Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2016 20:00 Bændur í Fljótum í Skagafirði hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. Reynsla þeirra bendir til að flygildi geti reynst íslenskum bændum þarfaþing við smalamennsku í erfiðu landslagi. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar drónamyndir af smölun og rætt við Halldór Gunnar Hálfdánarson, bónda á Molastöðum í Fljótum. „Það fækkar alltaf í sveitinni og við eldumst. Sporin verða erfiðari fyrir okkur þannig að við ætlum að láta þetta tæki leita fyrir okkur hlíðarnar og flýta fyrir göngum,“ segir Halldór.Halldór Gunnar Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum í Fljótum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Tröllaskagi er rómaður fyrir hrikalega fjallasali en þeir geta verið þeim mun erfiðari fyrir bændur að leita uppi eftirlegukindur seint á haustin. Dróninn sparar þeim sporin. „Við notum þetta í eftirleitum aðallega, förum og fljúgum um dalina og upp í þessi vik, sem við köllum, og látum hann skyggnast fyrir okkur. Við sitjum svo bara niðri og horfum í skjá og dæmum hvort við þurfum að fara upp eða ekki.“ Kindurnar sem í fyrstu hlupu undan drónanum voru hins vegar fljótar að yfirstíga óttann. Þær urðu forvitnar um þetta fljúgandi töfrartæki en þá var bara að fljúga örlítið nær.Séð niður Héðinsfjörð úr linsu drónans.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.En geta bændurnir notað drónann til að smala? Getur hann rekið féð? „Já, við höfum prófað það. Það þyrfti að gefa frá sér hávaða. Það vantar á hann flautu. Það er næsta verkefni vetrarins að græja það.“ Þeir eru sex bændur í Fljótum sem sameinuðust um kaup á drónanum í vor. Þeir notuðu svo sumarið til að æfa sig. Halldór segir drónann virka vel. „Já, svo lengi sem þú hefur sjónlínu við hann. Það er verra að missa sjónlínuna. Þá týnir þú honum. En hann kemur þá heim aftur. Hann er víst forritaður þannig." Séð yfir Molastaði úr flygildinu. Fljót eru sú sveit Skagafjarðar sem næst er Siglufirði.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.Bændurnir hafa hins vegar rekið sig á vegg, sem er reglur flugmálayfirvalda um 500 metra hæðartakmörkun flygilda. Fjöllin á Fljótunum eru hins vegar 900 til 1.000 metra há. „Þannig að við komumst ekki alveg upp á topp. Við erum góðir að fá undanþágur, við bændur. Það er kannski spurning að fá undanþágu fyrir þetta.“ -Finnst ykkur þetta vera framtíðin? „Já, ég er alveg klár á því. Þetta gagnast við ýmislegt annað. Ég hef notað hann í veiðivörslu í Fljótaá líka og að njósna um nágrannana. Þannig að þetta er mjög þarft tæki á hverjum bæ.“ Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Bændur í Fljótum í Skagafirði hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. Reynsla þeirra bendir til að flygildi geti reynst íslenskum bændum þarfaþing við smalamennsku í erfiðu landslagi. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar drónamyndir af smölun og rætt við Halldór Gunnar Hálfdánarson, bónda á Molastöðum í Fljótum. „Það fækkar alltaf í sveitinni og við eldumst. Sporin verða erfiðari fyrir okkur þannig að við ætlum að láta þetta tæki leita fyrir okkur hlíðarnar og flýta fyrir göngum,“ segir Halldór.Halldór Gunnar Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum í Fljótum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Tröllaskagi er rómaður fyrir hrikalega fjallasali en þeir geta verið þeim mun erfiðari fyrir bændur að leita uppi eftirlegukindur seint á haustin. Dróninn sparar þeim sporin. „Við notum þetta í eftirleitum aðallega, förum og fljúgum um dalina og upp í þessi vik, sem við köllum, og látum hann skyggnast fyrir okkur. Við sitjum svo bara niðri og horfum í skjá og dæmum hvort við þurfum að fara upp eða ekki.“ Kindurnar sem í fyrstu hlupu undan drónanum voru hins vegar fljótar að yfirstíga óttann. Þær urðu forvitnar um þetta fljúgandi töfrartæki en þá var bara að fljúga örlítið nær.Séð niður Héðinsfjörð úr linsu drónans.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.En geta bændurnir notað drónann til að smala? Getur hann rekið féð? „Já, við höfum prófað það. Það þyrfti að gefa frá sér hávaða. Það vantar á hann flautu. Það er næsta verkefni vetrarins að græja það.“ Þeir eru sex bændur í Fljótum sem sameinuðust um kaup á drónanum í vor. Þeir notuðu svo sumarið til að æfa sig. Halldór segir drónann virka vel. „Já, svo lengi sem þú hefur sjónlínu við hann. Það er verra að missa sjónlínuna. Þá týnir þú honum. En hann kemur þá heim aftur. Hann er víst forritaður þannig." Séð yfir Molastaði úr flygildinu. Fljót eru sú sveit Skagafjarðar sem næst er Siglufirði.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.Bændurnir hafa hins vegar rekið sig á vegg, sem er reglur flugmálayfirvalda um 500 metra hæðartakmörkun flygilda. Fjöllin á Fljótunum eru hins vegar 900 til 1.000 metra há. „Þannig að við komumst ekki alveg upp á topp. Við erum góðir að fá undanþágur, við bændur. Það er kannski spurning að fá undanþágu fyrir þetta.“ -Finnst ykkur þetta vera framtíðin? „Já, ég er alveg klár á því. Þetta gagnast við ýmislegt annað. Ég hef notað hann í veiðivörslu í Fljótaá líka og að njósna um nágrannana. Þannig að þetta er mjög þarft tæki á hverjum bæ.“
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent