Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Jón Þór Stefánsson skrifar 16. september 2024 17:13 Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Vísir/Arnar Landspítalinn telur aðgerðir lögreglu á spítalanum varpa ljósi á mikilvægi þess að skýra hvaða heimildir stjórnvöld hafi til að fara inn á sjúkrastofnanir og sækja þangað veika einstaklinga til brottflutnings úr landi. Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. „Vegna fréttaflutnings af málefnum fjölskyldu sem stóð til að vísa af landi brott telur Landspítali mikilvægt að árétta nokkur atriði sem snúa að stofnuninni. Landspítali er sjúkrahús, stofnun sem tekur við veikum einstaklingum til líknar og lækninga,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að spítalinn taki hlutverk sitt alvarlega enda sé þjónusta hans mikilvægt hagsmunamál fyrir allan almenning. „Starfsfólk Landspítala veitir öllum þjónustu sem þangað leita, hvort sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki og leggur sig fram um að mismuna sjúklingum aldrei.“ Líkt og áður segir telur spítalinn aðgerðirnar sem beindust að Yazan benda á að skýra þurfi heimildir stjórnvalda betur þegar komi að því að sækja einstaklinga sem eigi að brottvísa. „Afstaða spítalans er að þær heimildir séu ekki hafnar yfir allan vafa en slíkt verður að teljast nauðsynlegt í svo afdrifaríkum aðgerðum.“ Einnig er bent á í tilkynningu spítalans að hugað sé að því að lögregluaðgerðir inni á sjúkrastofnunum hafi „afar truflandi“ áhrif á viðkvæma starfsemi. Mál Yazans Landspítalinn Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. „Vegna fréttaflutnings af málefnum fjölskyldu sem stóð til að vísa af landi brott telur Landspítali mikilvægt að árétta nokkur atriði sem snúa að stofnuninni. Landspítali er sjúkrahús, stofnun sem tekur við veikum einstaklingum til líknar og lækninga,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þar segir að spítalinn taki hlutverk sitt alvarlega enda sé þjónusta hans mikilvægt hagsmunamál fyrir allan almenning. „Starfsfólk Landspítala veitir öllum þjónustu sem þangað leita, hvort sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki og leggur sig fram um að mismuna sjúklingum aldrei.“ Líkt og áður segir telur spítalinn aðgerðirnar sem beindust að Yazan benda á að skýra þurfi heimildir stjórnvalda betur þegar komi að því að sækja einstaklinga sem eigi að brottvísa. „Afstaða spítalans er að þær heimildir séu ekki hafnar yfir allan vafa en slíkt verður að teljast nauðsynlegt í svo afdrifaríkum aðgerðum.“ Einnig er bent á í tilkynningu spítalans að hugað sé að því að lögregluaðgerðir inni á sjúkrastofnunum hafi „afar truflandi“ áhrif á viðkvæma starfsemi.
Mál Yazans Landspítalinn Heilbrigðismál Lögreglan Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira