Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2016 20:00 Bændur í Fljótum í Skagafirði hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. Reynsla þeirra bendir til að flygildi geti reynst íslenskum bændum þarfaþing við smalamennsku í erfiðu landslagi. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar drónamyndir af smölun og rætt við Halldór Gunnar Hálfdánarson, bónda á Molastöðum í Fljótum. „Það fækkar alltaf í sveitinni og við eldumst. Sporin verða erfiðari fyrir okkur þannig að við ætlum að láta þetta tæki leita fyrir okkur hlíðarnar og flýta fyrir göngum,“ segir Halldór.Halldór Gunnar Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum í Fljótum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Tröllaskagi er rómaður fyrir hrikalega fjallasali en þeir geta verið þeim mun erfiðari fyrir bændur að leita uppi eftirlegukindur seint á haustin. Dróninn sparar þeim sporin. „Við notum þetta í eftirleitum aðallega, förum og fljúgum um dalina og upp í þessi vik, sem við köllum, og látum hann skyggnast fyrir okkur. Við sitjum svo bara niðri og horfum í skjá og dæmum hvort við þurfum að fara upp eða ekki.“ Kindurnar sem í fyrstu hlupu undan drónanum voru hins vegar fljótar að yfirstíga óttann. Þær urðu forvitnar um þetta fljúgandi töfrartæki en þá var bara að fljúga örlítið nær.Séð niður Héðinsfjörð úr linsu drónans.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.En geta bændurnir notað drónann til að smala? Getur hann rekið féð? „Já, við höfum prófað það. Það þyrfti að gefa frá sér hávaða. Það vantar á hann flautu. Það er næsta verkefni vetrarins að græja það.“ Þeir eru sex bændur í Fljótum sem sameinuðust um kaup á drónanum í vor. Þeir notuðu svo sumarið til að æfa sig. Halldór segir drónann virka vel. „Já, svo lengi sem þú hefur sjónlínu við hann. Það er verra að missa sjónlínuna. Þá týnir þú honum. En hann kemur þá heim aftur. Hann er víst forritaður þannig." Séð yfir Molastaði úr flygildinu. Fljót eru sú sveit Skagafjarðar sem næst er Siglufirði.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.Bændurnir hafa hins vegar rekið sig á vegg, sem er reglur flugmálayfirvalda um 500 metra hæðartakmörkun flygilda. Fjöllin á Fljótunum eru hins vegar 900 til 1.000 metra há. „Þannig að við komumst ekki alveg upp á topp. Við erum góðir að fá undanþágur, við bændur. Það er kannski spurning að fá undanþágu fyrir þetta.“ -Finnst ykkur þetta vera framtíðin? „Já, ég er alveg klár á því. Þetta gagnast við ýmislegt annað. Ég hef notað hann í veiðivörslu í Fljótaá líka og að njósna um nágrannana. Þannig að þetta er mjög þarft tæki á hverjum bæ.“ Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Bændur í Fljótum í Skagafirði hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. Reynsla þeirra bendir til að flygildi geti reynst íslenskum bændum þarfaþing við smalamennsku í erfiðu landslagi. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar drónamyndir af smölun og rætt við Halldór Gunnar Hálfdánarson, bónda á Molastöðum í Fljótum. „Það fækkar alltaf í sveitinni og við eldumst. Sporin verða erfiðari fyrir okkur þannig að við ætlum að láta þetta tæki leita fyrir okkur hlíðarnar og flýta fyrir göngum,“ segir Halldór.Halldór Gunnar Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum í Fljótum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Tröllaskagi er rómaður fyrir hrikalega fjallasali en þeir geta verið þeim mun erfiðari fyrir bændur að leita uppi eftirlegukindur seint á haustin. Dróninn sparar þeim sporin. „Við notum þetta í eftirleitum aðallega, förum og fljúgum um dalina og upp í þessi vik, sem við köllum, og látum hann skyggnast fyrir okkur. Við sitjum svo bara niðri og horfum í skjá og dæmum hvort við þurfum að fara upp eða ekki.“ Kindurnar sem í fyrstu hlupu undan drónanum voru hins vegar fljótar að yfirstíga óttann. Þær urðu forvitnar um þetta fljúgandi töfrartæki en þá var bara að fljúga örlítið nær.Séð niður Héðinsfjörð úr linsu drónans.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.En geta bændurnir notað drónann til að smala? Getur hann rekið féð? „Já, við höfum prófað það. Það þyrfti að gefa frá sér hávaða. Það vantar á hann flautu. Það er næsta verkefni vetrarins að græja það.“ Þeir eru sex bændur í Fljótum sem sameinuðust um kaup á drónanum í vor. Þeir notuðu svo sumarið til að æfa sig. Halldór segir drónann virka vel. „Já, svo lengi sem þú hefur sjónlínu við hann. Það er verra að missa sjónlínuna. Þá týnir þú honum. En hann kemur þá heim aftur. Hann er víst forritaður þannig." Séð yfir Molastaði úr flygildinu. Fljót eru sú sveit Skagafjarðar sem næst er Siglufirði.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.Bændurnir hafa hins vegar rekið sig á vegg, sem er reglur flugmálayfirvalda um 500 metra hæðartakmörkun flygilda. Fjöllin á Fljótunum eru hins vegar 900 til 1.000 metra há. „Þannig að við komumst ekki alveg upp á topp. Við erum góðir að fá undanþágur, við bændur. Það er kannski spurning að fá undanþágu fyrir þetta.“ -Finnst ykkur þetta vera framtíðin? „Já, ég er alveg klár á því. Þetta gagnast við ýmislegt annað. Ég hef notað hann í veiðivörslu í Fljótaá líka og að njósna um nágrannana. Þannig að þetta er mjög þarft tæki á hverjum bæ.“
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira