besta í að búa til verndarhjúp utanum þá. Hvað ertu að hámhorfa á? House of dragons. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Thong Song, klikkar ekki og hefur aldrei gert. Hin hliðin Ástin og lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Camilla Rut er þrítug, búsett á Seltjarnarnesi með unnusta sínum Valgeiri Gunnlaugssyni pítsabakara og eiganda Pizza 107, og þremur sonum. Hún segir ekkert dýrmætara en að vera í núinu, huga að börnunum og heimilinu ásamt því að blómstra í vinnunni. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Camilla Rut sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Camilla Rut Rúnarsdóttir Aldur? 30 ára, thirty flirty and thriving eins og skáldið sagði. Starf? Verkefnastjóri markaðsmála og stafrænna miðla. Fjölskylduhagir? Trúlofuð pizzabakara með þrjá gríslinga. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Umhyggjusöm, einlæg og hnyttin. Hvað er á döfinni? Er nýbúin að halda upp á þrítugsaldurinn en ég er rosalega mikið að þyggja haustið og rútínuna núna, á döfinni er að gæla við að byrja að gera efni fyrir samfélagsmiðlana mína aftur með öðru móti en ég hef gert áður. Þín mesta gæfa í lífinu? Börnin mín tvö, bónus barnið sem fylgdi ástmanninum mínum og fólkið sem hefur raðast óvænt inn í líf mitt undanfarið. Mér finnst ég svo heppin Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Fertug, í toppmálum að baða mig í blóma baðkari á balí með manninum mínum. Þá verða strákarnir okkar 20, 19 og 15 ára svo þeir geta staðið vaktina á pizzastaðnum okkar á meðan. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Fallhlífastökk. Ertu með einhvern bucket-lista? Já já þar eru mis einfaldir og mis gáfulegir hlutir sem má deila um. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Þetta er ekki svona flókið“ og þetta klassíska með að „þetta reddast alltaf“. Hvað hefur mótað þig mest? Ætli það sé ekki í grunninn þrautagöngurnar og verkefnin sem lífið hefur gefið mér. Að standa sterk í lappirnar með höfuðið hátt eftir það sem á dynur er eitthvað sem hefur mótað mig mikið og gefið mér kraft. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Dansa við góða tónlist, þó það sé ekki nema Macarena með strákunum mínum í eldhúsinu heima. Uppskrift að drauma sunnudegi? Að vakna við kaffibolla uppí rúm og knús frá ástmanninum, þegar ég segi kaffibolla þá meina ég ískaldann og sykurlausann Red bull því ég er bara þannig og skammast mín ekkert fyrir það, en í kjölfarið myndi ég vilja fara í brunch með góðu eggs benedict og rölta um í góðu veðri í miðbænum. Þetta er auðvitað allt tengt því að börnin séu í góðu skapi og njóta með mér. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Svefnherbergið mitt er griðarstaðurinn, annars eldhúsið. Fallegasti staður á landinu? Hellishólar í Fljótshlíð. En í heiminum? Ég á eftir að skoða heiminn meira, svara þér betur seinna. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Gríp mér ískaldann sykurlausan Red Bull á meðan ég smyr nesti fyrir börnin, byrja daginn vel! En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Skrolla TikTok, ekki dæma. Við höfum öll okkar galla! Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Ég reyni eins og ég get að næra mig vel og reglulega, grænt te og hreyfa mig. Ég var ofboðslega öflug í hreyfingunni að lyfta lóðum og stunda skemmtilega tíma en það hefur aðeins setið á hakanum vegna anna undanfarið svo ég er að leita mér að einhverju skemmtilegu til að byrja í núna. Elskar að afgreiða pizzur Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Búðarkona, ég fæ mikla útrás fyrir þeirri hlið af mér þegar ég býð mig fram í afgreiðsluna á pizzastaðnum okkar. Elska það! Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Það er hollt að gráta. En ég fór síðast að gráta í fyrradag því ég var þreytt, ég verð algjör vælukjói ef ég sef illa. Ertu A eða B týpa? Ég er í grunninnn B týpa sem virkar svo sem ekki vel með þrjú börn og vinnu, ástmaður minn er að reyna að kenna mér að vera A týpa um þessar mundir en það gengur misvel. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku, ég reyndi við frönsku en féll þrisvar í 103 áfanganum. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, það er kannski ekki við hæfi í blöðin. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Teleporta mig eftir hentugsemi. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „krææææst“ og hláturs emoji. Draumabíllinn þinn? Mercedes Benz GLC Coupé. Hælar eða strigaskór? Strigaskór fyrir hversdagsleikann en svo elska ég að dressa mig upp í flotta hæla. Fyrsti kossinn? Unglinga fiðrildakoss í rigningunni á tónleikafestivali erlendis. Óttastu eitthvað? Ég óttast endalaust um börnin mín, geri mitt allra besta í að búa til verndarhjúp utanum þá. Hvað ertu að hámhorfa á? House of dragons. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Thong Song, klikkar ekki og hefur aldrei gert.
Hin hliðin Ástin og lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira