Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2024 08:52 Stéttarfélagið Efling stóð á fimmtudag fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. „Það er leitt að Elvar skuli kjósa að senda fjölmiðlum rekstrar-áfallasögu sína, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að grafa undan trúverðugleika þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá ömurlegri framkomu hans, frekar en að sjá sóma sinn í að greiða fólki launin sem hann hefur haft af þeim,“ segir Sólveig Anna í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær. Efling efndi til mótmæla á fimmtudag við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Elvar sendi svo í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði félag sitt hafa átt í erfiðleikum með að greiða út laun og að samanlagt standi skuldir félagsins vegna þess í tveimur milljónum. Það samsvari um tveimur prósentum af öllum launagreiðslum á þessu ári. Sjá einnig: Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Í færslu Sólveigar Önnu kemur fram að auk þessara innheimtumála séu önnur mál í vinnslu á skrifstofu Eflingar er varða Elvar. Þá er bent á að vegna þess að hann hafi ekki skráð niður vinnutíma, gert ráðningarsamninga eða afhent fólki launaseðla sé afar erfitt fyrir fólk að afla gagna til að gera kröfu eða senda mál sitt til lögmanns. „En ljóst er að þær upphæðir sem að Elvar hefur svikið starfsfólk um eru háar, og að svikin hafa haft mikil og þungbær áhrif á líf þeirra sem fyrir þeim hafa orðið,“ segir Sólveig Anna í færslu sinni. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11 „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Það er leitt að Elvar skuli kjósa að senda fjölmiðlum rekstrar-áfallasögu sína, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að grafa undan trúverðugleika þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá ömurlegri framkomu hans, frekar en að sjá sóma sinn í að greiða fólki launin sem hann hefur haft af þeim,“ segir Sólveig Anna í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær. Efling efndi til mótmæla á fimmtudag við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Elvar sendi svo í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði félag sitt hafa átt í erfiðleikum með að greiða út laun og að samanlagt standi skuldir félagsins vegna þess í tveimur milljónum. Það samsvari um tveimur prósentum af öllum launagreiðslum á þessu ári. Sjá einnig: Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Í færslu Sólveigar Önnu kemur fram að auk þessara innheimtumála séu önnur mál í vinnslu á skrifstofu Eflingar er varða Elvar. Þá er bent á að vegna þess að hann hafi ekki skráð niður vinnutíma, gert ráðningarsamninga eða afhent fólki launaseðla sé afar erfitt fyrir fólk að afla gagna til að gera kröfu eða senda mál sitt til lögmanns. „En ljóst er að þær upphæðir sem að Elvar hefur svikið starfsfólk um eru háar, og að svikin hafa haft mikil og þungbær áhrif á líf þeirra sem fyrir þeim hafa orðið,“ segir Sólveig Anna í færslu sinni.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11 „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11
„Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44