Munurinn nemur þriggja ára skólagöngu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. september 2024 06:45 Hlöðver segir leikskólagönguna lykilatriði til að þróa tungumálakunnáttu. Vísir/Vilhelm og aðsend Mikill munur er á leikskólagöngu barna foreldra sem fæddust á Íslandi og barna innflytjenda. Börn innflytjenda sem sækja leikskóla eru hlutfallslega talsvert færri en börn innfæddra og ganga gjarnan seinna í leikskóla. Þessi þróun ýti undir mismunun í skólakerfinu og á vinnumarkaðnum. Það geri heimgreiðslur sömuleiðis. Þetta kemur fram í skýrslu OECD um innflytjendur á Íslandi. Þar segir að við tveggja ára aldur eru 98 prósent barna sem eiga íslenska foreldra og eru fædd hér á landi komin í leikskóla. Á sama aldri eru 76 prósent barna sem fæðast erlendis og eiga foreldra sem eru innflytjendur komin í leikskóla og 84 prósent barna innflytjenda sem fæðast hér á landi í leikskóla. Skjáskot tekið úr skýrslu OECD um innflytjendur á Íslandi. Myndin sýnir hlutfall barna sem ganga í leikskóla miðað við aldur og uppruna.OECD Áhrif leikskólanna gífurleg Hlöðver Skúli Hákonarson, höfundur skýrslunnar, segir í samtali við Vísi að ýmsar skýringar liggi að baki þess að leikskólaganga barna innflytjenda hefjist seinna og sjaldnar. Hann bendir á að þetta hafi gífurleg áhrif á árangur barna innflytjenda í skóla og á vinnumarkaðnum seinna meir en um helmingur barna af erlendu bergi brotnu getur ekki túlkað einfaldan texta á íslensku við fimmtán ára aldur. Það sé næstversta staðan í OECD-ríki á eftir Mexíkó. „Börn innflytjenda koma ekki vel út úr PISA-prófinu, reyndar gera börn innfæddra það ekki heldur. Það eru samkvæmt skýringum okkar ákveðnir þættir sem hafa sterkari áhrif á börn innflytjenda en börn innfæddra. Það er þá helst tungumálafærni og stéttarstaða. Varðandi tungumálafærni, ef þú berð saman börn af erlendum uppruna sem tala íslensku heima hjá sér miðað við þau sem gera það ekki. Þá er munurinn á milli þessara hópa 81 stig í PISA-prófinu sem jafngildir í raun þriggja ára skólagöngu. Þú ert að bera saman tíundabekking og sjöundabekking,“ segir Hlöðver sem tekur fram að þetta sé mesti munurinn með allra 38 OECD landa. Biðlistarnir langir þar sem innflytjendur eru Hann bætir við að munur námsárangurs barna innflytjenda úr efstu stéttum miðað við úr lægstu stéttum sé mjög mikill á meðan hann er ekki jafn mikill miðað við stéttir hjá íslenskum börnum. Spurður hvað veldur því að börn af erlendum uppruna gangi sjaldnar í leikskóla segir hann: „Að einhverju leyti eru það efnahagslegar ástæður sem liggja að baki. Það eru líka menningarlegar ástæður. Fjölskyldur af öðrum menningarheimum eru kannski ekki vanar því að senda börnin sín á leikskóla. Þess vegna er mikilvægt að vekja athygli á mikilvægi þess og kostum að skrá börnin sín á leikskóla. Ég held að margar fjölskyldur séu oft ekkert varar við það og koma kannski frá löndum þar sem er ekki jafn auðvelt að treysta stofnunum þar. Þannig það þarf einhvern veginn að auka traust til leikskólanna í auknum mæli.“ Jafnframt spilar inn í að lengstu biðlistarnir eftir leikskólaplássi eru gjarnan í þeim sveitarfélögum þar sem að flest börn af erlendum uppruna alast upp. „Að leysa þennan vanda með biðlistana ætti að vera fremsta verkefnið af þeim öllum til að stuðla að jöfnum tækifærum í íslensku samfélagi.