Enginn kaupmáli: Búa sig undir það versta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. september 2024 10:34 Ben Affleck og Jennifer Lopez í New York þann 30. mars síðastliðinn. Þetta varð síðasta skiptið sem þau sáust opinberlega saman sem hjón. MEGA/GC Images Ben Affleck og Jennifer Lopez búa sig nú bæði undir hið versta, að allt fari í bál og brand þegar skilnaður þeirra gengur í gegn. Ástæðan er sú að sögn bandarískra slúðurmiðla að þau undirrituðu engan kaupmála áður en þau giftu sig árið 2022. Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðilinn PageSix. Eins og fram hefur komið ætla fyrrverandi ofurhjónin að skilja að borði og sæng. Þau hafa ekki sést saman opinberlega síðan í mars og var þrálátur orðrómur á kreiki um margra mánaða skeið að ekki væri allt með felldu. Það kom á daginn. Miðillinn hefur eftir skilnaðarlögfræðingnum Lauru Wasser, sem sér um að ganga frá samningunum að það séu fjármálin sem séu helsta ljónið í veginum. Lopez hafi ekki tilgreint sameiginlegar eignir hjónanna þegar hún sótti um skilnað. Heildareignir Jennifer Lopez hljóða upp á 400 milljónir Bandaríkjadollara, því sem nemur rúmum 55 milljörðum íslenskra króna. Á meðan eru heildareignir Ben Affleck rétt rúmar 150 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúmlega 21 milljarðar íslenskra króna. Vill ekki eftirláta Affleck krónu Þar sem hjónin hafi ekki undirritað kaupmála myndu eignir þeirra allajafna skiptast jafnt á milli þeirra, komist þau ekki að samkomulagi um annað. Lög í Kaliforníu kveða hinsvegar á um að einungis þær tekjur sem þau hafi aflað sér á meðan þau voru gift skuli skiptast þeirra á milli. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að það séu þó engar smávægilegar upphæðir. Lopez hafi leikið í þó nokkrum kvikmyndum líkt og Shotgun Wedding, The Mother, This is Me...Now og Atlas. Ben Affleck á meðan leikið í kvikmyndum líkt og Air og The Accountant 2. Þá er þess getið að þau hafi leikið saman í auglýsingum fyrir kleinuhringjarisann Dunkin Donuts. Þau hafi auk þess keypt sér glæsivillu í Beverly Hills í fyrra, sem nú er á sölu en virði hennar er 68 milljónir Bandaríkjadollara eða því sem nemur níu og hálfum milljarði íslenskra króna. Fram kemur í umfjöllun PageSix að Lopez hafi beðið lögmann sinn um að hafna öllum beiðnum Affleck um fjármuni. Um er að ræða fjórða skilnað Lopez og annan skilnað Affleck. Tekjur af Dunkin Donuts auglýsingu þeirra hjóna sem birtist í febrúar á Super Bowl gæti orðið þrætuepli. Hollywood Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðilinn PageSix. Eins og fram hefur komið ætla fyrrverandi ofurhjónin að skilja að borði og sæng. Þau hafa ekki sést saman opinberlega síðan í mars og var þrálátur orðrómur á kreiki um margra mánaða skeið að ekki væri allt með felldu. Það kom á daginn. Miðillinn hefur eftir skilnaðarlögfræðingnum Lauru Wasser, sem sér um að ganga frá samningunum að það séu fjármálin sem séu helsta ljónið í veginum. Lopez hafi ekki tilgreint sameiginlegar eignir hjónanna þegar hún sótti um skilnað. Heildareignir Jennifer Lopez hljóða upp á 400 milljónir Bandaríkjadollara, því sem nemur rúmum 55 milljörðum íslenskra króna. Á meðan eru heildareignir Ben Affleck rétt rúmar 150 milljónir Bandaríkjadollara, eða rúmlega 21 milljarðar íslenskra króna. Vill ekki eftirláta Affleck krónu Þar sem hjónin hafi ekki undirritað kaupmála myndu eignir þeirra allajafna skiptast jafnt á milli þeirra, komist þau ekki að samkomulagi um annað. Lög í Kaliforníu kveða hinsvegar á um að einungis þær tekjur sem þau hafi aflað sér á meðan þau voru gift skuli skiptast þeirra á milli. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að það séu þó engar smávægilegar upphæðir. Lopez hafi leikið í þó nokkrum kvikmyndum líkt og Shotgun Wedding, The Mother, This is Me...Now og Atlas. Ben Affleck á meðan leikið í kvikmyndum líkt og Air og The Accountant 2. Þá er þess getið að þau hafi leikið saman í auglýsingum fyrir kleinuhringjarisann Dunkin Donuts. Þau hafi auk þess keypt sér glæsivillu í Beverly Hills í fyrra, sem nú er á sölu en virði hennar er 68 milljónir Bandaríkjadollara eða því sem nemur níu og hálfum milljarði íslenskra króna. Fram kemur í umfjöllun PageSix að Lopez hafi beðið lögmann sinn um að hafna öllum beiðnum Affleck um fjármuni. Um er að ræða fjórða skilnað Lopez og annan skilnað Affleck. Tekjur af Dunkin Donuts auglýsingu þeirra hjóna sem birtist í febrúar á Super Bowl gæti orðið þrætuepli.
Hollywood Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira