„Það spurði þig enginn“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2024 11:03 Pharrell Williams er ekki alveg á sömu línu og Taylor Swift þegar það kemur að því að virða skoðanir sínar á pólitík. Vísir/EPA Tónlistarmanninum Pharrell Williams þykir ekki mikið til þess koma þegar aðrar stjörnur tjá sig um pólitík. Hann segist sjálfur halda sínum skoðunum út af fyrir sig. Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six hefur þetta eftir stjörnunni. Miðillinn setur ummælin í samhengi við opinberan stuðning stórstjörnunnar Taylor Swift við Kamölu Harris í bandarísku forsetakosningunum vestanhafs. Swift birti stuðningsyfirlýsinguna á Instagram degi eftir kappræður þeirra Donalds Trump og Kamölu Harris. „Ég velti mér ekki upp úr pólitík. Það sem meira er að þá fer það í taugarnar á mér stundum þegar ég sé frægt fólk segja þér hvað þú átt að kjósa,“ segir tónlistarmaðurinn meðal annars. Hann vísar aldrei beinum orðum að Swift en erlendir slúðurmiðlar telja ljóst að hann sé meðal annars að tjá sig um hana. „Það eru stjörnur sem ég virði sem hafa skoðun á þessu, en ekki allir. Ég er einn af þeim sem segir bara, ha? Þegiðu. Það spurði þig enginn.“ Sjálfur vill tónlistarmaðurinn ekki gefa upp hvern hann hyggst kjósa þó hann segist efast um að hans atkvæði fari til ysta hægrisins eins og hann kallar það. „Mér er annt um mitt fólk og mér er annt um landið, en mér finnnst eins og það þurfi að bretta upp ermar og mér hefur alltaf þótt mikilvægt að grípa til aðgerða.“ Þrátt fyrir að Taylor Swift sé stærsta stjarnan til þess að styðja forsetaframbjóðanda vestanhafs er hún alls ekki sú eina. Þannig hafa stjörnur á borð við Billie Eilish, Olivia Rodrigo, George Clooney, Barbra Streisand og John Legend meðal annars öll lýst yfir stuðningi við Harris. Á meðan hafa frægðarmenni líkt og Kid Rock, Hulk Hogan og Elon Musk lýst yfir stuðningi við Trump. Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six hefur þetta eftir stjörnunni. Miðillinn setur ummælin í samhengi við opinberan stuðning stórstjörnunnar Taylor Swift við Kamölu Harris í bandarísku forsetakosningunum vestanhafs. Swift birti stuðningsyfirlýsinguna á Instagram degi eftir kappræður þeirra Donalds Trump og Kamölu Harris. „Ég velti mér ekki upp úr pólitík. Það sem meira er að þá fer það í taugarnar á mér stundum þegar ég sé frægt fólk segja þér hvað þú átt að kjósa,“ segir tónlistarmaðurinn meðal annars. Hann vísar aldrei beinum orðum að Swift en erlendir slúðurmiðlar telja ljóst að hann sé meðal annars að tjá sig um hana. „Það eru stjörnur sem ég virði sem hafa skoðun á þessu, en ekki allir. Ég er einn af þeim sem segir bara, ha? Þegiðu. Það spurði þig enginn.“ Sjálfur vill tónlistarmaðurinn ekki gefa upp hvern hann hyggst kjósa þó hann segist efast um að hans atkvæði fari til ysta hægrisins eins og hann kallar það. „Mér er annt um mitt fólk og mér er annt um landið, en mér finnnst eins og það þurfi að bretta upp ermar og mér hefur alltaf þótt mikilvægt að grípa til aðgerða.“ Þrátt fyrir að Taylor Swift sé stærsta stjarnan til þess að styðja forsetaframbjóðanda vestanhafs er hún alls ekki sú eina. Þannig hafa stjörnur á borð við Billie Eilish, Olivia Rodrigo, George Clooney, Barbra Streisand og John Legend meðal annars öll lýst yfir stuðningi við Harris. Á meðan hafa frægðarmenni líkt og Kid Rock, Hulk Hogan og Elon Musk lýst yfir stuðningi við Trump.
Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira