Ísland mun taka þátt í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2024 15:18 Hera Björk var fulltrúi Íslands í síðustu Eurovision keppni. Vísir/Hulda Margrét Ísland mun taka þátt í Eurovision á næsta ári. Þetta kemur fram í svörum frá Ríkisútvarpinu til fréttastofu. Áður hafði ákvörðun um þátttöku í keppninni verið frestað. Fram kemur að fyrirkomulag á vali á framlagi Íslands verði kynnt síðar. „Ákvörðunin um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um er að ræða viðburð sem hefur mikið gildi í íslensku samfélagi, er uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt,“ að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu til Vísis. „Keppnin hefur mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf. Eurovision og Söngvakeppnin hafa getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks. Áhorf á úrslitakvöld Eurovision mældist 60% í ár þótt Ísland væri fallið úr keppni. Einungis stærstu íþróttaviðburðir og Áramótaskaupið komast nálægt þessu áhorfi.“ Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí á næsta ári í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Samtökin farið í umfangsmikla vinnu Í tilkynningu frá RÚV segir að Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi ákveðið að fara í umfangsmikla vinnu til þess að bregðast við gagnrýni í tengslum við keppnina í ár og ýmsar skipulagsbreytingar eru í umræðunni sem eiga meðal annars að leggja áherslu á að vernda ópólitíska ásýnd keppninnar, skapa fjölskylduvænan viðburð og styrkja stoðir Eurovision til framtíðar. „Nú eru níu vinnuhópar að störfum og stefnt er að því að þeir skili niðurstöðum úr vinnunni á næstu mánuðum. Ríkisútvarpið hefur komið sínum athugasemdum að í þeirri úttekt þar sem m.a. var greint frá afar neikvæðri umræðu hér á landi fyrir síðustu keppni. Nú þegar hafa nánast allar þjóðir tilkynnt þátttöku í Sviss á næsta ári.“ Ekki enn ákveðið hvernig framlagið verður valið Þá segir í tilkynningunni að það hafi enn ekki verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 verði valið. Síðustu ár hafi sigurvegari Söngvakeppninnar haldið utan fyrir Íslands hönd í keppninni. Segir þar að ákvörðun um fyrirkomulagið verði tekin á næstu vikum. Einungis í örfá skipti hefur Söngvakeppnin ekki verið haldin síðan Ísland hóf þátttöku í Eurovision árið 1986, eða í sex skipti talsins. Síðast árið 2021 þegar Daði og gagnamagnið var valið til þátttöku eftir að Eurovision árið 2020 var aflýst vegna heimsfaraldurs. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Sjá meira
„Ákvörðunin um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um er að ræða viðburð sem hefur mikið gildi í íslensku samfélagi, er uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt,“ að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu til Vísis. „Keppnin hefur mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf. Eurovision og Söngvakeppnin hafa getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks. Áhorf á úrslitakvöld Eurovision mældist 60% í ár þótt Ísland væri fallið úr keppni. Einungis stærstu íþróttaviðburðir og Áramótaskaupið komast nálægt þessu áhorfi.“ Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí á næsta ári í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Samtökin farið í umfangsmikla vinnu Í tilkynningu frá RÚV segir að Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi ákveðið að fara í umfangsmikla vinnu til þess að bregðast við gagnrýni í tengslum við keppnina í ár og ýmsar skipulagsbreytingar eru í umræðunni sem eiga meðal annars að leggja áherslu á að vernda ópólitíska ásýnd keppninnar, skapa fjölskylduvænan viðburð og styrkja stoðir Eurovision til framtíðar. „Nú eru níu vinnuhópar að störfum og stefnt er að því að þeir skili niðurstöðum úr vinnunni á næstu mánuðum. Ríkisútvarpið hefur komið sínum athugasemdum að í þeirri úttekt þar sem m.a. var greint frá afar neikvæðri umræðu hér á landi fyrir síðustu keppni. Nú þegar hafa nánast allar þjóðir tilkynnt þátttöku í Sviss á næsta ári.“ Ekki enn ákveðið hvernig framlagið verður valið Þá segir í tilkynningunni að það hafi enn ekki verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 verði valið. Síðustu ár hafi sigurvegari Söngvakeppninnar haldið utan fyrir Íslands hönd í keppninni. Segir þar að ákvörðun um fyrirkomulagið verði tekin á næstu vikum. Einungis í örfá skipti hefur Söngvakeppnin ekki verið haldin síðan Ísland hóf þátttöku í Eurovision árið 1986, eða í sex skipti talsins. Síðast árið 2021 þegar Daði og gagnamagnið var valið til þátttöku eftir að Eurovision árið 2020 var aflýst vegna heimsfaraldurs.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning