Eitt versta sumar aldarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2024 15:26 Svona var oft umhorfs á vegum landsins í sumar. Vísir/Vilhelm Sumarið 2024 var óvenju kalt og blautt, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum gefur sumrinu slaka einkunn - það hafi verið með þeim verri á þessari öld. Þá fara fyrstu dagar septembermánaðar ekki heldur mjúkum höndum um íbúa víða á landinu. September er genginn í garð og sannkallað haustveður er í kortunum þessa fyrstu daga mánaðarins. Gul stormviðvörun er í gildi á Breiðafirði fram eftir degi í dag og á morgun tekur önnur stormviðvörun gildi á norðanverðu landinu; Norðurlandi vestra, norðurlandi eystra, Vestfjörðum og miðhálendi. „Þannig að við biðjum fólk að huga að því sem er lauslegt utandyra í görðum og svoleiðis og við vörum við ferðalögum með bíla sem eru viðkvæmir fyrir vindi, með aftanívagna og þannig lagað,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Við þetta má bæta að loftmengun frá eldgosinu gæti gætt á suðvesturhluta landsins í dag á morgun; í Vogum, Suðurnesjum- og Reykjanesbæ í dag en á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Óvenjulega kalt og úrkomusamt sumar En aftur að veðri og tíðarfari. Veðurstofan skilgreinir september sem sumarmánuð, þó að í hugum flestra samanstandi sumarið af mánuðunum júní, júlí og ágúst. Og sumarmánuðurnir þrír í ár hafa ekki verið upp á marga fiska - það staðfesta gögnin. „Sumarið var tiltölulega kalt og úrkomusamt. Það sem var mjög óvenjulegt í sumar var að loftþrýstingur var mjög lágur og því fylgir mikill lægðagangur og mjög óhagstæð tíð, mikil úrkoma og hvassviðrasamt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofunni. „Meðalhiti sumarsins frá júní til ágúst í Reykjavík hefur ekki verið eins lágur síðan 1993 þannig að þetta er óvenjukalt og á mörgum stöðum kaldasta sumar aldarinnar, frá 2000 semsagt.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur gaf sumrinu 2024 nýlega falleinkunn. Sumarið í Reykjavík fékk 14 stig af 48 á Hungurdiskum, bloggsíðu Trausta, og Akureyri fékk einkunnina 15 á sama skala. Kristín tekur undir. „Jájá, þetta skorar ekki mjög háa einkunn sem gott sumar, hvergi á landinu.“ Þannig að það er óhætt að segja að þetta sé eitt af verstu sumrum á þessari öld? „Já, eitt af verstu, já.“ Veður Tengdar fréttir Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
September er genginn í garð og sannkallað haustveður er í kortunum þessa fyrstu daga mánaðarins. Gul stormviðvörun er í gildi á Breiðafirði fram eftir degi í dag og á morgun tekur önnur stormviðvörun gildi á norðanverðu landinu; Norðurlandi vestra, norðurlandi eystra, Vestfjörðum og miðhálendi. „Þannig að við biðjum fólk að huga að því sem er lauslegt utandyra í görðum og svoleiðis og við vörum við ferðalögum með bíla sem eru viðkvæmir fyrir vindi, með aftanívagna og þannig lagað,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Við þetta má bæta að loftmengun frá eldgosinu gæti gætt á suðvesturhluta landsins í dag á morgun; í Vogum, Suðurnesjum- og Reykjanesbæ í dag en á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Óvenjulega kalt og úrkomusamt sumar En aftur að veðri og tíðarfari. Veðurstofan skilgreinir september sem sumarmánuð, þó að í hugum flestra samanstandi sumarið af mánuðunum júní, júlí og ágúst. Og sumarmánuðurnir þrír í ár hafa ekki verið upp á marga fiska - það staðfesta gögnin. „Sumarið var tiltölulega kalt og úrkomusamt. Það sem var mjög óvenjulegt í sumar var að loftþrýstingur var mjög lágur og því fylgir mikill lægðagangur og mjög óhagstæð tíð, mikil úrkoma og hvassviðrasamt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofunni. „Meðalhiti sumarsins frá júní til ágúst í Reykjavík hefur ekki verið eins lágur síðan 1993 þannig að þetta er óvenjukalt og á mörgum stöðum kaldasta sumar aldarinnar, frá 2000 semsagt.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur gaf sumrinu 2024 nýlega falleinkunn. Sumarið í Reykjavík fékk 14 stig af 48 á Hungurdiskum, bloggsíðu Trausta, og Akureyri fékk einkunnina 15 á sama skala. Kristín tekur undir. „Jájá, þetta skorar ekki mjög háa einkunn sem gott sumar, hvergi á landinu.“ Þannig að það er óhætt að segja að þetta sé eitt af verstu sumrum á þessari öld? „Já, eitt af verstu, já.“
Veður Tengdar fréttir Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09