Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. september 2024 23:03 Dómssalur héraðsdóms Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið sýknuð af ákæru um ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginmanni sínum. Litið var til hæðarmunar þeirra tveggja við aðalmeðferð og ekki talið hafið yfir allan vafa að hún hafi valdið þeim áverkum sem á honum voru. Konan var ákærð fyrir líkamsáras eftir að maðurinn lagði fram kæru vegna atviks sem átti sér stað við heimili hennar þann 15. desember 2022. Í dómi héraðsdóms Reykjaness er málavöxtum lýst þannig að maðurinn hafi óskað eftir aðstoð lögreglu að heimili hennar, tekið á mótið lögreglu og lýst aðstæðum. Að hans sögn hafi þau rifist og hún kýlt hann í andlitið nokkrum sinnum. Við skoðun á Landspítala hafi mátt sjá eymsli og væga bólgu á vinstri kjálaka og tognun og lítið mar á neðri vör. Í dómnum kemur fram að saman eigi þau tvær dætur. Við skýrslutöku lýsti konan því að hún hafi heyrt þrusk niðri í kjallara íbúðar hennar og áttað sig á því að þar væri fyrrverandi hennar á ferð að skila hjóli dótturinnar. Hún hafi spurt út í matarmiða fyrir dóttur þeirra, stúlkan hafi sagt henni að hann hafi ekki keypt matarmiða í skólanum fyrir stúlkuna. Hún hafi kallað hann ljótum nöfnum og kvaðst hafa stuggað við honum, ýtt í andlit hans með flötum lófa líklega tvisvar sinnum. Hún sagðist hafa margsinnis beðið hann að fara en hann ekki orðið við því. Það sé hins vegar útilokað að við það hafi brotaþoli fengið áverka, en hún hafi ekki séð áverka á honum. Maðurinn væri sömuleiðis mun stærri en hún og hann hafi oft misst stjórn á sér gagnvart henni. Maðurinn kvaðst hafa orðið fyrir höggum og það hafi verið erfitt að víkja sér undan þar sem hann hafi staðið upp við vegg. Sambýlismaður konunnar bar vitni og sagðist hafa komið að þeim þar sem maðurinn hafi staðið ógnandi yfir henni og sakað hana um að eyða meðlagi, sem hann greiddi, í sjálfa sig. Hann hafi verið með algera yfirburði yfir ákærðu. Lögreglumaður sem bar vitni sagði manninn hafa verið með roða á kinn þegar hann kom á vettvang. Í niðurstöðu dómsins er bent á það að við aðalmeðferð hafi sést að mikill hæðarmunur væri á hjónunum fyrrverandi. Líkur standi til þess að maðurinn hafi töluverða líkamlega yfirburði og því ósennilegt að hún hafi getað slegið manninn þrisvar til fimm sinnum í andlitið án þess að hann kæmi vörnum við. Litið var til þess að áverkarnir hafi verið minniháttar í læknisfræðilegum skilningi og ekki hægt að útiloka að áverkar hafi hlotist af öðru. Ákæruvaldið hafi því ekki axlað sönnunarbyrði sína og fært fram fullnægjandi sönnun fyrir sekt konunnar. Konan var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Konan var ákærð fyrir líkamsáras eftir að maðurinn lagði fram kæru vegna atviks sem átti sér stað við heimili hennar þann 15. desember 2022. Í dómi héraðsdóms Reykjaness er málavöxtum lýst þannig að maðurinn hafi óskað eftir aðstoð lögreglu að heimili hennar, tekið á mótið lögreglu og lýst aðstæðum. Að hans sögn hafi þau rifist og hún kýlt hann í andlitið nokkrum sinnum. Við skoðun á Landspítala hafi mátt sjá eymsli og væga bólgu á vinstri kjálaka og tognun og lítið mar á neðri vör. Í dómnum kemur fram að saman eigi þau tvær dætur. Við skýrslutöku lýsti konan því að hún hafi heyrt þrusk niðri í kjallara íbúðar hennar og áttað sig á því að þar væri fyrrverandi hennar á ferð að skila hjóli dótturinnar. Hún hafi spurt út í matarmiða fyrir dóttur þeirra, stúlkan hafi sagt henni að hann hafi ekki keypt matarmiða í skólanum fyrir stúlkuna. Hún hafi kallað hann ljótum nöfnum og kvaðst hafa stuggað við honum, ýtt í andlit hans með flötum lófa líklega tvisvar sinnum. Hún sagðist hafa margsinnis beðið hann að fara en hann ekki orðið við því. Það sé hins vegar útilokað að við það hafi brotaþoli fengið áverka, en hún hafi ekki séð áverka á honum. Maðurinn væri sömuleiðis mun stærri en hún og hann hafi oft misst stjórn á sér gagnvart henni. Maðurinn kvaðst hafa orðið fyrir höggum og það hafi verið erfitt að víkja sér undan þar sem hann hafi staðið upp við vegg. Sambýlismaður konunnar bar vitni og sagðist hafa komið að þeim þar sem maðurinn hafi staðið ógnandi yfir henni og sakað hana um að eyða meðlagi, sem hann greiddi, í sjálfa sig. Hann hafi verið með algera yfirburði yfir ákærðu. Lögreglumaður sem bar vitni sagði manninn hafa verið með roða á kinn þegar hann kom á vettvang. Í niðurstöðu dómsins er bent á það að við aðalmeðferð hafi sést að mikill hæðarmunur væri á hjónunum fyrrverandi. Líkur standi til þess að maðurinn hafi töluverða líkamlega yfirburði og því ósennilegt að hún hafi getað slegið manninn þrisvar til fimm sinnum í andlitið án þess að hann kæmi vörnum við. Litið var til þess að áverkarnir hafi verið minniháttar í læknisfræðilegum skilningi og ekki hægt að útiloka að áverkar hafi hlotist af öðru. Ákæruvaldið hafi því ekki axlað sönnunarbyrði sína og fært fram fullnægjandi sönnun fyrir sekt konunnar. Konan var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.
Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira