Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2016 20:00 Bændur í Fljótum í Skagafirði hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. Reynsla þeirra bendir til að flygildi geti reynst íslenskum bændum þarfaþing við smalamennsku í erfiðu landslagi. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar drónamyndir af smölun og rætt við Halldór Gunnar Hálfdánarson, bónda á Molastöðum í Fljótum. „Það fækkar alltaf í sveitinni og við eldumst. Sporin verða erfiðari fyrir okkur þannig að við ætlum að láta þetta tæki leita fyrir okkur hlíðarnar og flýta fyrir göngum,“ segir Halldór.Halldór Gunnar Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum í Fljótum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Tröllaskagi er rómaður fyrir hrikalega fjallasali en þeir geta verið þeim mun erfiðari fyrir bændur að leita uppi eftirlegukindur seint á haustin. Dróninn sparar þeim sporin. „Við notum þetta í eftirleitum aðallega, förum og fljúgum um dalina og upp í þessi vik, sem við köllum, og látum hann skyggnast fyrir okkur. Við sitjum svo bara niðri og horfum í skjá og dæmum hvort við þurfum að fara upp eða ekki.“ Kindurnar sem í fyrstu hlupu undan drónanum voru hins vegar fljótar að yfirstíga óttann. Þær urðu forvitnar um þetta fljúgandi töfrartæki en þá var bara að fljúga örlítið nær.Séð niður Héðinsfjörð úr linsu drónans.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.En geta bændurnir notað drónann til að smala? Getur hann rekið féð? „Já, við höfum prófað það. Það þyrfti að gefa frá sér hávaða. Það vantar á hann flautu. Það er næsta verkefni vetrarins að græja það.“ Þeir eru sex bændur í Fljótum sem sameinuðust um kaup á drónanum í vor. Þeir notuðu svo sumarið til að æfa sig. Halldór segir drónann virka vel. „Já, svo lengi sem þú hefur sjónlínu við hann. Það er verra að missa sjónlínuna. Þá týnir þú honum. En hann kemur þá heim aftur. Hann er víst forritaður þannig." Séð yfir Molastaði úr flygildinu. Fljót eru sú sveit Skagafjarðar sem næst er Siglufirði.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.Bændurnir hafa hins vegar rekið sig á vegg, sem er reglur flugmálayfirvalda um 500 metra hæðartakmörkun flygilda. Fjöllin á Fljótunum eru hins vegar 900 til 1.000 metra há. „Þannig að við komumst ekki alveg upp á topp. Við erum góðir að fá undanþágur, við bændur. Það er kannski spurning að fá undanþágu fyrir þetta.“ -Finnst ykkur þetta vera framtíðin? „Já, ég er alveg klár á því. Þetta gagnast við ýmislegt annað. Ég hef notað hann í veiðivörslu í Fljótaá líka og að njósna um nágrannana. Þannig að þetta er mjög þarft tæki á hverjum bæ.“ Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Bændur í Fljótum í Skagafirði hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. Reynsla þeirra bendir til að flygildi geti reynst íslenskum bændum þarfaþing við smalamennsku í erfiðu landslagi. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar drónamyndir af smölun og rætt við Halldór Gunnar Hálfdánarson, bónda á Molastöðum í Fljótum. „Það fækkar alltaf í sveitinni og við eldumst. Sporin verða erfiðari fyrir okkur þannig að við ætlum að láta þetta tæki leita fyrir okkur hlíðarnar og flýta fyrir göngum,“ segir Halldór.Halldór Gunnar Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum í Fljótum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Tröllaskagi er rómaður fyrir hrikalega fjallasali en þeir geta verið þeim mun erfiðari fyrir bændur að leita uppi eftirlegukindur seint á haustin. Dróninn sparar þeim sporin. „Við notum þetta í eftirleitum aðallega, förum og fljúgum um dalina og upp í þessi vik, sem við köllum, og látum hann skyggnast fyrir okkur. Við sitjum svo bara niðri og horfum í skjá og dæmum hvort við þurfum að fara upp eða ekki.“ Kindurnar sem í fyrstu hlupu undan drónanum voru hins vegar fljótar að yfirstíga óttann. Þær urðu forvitnar um þetta fljúgandi töfrartæki en þá var bara að fljúga örlítið nær.Séð niður Héðinsfjörð úr linsu drónans.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.En geta bændurnir notað drónann til að smala? Getur hann rekið féð? „Já, við höfum prófað það. Það þyrfti að gefa frá sér hávaða. Það vantar á hann flautu. Það er næsta verkefni vetrarins að græja það.“ Þeir eru sex bændur í Fljótum sem sameinuðust um kaup á drónanum í vor. Þeir notuðu svo sumarið til að æfa sig. Halldór segir drónann virka vel. „Já, svo lengi sem þú hefur sjónlínu við hann. Það er verra að missa sjónlínuna. Þá týnir þú honum. En hann kemur þá heim aftur. Hann er víst forritaður þannig." Séð yfir Molastaði úr flygildinu. Fljót eru sú sveit Skagafjarðar sem næst er Siglufirði.Drónamynd/Halldór Gunnar Hálfdánarson.Bændurnir hafa hins vegar rekið sig á vegg, sem er reglur flugmálayfirvalda um 500 metra hæðartakmörkun flygilda. Fjöllin á Fljótunum eru hins vegar 900 til 1.000 metra há. „Þannig að við komumst ekki alveg upp á topp. Við erum góðir að fá undanþágur, við bændur. Það er kannski spurning að fá undanþágu fyrir þetta.“ -Finnst ykkur þetta vera framtíðin? „Já, ég er alveg klár á því. Þetta gagnast við ýmislegt annað. Ég hef notað hann í veiðivörslu í Fljótaá líka og að njósna um nágrannana. Þannig að þetta er mjög þarft tæki á hverjum bæ.“
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira