„Barnlausa kattakonan“ lýsir yfir stuðningi við Harris Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2024 07:11 Bandaríska söngkonan Taylor Swift er ein allra vinsælasta söngkona heims. EPA Bandaríska stórstjarnan Taylor Swift hefur lýst yfir stuðningi við Kamölu Harris, varaforseta og frambjóðanda Demókrata, í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara 5. nóvember næstkomandi. Þetta gerði Swift á samfélagsmiðlum skömmu eftir að kappræðum Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, lauk í nótt. Swift skrifaði undir stuðningsyfirlýsinguna, „Barnlausa kattakonan“, þar sem hún vísaði í orð JD Vance, varaforsetaefnis Trump, frá árinu 2021 um að pólitískir andstæðingar hans, þeirra á meðal Harris, væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“ sem væru óánægðar með líf sitt. Með færslunni fylgir svo mynd af Swift þar sem hún heldur á ketti sínum. View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Þetta er í fyrsta sinn sem Swift, sem er ein vinsælasta söngkona heims, tjáir sig opinberlega um yfirstandandi kosningabaráttu vestanhafs. Í færslunni segist hún munu kjósa Harris þar sem „hún berst fyrir réttindum og þeim málum sem ég tel að þurfi stríðskonu til að ná fram“. Þá hrósaði hún sérstaklega leiðtogahæfileikum Harris og segir að Bandaríkin geti náð svo miklu meiri árangri ef leiðtogi þjóðarinnar stjórni af yfirvegun en ekki glundroða. Swift lýsti yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum 2020, en hún tjáði sig fyrst opinberlega um stjórnmálin vestanhafs þegar hún lýsti yfir stuðningi við frambjóðanda Demókrata í kosningum til ríkisstjóra í heimaríki hennar Tennessee árið 2018. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. 11. september 2024 04:13 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Þetta gerði Swift á samfélagsmiðlum skömmu eftir að kappræðum Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, lauk í nótt. Swift skrifaði undir stuðningsyfirlýsinguna, „Barnlausa kattakonan“, þar sem hún vísaði í orð JD Vance, varaforsetaefnis Trump, frá árinu 2021 um að pólitískir andstæðingar hans, þeirra á meðal Harris, væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“ sem væru óánægðar með líf sitt. Með færslunni fylgir svo mynd af Swift þar sem hún heldur á ketti sínum. View this post on Instagram A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) Þetta er í fyrsta sinn sem Swift, sem er ein vinsælasta söngkona heims, tjáir sig opinberlega um yfirstandandi kosningabaráttu vestanhafs. Í færslunni segist hún munu kjósa Harris þar sem „hún berst fyrir réttindum og þeim málum sem ég tel að þurfi stríðskonu til að ná fram“. Þá hrósaði hún sérstaklega leiðtogahæfileikum Harris og segir að Bandaríkin geti náð svo miklu meiri árangri ef leiðtogi þjóðarinnar stjórni af yfirvegun en ekki glundroða. Swift lýsti yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum 2020, en hún tjáði sig fyrst opinberlega um stjórnmálin vestanhafs þegar hún lýsti yfir stuðningi við frambjóðanda Demókrata í kosningum til ríkisstjóra í heimaríki hennar Tennessee árið 2018.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. 11. september 2024 04:13 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40
Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist. 11. september 2024 04:13