Löng bið barna eftir geðheilbrigðisþjónustu ekki ásættanleg Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2024 13:44 Íris Dögg Harðardóttir er framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Aðsend Eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu barna innan heilsugæslunnar er langt umfram framboð. Starfsfólki hefur verið fjölgað og auknar fjárveitingar til málaflokksins en það ekki haldið í við þróun. Í ágúst 2024 biðu 2.020 börn eftir þjónustu hjá Geðheilsumiðstöð barna samanborið við 738 í desember 2021. Tilvísanir hafa sömuleiðis tvöfaldast á tveimur árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fjallað var um bið barna eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslunni í samantekt embættis umboðsmanns barna í gær. „Við höfum unnið að því hörðum höndum undanfarin ár að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn. Starfsfólki hefur fjölgað mikið og heilbrigðisyfirvöld aukið fjárveitingar til málaflokksins. Því miður hefur uppbyggingin ekki náð að halda í við gríðarmikla aukningu í eftirspurn eftir þjónustunni, þrátt fyrir aukin afköst með fjölgun starfsmanna og breytingu á verkferlum og vinnulagi,“ segir Íris Dögg Harðardóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í tilkynningu. Fram kom í samantekt umboðsmanns að árið 2021 hafi borist um 61 tilvísun á mánuði til miðstöðvarinnar en að þær hafi verið orðnar 134 tveimur árum seinna. Samkvæmt tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem rekur miðstöðina, eru vísbendingar um að þær séu enn fleiri í ár. Þar kemur einnig fram að á síðustu 12 mánuðum hafi verið tekin inn 73 ný mál á mánuði að meðaltali hjá miðstöðinni, um helmingi færri en tilvísanir. Meiri vanlíðan barna Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ýmsar skýringar á því hvers vegna svo mikil aukning er á tilvísunum til miðstöðvarinnar. Það hafi orðið vitundarvakning í samfélaginu um geðheilsu, auk þess sem foreldrar og starfsfólk skóla séu meðvitaðri um frávik í þroska og líðan barna. Þá hafi á sama tíma vanlíðan barna aukist vegna aukinna áhrifa samfélagsmiðla og skjánotkunar auk þess sem heimsfaraldur Covid-19 hafði áhrif á líðan barna og ungmenna. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga að 18 ára aldri. Hún heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en starfar á landsvísu. „Það er ekki ásættanlegt að börn bíði jafn lengi og raunin er eftir geðheilbrigðisþjónustu. Við erum sífellt að leita leiða til að stytta biðtíma eftir þjónustu og auka samvinnu milli þjónustustiga,“ segir Íris Dögg. Í tilkynningu kemur jafnframt fram að starfsfólki miðstöðvarinnar hafi fjölgað úr 34 stöðugildum í september 2022 í 47 stöðugildi í dag. Færri bíða eftir sálfræðingi Í umfjöllum umboðsmanna var einnig fjallað um bið barna eftir viðtali hjá sálfræðingum en þar hefur gengið að stytta biðlista. Í tilkynningu kemur fram að sálfræðingar eru nú starfandi á flestum heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Alls biðu 209 börn eftir þjónustu sálfræðinga á heilsugæslustöðvum í ágúst síðastliðnum. „Mikill árangur hefur náðst í að stytta biðina á undanförnum árum, en rúmlega 600 börn biðu eftir þessari þjónustu í ágúst 2022. Áfram verður unnið að því að auka þjónustuna og stytta biðina,“ segir í tilkynningu. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. 9. september 2024 13:30 Mest lesið Starfsfólk farið að þjást af „laxaastma“ Erlent Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Erlent Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Innlent Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Innlent Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Erlent Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Erlent Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Innlent Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Innlent Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Risaþota flýgur í lágflugi yfir Reykjavík Áfram á bak við lás og slá vegna andláts hjónanna Umferðarljósin rafmagnslaus vegna rafmagnstruflana hjá Norðuráli Þóra Jóhanna nýr yfirdýralæknir Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Vaxtalækkun, nýr kjarasamningur og lokað á sjúkraskrár Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Kona tveggja flokka í Samtalinu Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Minna Íslendinga búsetta erlendis og vilja kjósa á að skrá sig Í hendur Willums að fjármagna frjóvgun í stað ófrjósemisaðgerða Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Bíll fullur af börnum, líkamsárás og umferðaróhöpp Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Bifreið í ljósum logum við Stuðlaháls Nú beinast öll spjót að bönkunum Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Mikil umferð vegna áreksturs í Kópavogi Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú „Þetta verður góð saga þegar hún verður sögð“ Lækkaðir stýrivextir og óánægja með afnám kynjaskiptingar Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum „Það vill enginn vera eins og Steingrímur J.