Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2016 20:00 Bændur í Fljótum í Skagafirði hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. Reynsla þeirra bendir til að flygildi geti reynst íslenskum bændum þarfaþing við smalamennsku í erfiðu landslagi. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar drónamyndir af smölun og rætt við Halldór Gunnar Hálfdánarson, bónda á Molastöðum í Fljótum. „Það fækkar alltaf í sveitinni og við eldumst. Sporin verða erfiðari fyrir okkur þannig að við ætlum að láta þetta tæki leita fyrir okkur hlíðarnar og flýta fyrir göngum,“ segir Halldór.Halldór Gunnar Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum í Fljótum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Tröllaskagi er rómaður fyrir hrikalega fjallasali en þeir geta verið þeim mun erfiðari fyrir bændur að leita uppi eftirlegukindur seint á haustin. Dróninn sparar þeim sporin. „Við notum þetta í eftirleitum aðallega, förum og fljúgum um dalina og upp í þessi vik, sem við köllum, og látum hann skyggnast fyrir okkur. Við sitjum svo bara niðri og horfum í skjá og dæmum hvort við þurfum að fara upp eða ekki.“ Kindurnar sem í fyrstu hlupu undan drónanum voru hins vegar fljótar að yfirstíga óttann. Þær urðu forvitnar um þetta fljúgandi töfrartæki en þá var bara að fljúga örlítið nær.Séð niður Héðinsfjörð úr linsu drónans.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.En geta bændurnir notað drónann til að smala? Getur hann rekið féð? „Já, við höfum prófað það. Það þyrfti að gefa frá sér hávaða. Það vantar á hann flautu. Það er næsta verkefni vetrarins að græja það.“ Þeir eru sex bændur í Fljótum sem sameinuðust um kaup á drónanum í vor. Þeir notuðu svo sumarið til að æfa sig. Halldór segir drónann virka vel. „Já, svo lengi sem þú hefur sjónlínu við hann. Það er verra að missa sjónlínuna. Þá týnir þú honum. En hann kemur þá heim aftur. Hann er víst forritaður þannig." Séð yfir Molastaði úr flygildinu. Fljót eru sú sveit Skagafjarðar sem næst er Siglufirði.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.Bændurnir hafa hins vegar rekið sig á vegg, sem er reglur flugmálayfirvalda um 500 metra hæðartakmörkun flygilda. Fjöllin á Fljótunum eru hins vegar 900 til 1.000 metra há. „Þannig að við komumst ekki alveg upp á topp. Við erum góðir að fá undanþágur, við bændur. Það er kannski spurning að fá undanþágu fyrir þetta.“ -Finnst ykkur þetta vera framtíðin? „Já, ég er alveg klár á því. Þetta gagnast við ýmislegt annað. Ég hef notað hann í veiðivörslu í Fljótaá líka og að njósna um nágrannana. Þannig að þetta er mjög þarft tæki á hverjum bæ.“ Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Bændur í Fljótum í Skagafirði hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. Reynsla þeirra bendir til að flygildi geti reynst íslenskum bændum þarfaþing við smalamennsku í erfiðu landslagi. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar drónamyndir af smölun og rætt við Halldór Gunnar Hálfdánarson, bónda á Molastöðum í Fljótum. „Það fækkar alltaf í sveitinni og við eldumst. Sporin verða erfiðari fyrir okkur þannig að við ætlum að láta þetta tæki leita fyrir okkur hlíðarnar og flýta fyrir göngum,“ segir Halldór.Halldór Gunnar Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum í Fljótum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Tröllaskagi er rómaður fyrir hrikalega fjallasali en þeir geta verið þeim mun erfiðari fyrir bændur að leita uppi eftirlegukindur seint á haustin. Dróninn sparar þeim sporin. „Við notum þetta í eftirleitum aðallega, förum og fljúgum um dalina og upp í þessi vik, sem við köllum, og látum hann skyggnast fyrir okkur. Við sitjum svo bara niðri og horfum í skjá og dæmum hvort við þurfum að fara upp eða ekki.“ Kindurnar sem í fyrstu hlupu undan drónanum voru hins vegar fljótar að yfirstíga óttann. Þær urðu forvitnar um þetta fljúgandi töfrartæki en þá var bara að fljúga örlítið nær.Séð niður Héðinsfjörð úr linsu drónans.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.En geta bændurnir notað drónann til að smala? Getur hann rekið féð? „Já, við höfum prófað það. Það þyrfti að gefa frá sér hávaða. Það vantar á hann flautu. Það er næsta verkefni vetrarins að græja það.“ Þeir eru sex bændur í Fljótum sem sameinuðust um kaup á drónanum í vor. Þeir notuðu svo sumarið til að æfa sig. Halldór segir drónann virka vel. „Já, svo lengi sem þú hefur sjónlínu við hann. Það er verra að missa sjónlínuna. Þá týnir þú honum. En hann kemur þá heim aftur. Hann er víst forritaður þannig." Séð yfir Molastaði úr flygildinu. Fljót eru sú sveit Skagafjarðar sem næst er Siglufirði.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.Bændurnir hafa hins vegar rekið sig á vegg, sem er reglur flugmálayfirvalda um 500 metra hæðartakmörkun flygilda. Fjöllin á Fljótunum eru hins vegar 900 til 1.000 metra há. „Þannig að við komumst ekki alveg upp á topp. Við erum góðir að fá undanþágur, við bændur. Það er kannski spurning að fá undanþágu fyrir þetta.“ -Finnst ykkur þetta vera framtíðin? „Já, ég er alveg klár á því. Þetta gagnast við ýmislegt annað. Ég hef notað hann í veiðivörslu í Fljótaá líka og að njósna um nágrannana. Þannig að þetta er mjög þarft tæki á hverjum bæ.“
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira