Flokkurinn þurfi ekki „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2024 11:52 Bolli Kristinsson vill að stofnað verði viðbótarframboð við framboð Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismaður segir stofnun nýs framboðs tengdu flokknum vera mikilvægt til að sækja þá kjósendur sem hafa yfirgefið flokkinn síðustu ár undir núverandi forystu. Einungis þeir sem hafa áorkað eitthvað í lífinu fengju sæti á lista framboðsins. Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bréf fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óskaði eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Hann hefur enn ekki fengið svar en þeir þingmenn sem DD-listinn fengi myndu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Bolli segir fjölda fólks hafi lýst yfir ánægju sinni á hugmynd hans. „Til þess að reyna að smala saman sjálfstæðismönnum sem hafa kosið flokkinn í þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu, sextíu ár. Upp í sextíu ár! Áttræðir karlar sem ætla ekki að kjósa flokkinn og mig sárnar þetta. Mig langaði að koma með einhverja lausn til að þau gætu sætt sig við fólk á DD-listanum,“ segir Bolli. Árið 2019 sagði Bolli sig úr flokknum vegna ósættis með orkupakka þrjú. Hann skráði sig hins vegar aftur í flokkinn hálfu ári síðar. Sjálfstæðisflokkurinn sé hans flokkur og Bjarni hans formaður. Hins vegar þurfi að bregðast við minnkandi fylgi. Þá yrði DD-listinn ekki með prófkjör. „Það er sagt að Áslaug Arna og Guðlaugur Þór hafi í síðasta prófkjöri eytt sitthvorum fimmtán milljónunum. Þrjátíu milljónir farið í súginn. Við að rembast á innbyggðum sjálfstæðismönnum um að kjósa mig en ekki þig. Þetta er náttúrulega rugl,“ segir Bolli. Einungis þeir sem hafa áorkað einhverju fengju sæti á listanum og myndu gamlir framámenn flokksins sjá um uppstillingu. „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu,“ segir Bolli. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bréf fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óskaði eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Hann hefur enn ekki fengið svar en þeir þingmenn sem DD-listinn fengi myndu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Bolli segir fjölda fólks hafi lýst yfir ánægju sinni á hugmynd hans. „Til þess að reyna að smala saman sjálfstæðismönnum sem hafa kosið flokkinn í þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu, sextíu ár. Upp í sextíu ár! Áttræðir karlar sem ætla ekki að kjósa flokkinn og mig sárnar þetta. Mig langaði að koma með einhverja lausn til að þau gætu sætt sig við fólk á DD-listanum,“ segir Bolli. Árið 2019 sagði Bolli sig úr flokknum vegna ósættis með orkupakka þrjú. Hann skráði sig hins vegar aftur í flokkinn hálfu ári síðar. Sjálfstæðisflokkurinn sé hans flokkur og Bjarni hans formaður. Hins vegar þurfi að bregðast við minnkandi fylgi. Þá yrði DD-listinn ekki með prófkjör. „Það er sagt að Áslaug Arna og Guðlaugur Þór hafi í síðasta prófkjöri eytt sitthvorum fimmtán milljónunum. Þrjátíu milljónir farið í súginn. Við að rembast á innbyggðum sjálfstæðismönnum um að kjósa mig en ekki þig. Þetta er náttúrulega rugl,“ segir Bolli. Einungis þeir sem hafa áorkað einhverju fengju sæti á listanum og myndu gamlir framámenn flokksins sjá um uppstillingu. „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu,“ segir Bolli.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira