Ronaldo af bekknum og til bjargar Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 20:43 Cristiano Ronaldo fagnaði sigurmarkinu í kvöld að hætti hússins. Getty/Craig Williamson Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo var hetja Portúgals í kvöld þegar liðið vann nauman 2-1 sigur gegn Skotlandi í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Ronaldo hóf leikinn á varamannabekk Portúgals, í fyrsta sinn síðan á HM 2022 í Katar ef horft er til mótsleikja. Scott McTominay kom Skotum yfir með góðum skalla í fyrri hálfleik, og hefur þar með skorað tíu mörk í síðustu þrettán mótsleikjum fyrir Skotland. Ronaldo og Rúben Neves komu inn á í upphafi seinni hálfleiks, í stað Pedro Neto og Joao Palhinha. Portúgal jafnaði svo á 54. mínútu þegar Bruno Fernandes skoraði með viðstöðulausu skoti af vítateigsboganum en markvörðurinn Angus Gunn virtist eiga að geta gert betur. Heimamenn þurftu hins vegar að bíða lengi eftir sigurmarkinu. Átti tvær tilraunir í stöngina fyrir markið Joao Felix fékk dauðafæri til að koma Portúgal yfir á 78. mínútu, eftir frábæra hælsendingu frá Ronaldo, en Gunn náði að verja skotið frá honum. Ronaldo var svo í tvígang afar nálægt því að koma Portúgal yfir þegar hann átti skot í stöng úr þröngu færi, og svo skalla í stöng og út eftir fyrirgjöf frá Fernandes. Sigurmarkið kom þó á endanum, og það frá Ronaldo, á 88. mínútu. Hans 901. mark á ferlinum, af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri, við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Modric með mark beint úr aukaspyrnu Portúgal hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína í 1. riðli A-deildar, því liðið vann Króatíu 2-1 í fyrsta leik þar sem Ronaldo skoraði sitt 900. mark á ferlinum. Króatar unnu Pólverja 1-0 í sama riðli í kvöld, þar sem Luka Modric gerði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 52. mínútu. Tíu Spánverjar unnu í Sviss Evrópu- og Þjóðadeildarmeistarar Spánar unnu svo magnaðan 4-1 sigur gegn Sviss í riðli 4, þrátt fyrir að missa Robin Le Normand af velli með rautt spjald eftir aðeins 20 mínútna leik. Þá var staðan reyndar þegar orðin 2-0 en Sviss minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Það kom ekki að sök og Fabián Ruiz kom Spáni í 3-1 með sínu öðru marki á 77. mínútu, áður en Ferran Torres innsiglaði sigurinn. Joselu hafði skorað fyrsta mark Spánar en Zeki Amdouni gerði mark Sviss. Spánn er því með fjögur stig en Danmörk á toppi riðilsins með sex stig. Serbía er með eitt og Sviss enn án stiga, eftir tvær umferðir af sex. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Ronaldo hóf leikinn á varamannabekk Portúgals, í fyrsta sinn síðan á HM 2022 í Katar ef horft er til mótsleikja. Scott McTominay kom Skotum yfir með góðum skalla í fyrri hálfleik, og hefur þar með skorað tíu mörk í síðustu þrettán mótsleikjum fyrir Skotland. Ronaldo og Rúben Neves komu inn á í upphafi seinni hálfleiks, í stað Pedro Neto og Joao Palhinha. Portúgal jafnaði svo á 54. mínútu þegar Bruno Fernandes skoraði með viðstöðulausu skoti af vítateigsboganum en markvörðurinn Angus Gunn virtist eiga að geta gert betur. Heimamenn þurftu hins vegar að bíða lengi eftir sigurmarkinu. Átti tvær tilraunir í stöngina fyrir markið Joao Felix fékk dauðafæri til að koma Portúgal yfir á 78. mínútu, eftir frábæra hælsendingu frá Ronaldo, en Gunn náði að verja skotið frá honum. Ronaldo var svo í tvígang afar nálægt því að koma Portúgal yfir þegar hann átti skot í stöng úr þröngu færi, og svo skalla í stöng og út eftir fyrirgjöf frá Fernandes. Sigurmarkið kom þó á endanum, og það frá Ronaldo, á 88. mínútu. Hans 901. mark á ferlinum, af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri, við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Modric með mark beint úr aukaspyrnu Portúgal hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína í 1. riðli A-deildar, því liðið vann Króatíu 2-1 í fyrsta leik þar sem Ronaldo skoraði sitt 900. mark á ferlinum. Króatar unnu Pólverja 1-0 í sama riðli í kvöld, þar sem Luka Modric gerði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 52. mínútu. Tíu Spánverjar unnu í Sviss Evrópu- og Þjóðadeildarmeistarar Spánar unnu svo magnaðan 4-1 sigur gegn Sviss í riðli 4, þrátt fyrir að missa Robin Le Normand af velli með rautt spjald eftir aðeins 20 mínútna leik. Þá var staðan reyndar þegar orðin 2-0 en Sviss minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Það kom ekki að sök og Fabián Ruiz kom Spáni í 3-1 með sínu öðru marki á 77. mínútu, áður en Ferran Torres innsiglaði sigurinn. Joselu hafði skorað fyrsta mark Spánar en Zeki Amdouni gerði mark Sviss. Spánn er því með fjögur stig en Danmörk á toppi riðilsins með sex stig. Serbía er með eitt og Sviss enn án stiga, eftir tvær umferðir af sex.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira