Bolli baðst afsökunar eftir orrahríð dagsins Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. september 2024 21:35 Áslaug Arna skaut ansi harkaleg á Bolla eftir ummæli hans í morgun. Nanna Kristín segir sjálfstæðiskonur taka afsökunarbeiðni hans gilda og bjóða hann aftur velkominn í flokkinn. Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um stúlkur í Sjálfstæðisflokknum. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir ummælan dæma sig sjálf en tekur afsökunarbeiðninni og býður Bolla aftur velkominn í flokkinn. Bolli ræddi í morgun við Vísi um viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Þar sagði hann að einungis þeir sem hefðu áorkað einhverju fengju sæti á listanum og bætti svo við að það væri ekki verið að leita að „einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig.“ Ummælin vöktu strax hörð viðbrögð og svöruðu nokkrir Sjálfstæðismenn Bolla fullum hálsi. Til að mynda skrifaði Áslaug Arna færslu á X þar sem hún sagði „Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!“ Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) September 4, 2024 Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fannst áhugavert að „krúttleg karlremba á áttræðisaldri“ hefði áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna. Hún skildi ekki hvernig Bolli hefði tíma fyrir DD-listann þegar svo mikill tími hjá honum færi í að viðhalda svörtu hárinu. Bolli ræddi DD-listann aftur í Reykjavík síðdegis í dag og baðst þá afsökunar á ummælum sínum. Fréttastofa ræddi við Nönnu Kristínu Tryggvadóttur, formann Landssambands sjálfstæðiskvenna, um ummæli Bolla. Ummælin dæmi sig sjálf Hvernig leggjast þessi ummæli Bolla í þig? „Mér finnst þessi ummæli dæma sig sjálf. Það er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi sem hefur betri sögu að segja þegar kemur að jafnréttismálum. Við áttum fyrsta kvenborgarstjórann, fyrsta kvenráðherrann og tvo yngstu kvenráðherra sögunnar,“ segir Nanna. „Þetta eru allt konur sem eru eða hafa verið á þeim stað sem þær eru af því þær eru framúrskarandi stjórnmálamenn og öflugir leiðtogar, oft með blásið hár en engu að síður framúrskarandi,“ bætir hún við. Taka Bolla opnum örmum Bolli hefur beðist afsökunar. Er þetta afsökunarbeiðni sem þið takið við? „Að sjálfsögðu. Það er ánægjulegt að heyra að Bolli sé aftur genginn til liðs við okkur Sjálfstæðismenn eftir að hafa sagt skilið við okkur 2019,“ segir hún. Hvernig hafa viðbrögð Sjálfstæðiskvenna verið í kringum þig? „Við höfum svo sem ekkert verið að velta okkur upp úr þessu í dag frekar en aðra daga. Við erum að einbeita okkur að því sem skiptir máli og þetta kannski ekki efst á blaði þar,“ segir Nanna. Var lítillækkandi að heyra þessi ummæli? „Ég held að þetta sé fyrst og fremst eitthvað sem lítillækki þann sem lætur þessi orð falla. En hann hefur dregið þau til baka og beðist afsökunar og það er flott,“ segir hún. Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Bolli ræddi í morgun við Vísi um viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Þar sagði hann að einungis þeir sem hefðu áorkað einhverju fengju sæti á listanum og bætti svo við að það væri ekki verið að leita að „einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig.“ Ummælin vöktu strax hörð viðbrögð og svöruðu nokkrir Sjálfstæðismenn Bolla fullum hálsi. Til að mynda skrifaði Áslaug Arna færslu á X þar sem hún sagði „Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!“ Hjá sumum er Bollinn alltaf hálf tómur, en hjá „nýútskrifuðum” stelpum með blásið hár og naglalakk er Bollinn fullur!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) September 4, 2024 Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fannst áhugavert að „krúttleg karlremba á áttræðisaldri“ hefði áhyggjur af blæstri og naglalökkun ungra kvenna. Hún skildi ekki hvernig Bolli hefði tíma fyrir DD-listann þegar svo mikill tími hjá honum færi í að viðhalda svörtu hárinu. Bolli ræddi DD-listann aftur í Reykjavík síðdegis í dag og baðst þá afsökunar á ummælum sínum. Fréttastofa ræddi við Nönnu Kristínu Tryggvadóttur, formann Landssambands sjálfstæðiskvenna, um ummæli Bolla. Ummælin dæmi sig sjálf Hvernig leggjast þessi ummæli Bolla í þig? „Mér finnst þessi ummæli dæma sig sjálf. Það er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi sem hefur betri sögu að segja þegar kemur að jafnréttismálum. Við áttum fyrsta kvenborgarstjórann, fyrsta kvenráðherrann og tvo yngstu kvenráðherra sögunnar,“ segir Nanna. „Þetta eru allt konur sem eru eða hafa verið á þeim stað sem þær eru af því þær eru framúrskarandi stjórnmálamenn og öflugir leiðtogar, oft með blásið hár en engu að síður framúrskarandi,“ bætir hún við. Taka Bolla opnum örmum Bolli hefur beðist afsökunar. Er þetta afsökunarbeiðni sem þið takið við? „Að sjálfsögðu. Það er ánægjulegt að heyra að Bolli sé aftur genginn til liðs við okkur Sjálfstæðismenn eftir að hafa sagt skilið við okkur 2019,“ segir hún. Hvernig hafa viðbrögð Sjálfstæðiskvenna verið í kringum þig? „Við höfum svo sem ekkert verið að velta okkur upp úr þessu í dag frekar en aðra daga. Við erum að einbeita okkur að því sem skiptir máli og þetta kannski ekki efst á blaði þar,“ segir Nanna. Var lítillækkandi að heyra þessi ummæli? „Ég held að þetta sé fyrst og fremst eitthvað sem lítillækki þann sem lætur þessi orð falla. En hann hefur dregið þau til baka og beðist afsökunar og það er flott,“ segir hún.
Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira