Örlagaríkur tölvupóstur opnaður á Facetime við mömmu og pabba Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2024 14:01 Erna og Hrefna fallast hér í faðma á Facetime við foreldra sína í fyrra þegar í ljós kom að þær hefðu báðar fengið samning við einn besta dansflokk heims. Erna Kristín og Hrefna Kristrún Jónasdætur eru 24 ára eineggja tvíburasystur sem náð hafa lygilegum árangri í ballettheiminum í Bretlandi. Þær segja hápunkt ferilsins hingað til tvímælalaust hafa verið þegar þær fengu samning við Royal national ballet, einn virtasta ballettflokk Bretlands. Erna og Hrefna eru einkar samrýmdar og hafa hingað til fetað nákvæmlega sömu braut í lífinu. Ballett er sameiginleg ástríða þeirra og þeim hefur báðum tekist að skapa sér glæstan feril utan landsteinanna. Árangurinn er ótrúlegur. Þær hafa komist á samning hjá virtum dansflokkum og dansað fyrir fullum sal í Royal Albert hall í London. Þær hafa fylgst að allan tímann, í gegnum súrt og sætt. Við settumst niður með systrunum í Íslandi í dag á dögunum. Augnablikin hafa mörg verið ansi stór hjá systrunum síðustu ár. Þær eru sammála þegar þær eru inntar eftir því alla stærsta; það hafi verið þegar fjarlægur draumur rættist loks í fyrra. „Við Sáum að English national ballet, sem er einn besti ballettflokkur heims, var að auglýsa. Við ákváðum að við ætluðum að sækja um að gamni, þó að líkurnar séu rosalega litlar,“ segir Hrefna. Þær segja að tvö þúsund manns hafi sótt um, 150 verið boðaðir í prufur og þrettán dansarar fengu samning yfir sumarið. Bæði Hrefna og Erna hrepptu hnossið. „Mómentið þegar við opnuðum tölvupóstinn frá þeim, þegar við fáum samning hjá English national ballet. Þetta var svo rosalega langsótt markmið, maður leyfði sér ekki að dreyma um þetta. Þegar við opnuðum tölvupóstinn þá hrundu tárin, við vorum á Facetime við mömmu og pabba,“ segir Hrefna. Og ekki nóg með það heldur voru Hrefna og Erna báðar valdar til að dansa á frumsýningarkvöldinu í Royal Albert hall. Aðeins þrír dansarar sem ekki eru fastráðnir við flokkinn voru valdir til verksins. „Og þær sýningar sem við sýnum í Royal Albert Hall líka, þar er setið frá öllum hliðum. Þær eru hápunkturinn. Og við reynum alltaf að útskýra fyrir þeim sem eru ekki í ballett að þetta sé eins og að fá samning hjá Manchester United í fótboltanum,“ segir Erna. Viðtalið við tvíburana má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Erna og Hrefna eru einkar samrýmdar og hafa hingað til fetað nákvæmlega sömu braut í lífinu. Ballett er sameiginleg ástríða þeirra og þeim hefur báðum tekist að skapa sér glæstan feril utan landsteinanna. Árangurinn er ótrúlegur. Þær hafa komist á samning hjá virtum dansflokkum og dansað fyrir fullum sal í Royal Albert hall í London. Þær hafa fylgst að allan tímann, í gegnum súrt og sætt. Við settumst niður með systrunum í Íslandi í dag á dögunum. Augnablikin hafa mörg verið ansi stór hjá systrunum síðustu ár. Þær eru sammála þegar þær eru inntar eftir því alla stærsta; það hafi verið þegar fjarlægur draumur rættist loks í fyrra. „Við Sáum að English national ballet, sem er einn besti ballettflokkur heims, var að auglýsa. Við ákváðum að við ætluðum að sækja um að gamni, þó að líkurnar séu rosalega litlar,“ segir Hrefna. Þær segja að tvö þúsund manns hafi sótt um, 150 verið boðaðir í prufur og þrettán dansarar fengu samning yfir sumarið. Bæði Hrefna og Erna hrepptu hnossið. „Mómentið þegar við opnuðum tölvupóstinn frá þeim, þegar við fáum samning hjá English national ballet. Þetta var svo rosalega langsótt markmið, maður leyfði sér ekki að dreyma um þetta. Þegar við opnuðum tölvupóstinn þá hrundu tárin, við vorum á Facetime við mömmu og pabba,“ segir Hrefna. Og ekki nóg með það heldur voru Hrefna og Erna báðar valdar til að dansa á frumsýningarkvöldinu í Royal Albert hall. Aðeins þrír dansarar sem ekki eru fastráðnir við flokkinn voru valdir til verksins. „Og þær sýningar sem við sýnum í Royal Albert Hall líka, þar er setið frá öllum hliðum. Þær eru hápunkturinn. Og við reynum alltaf að útskýra fyrir þeim sem eru ekki í ballett að þetta sé eins og að fá samning hjá Manchester United í fótboltanum,“ segir Erna. Viðtalið við tvíburana má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Ísland í dag Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning