Eldgosinu norðan við Stóra-Skógfell er lokið. Landris er hafið að nýju á svæðinu og kvika streymir inn í kvikuhólfið.
Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi.
Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum í forsetaframboð sitt. Halla Tómasdóttir eyddi 26 milljónum í baráttunni.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.