Bjóða bændum þyrluflug í smalamennsku fyrir slikk Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2024 12:02 HeliAir Iceland gerir út tvær þyrlur. HeliAir Þyrluflugfélagið HeliAir Iceland hefur boðist til að létta bændum við Eyjafjörð smalamennskuna þetta haustið. Bændum býðst þyrluflug upp á fjöll og lengst inn í dali Tröllaskaga fyrir tvöþúsund krónur túrinn á mann. „Við vildum bara gefa svolítið til samfélagsins, styðja nærsamfélagið, með því að bjóða bændum upp á nánast gefins flug, eða eins ódýrt og hugsast getur,“ segir Áslaug Inga Barðadóttir, framkvæmdastjóri HeliAir, en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Ólafsfirði og gerir einnig út frá Reykjavík. Áslaug Inga Barðadóttir er framkvæmdastjóri HeliAir Iceland. Hún var áður hótelstjóri á Deplum í Fljótum.Sigurjón Ólason „Hver ferð kostar tíu þúsund krónur, það komast fimm með í hverja ferð, þannig að þetta eru bara tvöþúsund krónur ferðin á mann,“ segir Áslaug. Þyrluflugið tekur mið af fjárleitum þetta haustið fyrir norðan og verður næstu tvær helgar, ef veður leyfir. Landslag á Tröllaskaga er víða krefjandi til smölunar.HeliAir „Um næstu helgi verðum við í Eyjafirði, Þorvaldsdal og Hörgárdal. Þarnæstu helgi, 13. og 14. september, verðum við í Ólafsfirði, við Dalvík og í Svarfaðardal.“ En hafa bændur áhuga á að nýta þyrluflugið? „Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Við erum komin núna með á skrá fjórtán eða fimmtán ferðir. Þetta sparar bændum miklar göngur. Við skutlum þeim aðra leiðina, svo ganga þeir til baka og smala. Sumir fara upp á fjallstoppa, aðrir inn í dalsbotna, það er bara misjafnt,“ segir Áslaug. HeliAir er annað af tveimur þyrlufyrirtækjum á Íslandi sem starfa undir íslensku flugrekstrarleyfi. Aðaleigandi félagsins er Árni Helgason, verktaki á Ólafsfirði. Félagið hefur sérhæft sig í lúxusflugi með ferðamenn og gerir út tvær þyrlur, sex sæta þyrlu af gerðinni Bell 407 og fimm sæta þyrlu af gerðinni Airbus H125. Höfuðstöðvar HeliAir eru í Ólafsfirði.HeliAir HeliAir er þó ekki fyrst til að bjóða fjárbændum upp á aðstoð við smölum með þyrlum. Hótelið að Deplum í Fljótum hefur af og til undanfarin ár hlaupið undir bagga með bændum í Fljótum og þá í eftirleitum á erfiðustu svæðunum. Bændur í Fljótum voru raunar með þeim fyrstu til að nýta dróna við fjárleitir, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016: Íbúar við norðanverðan Eyjafjörð og á Tröllaskaga eru orðnir vanir því að sjá þyrlur fljúga þar um fjöll og dali en þar hefur byggst upp gróskumikil þyrluskíðaferðamennska, eins og fjallað var um í þessum þætti Um land allt árið 2015: Fréttir af flugi Landbúnaður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Skagafjörður Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
„Við vildum bara gefa svolítið til samfélagsins, styðja nærsamfélagið, með því að bjóða bændum upp á nánast gefins flug, eða eins ódýrt og hugsast getur,“ segir Áslaug Inga Barðadóttir, framkvæmdastjóri HeliAir, en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Ólafsfirði og gerir einnig út frá Reykjavík. Áslaug Inga Barðadóttir er framkvæmdastjóri HeliAir Iceland. Hún var áður hótelstjóri á Deplum í Fljótum.Sigurjón Ólason „Hver ferð kostar tíu þúsund krónur, það komast fimm með í hverja ferð, þannig að þetta eru bara tvöþúsund krónur ferðin á mann,“ segir Áslaug. Þyrluflugið tekur mið af fjárleitum þetta haustið fyrir norðan og verður næstu tvær helgar, ef veður leyfir. Landslag á Tröllaskaga er víða krefjandi til smölunar.HeliAir „Um næstu helgi verðum við í Eyjafirði, Þorvaldsdal og Hörgárdal. Þarnæstu helgi, 13. og 14. september, verðum við í Ólafsfirði, við Dalvík og í Svarfaðardal.“ En hafa bændur áhuga á að nýta þyrluflugið? „Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Við erum komin núna með á skrá fjórtán eða fimmtán ferðir. Þetta sparar bændum miklar göngur. Við skutlum þeim aðra leiðina, svo ganga þeir til baka og smala. Sumir fara upp á fjallstoppa, aðrir inn í dalsbotna, það er bara misjafnt,“ segir Áslaug. HeliAir er annað af tveimur þyrlufyrirtækjum á Íslandi sem starfa undir íslensku flugrekstrarleyfi. Aðaleigandi félagsins er Árni Helgason, verktaki á Ólafsfirði. Félagið hefur sérhæft sig í lúxusflugi með ferðamenn og gerir út tvær þyrlur, sex sæta þyrlu af gerðinni Bell 407 og fimm sæta þyrlu af gerðinni Airbus H125. Höfuðstöðvar HeliAir eru í Ólafsfirði.HeliAir HeliAir er þó ekki fyrst til að bjóða fjárbændum upp á aðstoð við smölum með þyrlum. Hótelið að Deplum í Fljótum hefur af og til undanfarin ár hlaupið undir bagga með bændum í Fljótum og þá í eftirleitum á erfiðustu svæðunum. Bændur í Fljótum voru raunar með þeim fyrstu til að nýta dróna við fjárleitir, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016: Íbúar við norðanverðan Eyjafjörð og á Tröllaskaga eru orðnir vanir því að sjá þyrlur fljúga þar um fjöll og dali en þar hefur byggst upp gróskumikil þyrluskíðaferðamennska, eins og fjallað var um í þessum þætti Um land allt árið 2015:
Fréttir af flugi Landbúnaður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Skagafjörður Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir Sjá meira
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00
Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent