Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2024 10:09 Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag, 13. september. Anna Björt hvetur fólk til að kveikja á kerti samdægurs til að minnast hennar. Aðsend og Vísir/Getty Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. „Ég fékk þessa hugmynd og fann að mig langaði að koma henni út. Ég er venjuleg móðir og þessi atburður sló mig, eins og aðra. Mér finnst þetta vera falleg leið. Með kærleikann að vopni,“ segir Anna Björt og að hún upplifi mikinn vanmátt og gríðarlega sorg. „Þess vegna vildi ég gera eitthvað til þess að hjálpa þótt ég viti að ekkert í heiminum mun bæta þá sorg sem fjölskylda og nánustu aðstandendur þessarar ungu stúlku standa frammi fyrir.“ Anna Björt vonast til þess að fólk taki vel í framtakið og að þetta geti verið leið fyrir fólk til að finna farveg fyrir tilfinningar sínar.Aðsend Hún segir að með framtakinu vilji hún aðstoða fólk við að finna tilfinningum sínum farveg og vekja samfélagið til umhugsunar um hvernig sé hægt að lágmarka hættu á að slíkur atburður endurtaki sig. Fólk leyfi kertinu að loga á útfarardaginn Anna Björt vill taka fram að hún hefur engin tengsl við fjölskyldu Bryndísar Klöru en fékk hugmyndina vegna þessa sorglega atburðar á Menningarnótt og að hennar mati þeirrar alvarlegu stöðu sem samfélagið stendur frammi fyrir vegna algengi hnífaburðar og auknu ofbeldi meðal ungs fólks. Hún hefur ráðfært sig við prest fjölskyldunnar til að upplýsa um framtakið. „Ég vona að við bregðumst öll vel við þessu framtaki með kaupum á kerti og leyfum því að loga fyrir Bryndísi Klöru úti á stétt heima hjá okkur eftir sólsetur á sjálfan jarðarfarardaginn. Ég held að þjóðfélagið okkar þurfi einhver verkfæri til þess að votta samúð sína og sýna samstöðu gegn þessari þróun ofbeldis og mér finnst þetta falleg leið til þess,“ segir Anna Björt sem tekur jafnframt fram að hún eigi engra hagsmuna að gæta. Kertin verða til sölu í Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup og Kjörbúðinni. Anna Björt segir fólk að sjálfsögðu einnig geta kveikt á sínu eigin kerti og leggja sjóðnum lið með öðrum hætti. Tilgangur sjóðsins er að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Hægt er að millifæra beint inn á reikning minningarsjóðsins, 0515-14-171717, kennitala 430924-0600. Reykjavík Verslun Þjóðkirkjan Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09 Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Ég fékk þessa hugmynd og fann að mig langaði að koma henni út. Ég er venjuleg móðir og þessi atburður sló mig, eins og aðra. Mér finnst þetta vera falleg leið. Með kærleikann að vopni,“ segir Anna Björt og að hún upplifi mikinn vanmátt og gríðarlega sorg. „Þess vegna vildi ég gera eitthvað til þess að hjálpa þótt ég viti að ekkert í heiminum mun bæta þá sorg sem fjölskylda og nánustu aðstandendur þessarar ungu stúlku standa frammi fyrir.“ Anna Björt vonast til þess að fólk taki vel í framtakið og að þetta geti verið leið fyrir fólk til að finna farveg fyrir tilfinningar sínar.Aðsend Hún segir að með framtakinu vilji hún aðstoða fólk við að finna tilfinningum sínum farveg og vekja samfélagið til umhugsunar um hvernig sé hægt að lágmarka hættu á að slíkur atburður endurtaki sig. Fólk leyfi kertinu að loga á útfarardaginn Anna Björt vill taka fram að hún hefur engin tengsl við fjölskyldu Bryndísar Klöru en fékk hugmyndina vegna þessa sorglega atburðar á Menningarnótt og að hennar mati þeirrar alvarlegu stöðu sem samfélagið stendur frammi fyrir vegna algengi hnífaburðar og auknu ofbeldi meðal ungs fólks. Hún hefur ráðfært sig við prest fjölskyldunnar til að upplýsa um framtakið. „Ég vona að við bregðumst öll vel við þessu framtaki með kaupum á kerti og leyfum því að loga fyrir Bryndísi Klöru úti á stétt heima hjá okkur eftir sólsetur á sjálfan jarðarfarardaginn. Ég held að þjóðfélagið okkar þurfi einhver verkfæri til þess að votta samúð sína og sýna samstöðu gegn þessari þróun ofbeldis og mér finnst þetta falleg leið til þess,“ segir Anna Björt sem tekur jafnframt fram að hún eigi engra hagsmuna að gæta. Kertin verða til sölu í Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup og Kjörbúðinni. Anna Björt segir fólk að sjálfsögðu einnig geta kveikt á sínu eigin kerti og leggja sjóðnum lið með öðrum hætti. Tilgangur sjóðsins er að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Hægt er að millifæra beint inn á reikning minningarsjóðsins, 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.
Reykjavík Verslun Þjóðkirkjan Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09 Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09
Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45