“ Metóánægja með ríkisstjórnina en enn færri ánægðir með stjórnarandstöðuna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fjallað var um bið barna eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslunni í samantekt embættis umboðsmanns barna í gær. „Við höfum unnið að því hörðum höndum undanfarin ár að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn. Starfsfólki hefur fjölgað mikið og heilbrigðisyfirvöld aukið fjárveitingar til málaflokksins. Því miður hefur uppbyggingin ekki náð að halda í við gríðarmikla aukningu í eftirspurn eftir þjónustunni, þrátt fyrir aukin afköst með fjölgun starfsmanna og breytingu á verkferlum og vinnulagi,“ segir Íris Dögg Harðardóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í tilkynningu. Fram kom í samantekt umboðsmanns að árið 2021 hafi borist um 61 tilvísun á mánuði til miðstöðvarinnar en að þær hafi verið orðnar 134 tveimur árum seinna. Samkvæmt tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem rekur miðstöðina, eru vísbendingar um að þær séu enn fleiri í ár. Þar kemur einnig fram að á síðustu 12 mánuðum hafi verið tekin inn 73 ný mál á mánuði að meðaltali hjá miðstöðinni, um helmingi færri en tilvísanir. Meiri vanlíðan barna Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ýmsar skýringar á því hvers vegna svo mikil aukning er á tilvísunum til miðstöðvarinnar. Það hafi orðið vitundarvakning í samfélaginu um geðheilsu, auk þess sem foreldrar og starfsfólk skóla séu meðvitaðri um frávik í þroska og líðan barna. Þá hafi á sama tíma vanlíðan barna aukist vegna aukinna áhrifa samfélagsmiðla og skjánotkunar auk þess sem heimsfaraldur Covid-19 hafði áhrif á líðan barna og ungmenna. Geðheilsumiðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga að 18 ára aldri. Hún heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en starfar á landsvísu. „Það er ekki ásættanlegt að börn bíði jafn lengi og raunin er eftir geðheilbrigðisþjónustu. Við erum sífellt að leita leiða til að stytta biðtíma eftir þjónustu og auka samvinnu milli þjónustustiga,“ segir Íris Dögg. Í tilkynningu kemur jafnframt fram að starfsfólki miðstöðvarinnar hafi fjölgað úr 34 stöðugildum í september 2022 í 47 stöðugildi í dag. Færri bíða eftir sálfræðingi Í umfjöllum umboðsmanna var einnig fjallað um bið barna eftir viðtali hjá sálfræðingum en þar hefur gengið að stytta biðlista. Í tilkynningu kemur fram að sálfræðingar eru nú starfandi á flestum heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Alls biðu 209 börn eftir þjónustu sálfræðinga á heilsugæslustöðvum í ágúst síðastliðnum. „Mikill árangur hefur náðst í að stytta biðina á undanförnum árum, en rúmlega 600 börn biðu eftir þessari þjónustu í ágúst 2022. Áfram verður unnið að því að auka þjónustuna og stytta biðina,“ segir í tilkynningu.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Börn og uppeldi Réttindi barna Tengdar fréttir Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. 9. september 2024 13:30 Mest lesið Starfsfólk farið að þjást af „laxaastma“ Erlent Tekur einarða afstöðu með þungunarrofi og sjálfræði kvenna Erlent Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Innlent Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Innlent Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu Erlent Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Erlent Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Innlent Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Innlent Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Risaþota flýgur í lágflugi yfir Reykjavík Áfram á bak við lás og slá vegna andláts hjónanna Umferðarljósin rafmagnslaus vegna rafmagnstruflana hjá Norðuráli Þóra Jóhanna nýr yfirdýralæknir Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Vaxtalækkun, nýr kjarasamningur og lokað á sjúkraskrár Rafmagnsleysi sums staðar fram á kvöld Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Veikindi flugstjóra settu óvænt strik í flugáætlun Atlanta-þotu Kona tveggja flokka í Samtalinu Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Minna Íslendinga búsetta erlendis og vilja kjósa á að skrá sig Í hendur Willums að fjármagna frjóvgun í stað ófrjósemisaðgerða Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Bíll fullur af börnum, líkamsárás og umferðaróhöpp Samið í nótt: Stjórnvöld heita lausnum á mönnunarvandanum Bifreið í ljósum logum við Stuðlaháls Nú beinast öll spjót að bönkunum Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Mikil umferð vegna áreksturs í Kópavogi Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú „Þetta verður góð saga þegar hún verður sögð“ Lækkaðir stýrivextir og óánægja með afnám kynjaskiptingar Blikkaði í rafmagnslausum Vaðlaheiðargöngum „Það vill enginn vera eins og Steingrímur J.“ Metóánægja með ríkisstjórnina en enn færri ánægðir með stjórnarandstöðuna Sjá meira
Þörf á úrræðum fyrir hátt í hundrað og þrjátíu börn Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa óskað eftir fundi með ráðherrum og kallað er eftir því að skýrsla sem hefur legið ofan í skúffu í rúmt ár verði tekin upp. Samkvæmt henni er þörf á úrræðum fyrir um eitt hundrað og þrjátíu börn með fjölþættan vanda eða miklar þroska- eða geðraskanir. 9. september 2024 13:30
Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent
Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Innlent