“ Heimgreiðslur valdi mismunun Hlöðver bendir á að leikskólaganga sé mjög mikilvæg fyrir börn af erlendum uppruna til að venjast tungumálinu og þróa með sér tungumálakunnáttu enda móðurmál innflytjenda oftast talað á heimilinu. Þar með sé það bagalegt að börn af erlendum uppruna á leikskóla fari fækkandi. „Við sjáum það í mjög mörgum rannsóknum að leikskólaganga eftir tveggja ára aldur sérstaklega, hefur mjög góð áhrif á námsframvindu seinna meir og þá sérstaklega barna sem standa höllum fæti. Leikskólaganga barna innflytjenda fer dvínandi og við bendum á mögulega orsakavalda fyrir því.“ Heimgreiðslur, þar sem sveitarfélög greiða mánaðarlega til foreldra barna sem eru ekki í leikskóla, hafi til dæmis þau áhrif að innflytjendur haldi börnunum sínum úr leikskóla í auknum mæli. „Ákveðin stór sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að taka þetta upp. Við vitum það að fjölskyldur innflytjenda eru líklegri til að taka við slíkum greiðslum og þá er búið að taka þetta málumhverfi, sem að leikskólinn er af börnunum,“ segir hann en í skýrslunni er bent á að þetta valdi einnig því að mæður barna eru einnig líklegri til að hverfa af vinnumarkaðnum til að sinna börnum heima enda laun kvenkyns innflytjenda að meðallagi lægri. Í Noregi og Svíþjóð voru heimgreiðslur bannaðar með lögum árið 2016 vegna þessara neikvæðu áhrifa á innflytjendur sem eru mæður. Þá er jafnframt bent á það að innflytjendur hafi oftar ekki efni á leikskólagjöldum. Skortur á kerfisbundnu mati „Við bendum á það í úttektinni að það er ákveðinn skortur á mælingum á námsframvindu í íslenskum skólum. Samræmdu prófin voru náttúrulega felld niður og þá er í raun PISA-prófið eina leiðin til að meta námsframvindu barna. Þau eru ekki fullkomin, þau eru bara framkvæmd á þriggja ára fresti og ná bara til fimmtán ára barna sem er svolítið seint til íhlutunar.“ Hlöðver bætir við að börn sem standa höllum fæti njóti góðs af því að lagt sé mat á námsárangur reglulega með kerfisbundnum hætti svo hægt sé að bregðast við innan skólakerfisins. Í skýrslunni er tekið fram að reglulegt mat sé mikilvægt og bent á að í Danmörku er lagt mat á námsárangur barna sem tala erlent tungumál með kerfisbundnum hætti í leikskóla. Í Bretlandi er reglulega lagt mat á enskukunnáttu barna á aldrinum tveggja til þriggja ára. „Þetta er eitt af því sem við mælum með. Það er mjög mikilvægt að gera það kerfisbundið. Það yrði held ég heillaskref fyrir börn á Íslandi.“ Áfellisdómur varðandi inngildingu Íslendinga „Við sjáum í allri úttektinni hversu mikilvægt íslenska tungumálið er fyrir tækifæri og stöðu á íslenskum vinnumarkaði. Ég myndi segja að þetta væri gríðarlega mikilvægt. Svo að allir byrji frá sama punkti þá er mikilvægt að allir hafi aðgang að málinu okkar, því það er svo mikilvægt,“ segir Hlöðver. Það sé jafnframt mikið áhyggjuefni hve lítill munur er hjá börnum innflytjenda sem fæðast hér á landi og börnum innflytjenda sem fæðast fyrir utan landsteinanna og flytja síðan til Íslands ásamt fjölskyldunni. „Það er það sem við bendum á að börn af erlendum uppruna sem fæðast hér, það sem maður ætti að sjá eru einhvers konar árangur inngildingar og við ættum að sjá betri árangur þeirra barna en það erum við hins vegar ekki að sjá í gögnunum og það veldur áhyggjum og er ákveðinn áfellisdómur varðandi hvernig inngilding hefur gengið hér á landi.“ Hann vonast til þess að þessi staða verði rétt af. Börn og uppeldi Innflytjendamál Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Jón Nordal er látinn Innlent Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Innlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Handtóku tvo vopnaða menn Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Jón Nordal er látinn Handtóku tvo vopnaða menn Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu OECD um innflytjendur á Íslandi. Þar segir að við tveggja ára aldur eru 98 prósent barna sem eiga íslenska foreldra og eru fædd hér á landi komin í leikskóla. Á sama aldri eru 76 prósent barna sem fæðast erlendis og eiga foreldra sem eru innflytjendur komin í leikskóla og 84 prósent barna innflytjenda sem fæðast hér á landi í leikskóla. Skjáskot tekið úr skýrslu OECD um innflytjendur á Íslandi. Myndin sýnir hlutfall barna sem ganga í leikskóla miðað við aldur og uppruna.OECD Áhrif leikskólanna gífurleg Hlöðver Skúli Hákonarson, höfundur skýrslunnar, segir í samtali við Vísi að ýmsar skýringar liggi að baki þess að leikskólaganga barna innflytjenda hefjist seinna og sjaldnar. Hann bendir á að þetta hafi gífurleg áhrif á árangur barna innflytjenda í skóla og á vinnumarkaðnum seinna meir en um helmingur barna af erlendu bergi brotnu getur ekki túlkað einfaldan texta á íslensku við fimmtán ára aldur. Það sé næstversta staðan í OECD-ríki á eftir Mexíkó. „Börn innflytjenda koma ekki vel út úr PISA-prófinu, reyndar gera börn innfæddra það ekki heldur. Það eru samkvæmt skýringum okkar ákveðnir þættir sem hafa sterkari áhrif á börn innflytjenda en börn innfæddra. Það er þá helst tungumálafærni og stéttarstaða. Varðandi tungumálafærni, ef þú berð saman börn af erlendum uppruna sem tala íslensku heima hjá sér miðað við þau sem gera það ekki. Þá er munurinn á milli þessara hópa 81 stig í PISA-prófinu sem jafngildir í raun þriggja ára skólagöngu. Þú ert að bera saman tíundabekking og sjöundabekking,“ segir Hlöðver sem tekur fram að þetta sé mesti munurinn með allra 38 OECD landa. Biðlistarnir langir þar sem innflytjendur eru Hann bætir við að munur námsárangurs barna innflytjenda úr efstu stéttum miðað við úr lægstu stéttum sé mjög mikill á meðan hann er ekki jafn mikill miðað við stéttir hjá íslenskum börnum. Spurður hvað veldur því að börn af erlendum uppruna gangi sjaldnar í leikskóla segir hann: „Að einhverju leyti eru það efnahagslegar ástæður sem liggja að baki. Það eru líka menningarlegar ástæður. Fjölskyldur af öðrum menningarheimum eru kannski ekki vanar því að senda börnin sín á leikskóla. Þess vegna er mikilvægt að vekja athygli á mikilvægi þess og kostum að skrá börnin sín á leikskóla. Ég held að margar fjölskyldur séu oft ekkert varar við það og koma kannski frá löndum þar sem er ekki jafn auðvelt að treysta stofnunum þar. Þannig það þarf einhvern veginn að auka traust til leikskólanna í auknum mæli.“ Jafnframt spilar inn í að lengstu biðlistarnir eftir leikskólaplássi eru gjarnan í þeim sveitarfélögum þar sem að flest börn af erlendum uppruna alast upp. „Að leysa þennan vanda með biðlistana ætti að vera fremsta verkefnið af þeim öllum til að stuðla að jöfnum tækifærum í íslensku samfélagi.“ Heimgreiðslur valdi mismunun Hlöðver bendir á að leikskólaganga sé mjög mikilvæg fyrir börn af erlendum uppruna til að venjast tungumálinu og þróa með sér tungumálakunnáttu enda móðurmál innflytjenda oftast talað á heimilinu. Þar með sé það bagalegt að börn af erlendum uppruna á leikskóla fari fækkandi. „Við sjáum það í mjög mörgum rannsóknum að leikskólaganga eftir tveggja ára aldur sérstaklega, hefur mjög góð áhrif á námsframvindu seinna meir og þá sérstaklega barna sem standa höllum fæti. Leikskólaganga barna innflytjenda fer dvínandi og við bendum á mögulega orsakavalda fyrir því.“ Heimgreiðslur, þar sem sveitarfélög greiða mánaðarlega til foreldra barna sem eru ekki í leikskóla, hafi til dæmis þau áhrif að innflytjendur haldi börnunum sínum úr leikskóla í auknum mæli. „Ákveðin stór sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að taka þetta upp. Við vitum það að fjölskyldur innflytjenda eru líklegri til að taka við slíkum greiðslum og þá er búið að taka þetta málumhverfi, sem að leikskólinn er af börnunum,“ segir hann en í skýrslunni er bent á að þetta valdi einnig því að mæður barna eru einnig líklegri til að hverfa af vinnumarkaðnum til að sinna börnum heima enda laun kvenkyns innflytjenda að meðallagi lægri. Í Noregi og Svíþjóð voru heimgreiðslur bannaðar með lögum árið 2016 vegna þessara neikvæðu áhrifa á innflytjendur sem eru mæður. Þá er jafnframt bent á það að innflytjendur hafi oftar ekki efni á leikskólagjöldum. Skortur á kerfisbundnu mati „Við bendum á það í úttektinni að það er ákveðinn skortur á mælingum á námsframvindu í íslenskum skólum. Samræmdu prófin voru náttúrulega felld niður og þá er í raun PISA-prófið eina leiðin til að meta námsframvindu barna. Þau eru ekki fullkomin, þau eru bara framkvæmd á þriggja ára fresti og ná bara til fimmtán ára barna sem er svolítið seint til íhlutunar.“ Hlöðver bætir við að börn sem standa höllum fæti njóti góðs af því að lagt sé mat á námsárangur reglulega með kerfisbundnum hætti svo hægt sé að bregðast við innan skólakerfisins. Í skýrslunni er tekið fram að reglulegt mat sé mikilvægt og bent á að í Danmörku er lagt mat á námsárangur barna sem tala erlent tungumál með kerfisbundnum hætti í leikskóla. Í Bretlandi er reglulega lagt mat á enskukunnáttu barna á aldrinum tveggja til þriggja ára. „Þetta er eitt af því sem við mælum með. Það er mjög mikilvægt að gera það kerfisbundið. Það yrði held ég heillaskref fyrir börn á Íslandi.“ Áfellisdómur varðandi inngildingu Íslendinga „Við sjáum í allri úttektinni hversu mikilvægt íslenska tungumálið er fyrir tækifæri og stöðu á íslenskum vinnumarkaði. Ég myndi segja að þetta væri gríðarlega mikilvægt. Svo að allir byrji frá sama punkti þá er mikilvægt að allir hafi aðgang að málinu okkar, því það er svo mikilvægt,“ segir Hlöðver. Það sé jafnframt mikið áhyggjuefni hve lítill munur er hjá börnum innflytjenda sem fæðast hér á landi og börnum innflytjenda sem fæðast fyrir utan landsteinanna og flytja síðan til Íslands ásamt fjölskyldunni. „Það er það sem við bendum á að börn af erlendum uppruna sem fæðast hér, það sem maður ætti að sjá eru einhvers konar árangur inngildingar og við ættum að sjá betri árangur þeirra barna en það erum við hins vegar ekki að sjá í gögnunum og það veldur áhyggjum og er ákveðinn áfellisdómur varðandi hvernig inngilding hefur gengið hér á landi.“ Hann vonast til þess að þessi staða verði rétt af.
Börn og uppeldi Innflytjendamál Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Innlent Árni Indriðason er látinn Innlent Jón Nordal er látinn Innlent Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Innlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Handtóku tvo vopnaða menn Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Jón Nordal er látinn Handtóku tvo vopnaða menn Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi Sjá meira