Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2024 08:02 „Fyrst og fremst finnst mér meðvirkni ótrúlega spennandi og hef sjálf verið að vinna í minni meðvirkni. Svo er gaman að sjá hvernig meðvirkni birtist í samfélaginu, inni á vinnustöðum, í stjórnmálum og út um allt,“ segir Hrefna Lind Lárusdótir sem fer fyrir Codapent-hópnum. Vísir/RAX Ertu meðvirkur en nennir ekki sjálfsvinnu og löngu bataferli? Codapent er ný lyfjameðferð við meðvirkni. Á morgun verður borðið upp á heimakynningu á Codapent á Hamraborg Festival þar sem meðvirkir geta prófað meðferðina á eigin skinni. Sviðshöfundurinn Hrefna Lind Lárusdóttur fer fyrir Codapent sem er, auk þess að vera meðferðarúrræði, í senn listrannsóknarhópur og kapítalískur gjörningur. Með henni í hópnum eru Pétur Eggertsson tónlistarmaður, Sigurður Unnar Birgisson myndlistarmaður og Guðný Hrund Sigurðardóttir, leikmynda- og búningahönnuður. Nafnið Codapent er dregið af codependent, enska orðinu yfir meðvirkni. Hrefna segir að áhugi hennar á meðvirkni hafi verið kveikjan að verkefninu og sérstaklega hafi henni þótt sláandi hvað oft taki langan tíma að ná bata. „Það að vinna í sjálfum sér er ógeðslega löng vinna og fólk verður oft svo bataþreytt ef það byrjar. Það kom upp í einhverju samtali: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu og þetta væri komið“ og þannig kom hugmyndin.“ Með Hrefnu í Codependent-kvartettnum eru Pétur, Sigurður Unnar og Guðný Hrund.Ásmundarsalur Hvað er Codapent? Að sögn Hrefnu er hugmyndin með Codapent að hægt sé að ná skjótum bata við meðvirkni með lyfleysu. Vinna hópsins byggist á rannsóknarspurningunni Hvernig er hægt að iðka lyfleysu innan skapandi rýmis? „Rannsóknir sýna að lyfleysa virkar oft vel og við erum að skoða hvernig listin getur læknað. Umgjörðin þarf að vera trúverðug og við höfum verið í samstarfi við lyflækni sem veit mikið um lyfleysur, og einnig klínískan sálfræðing og grasalækni,“ segir hún. Hér má sjá logo Codapent sem svipar mjög til sígildra lyfjafyrirtækjalógóa og er líka í laginu eins og pilla.Codapent Fyrir ári síðan stofnuðu Hrefna og Pétur svokallaðan tilfinningakór sem hefur bæði verið í rýnihópi Codapent og komið fram með stofnmeðlimunum fjórum á listahátíðum, þar á meðal á Hönnunarmars í ár. Í ágúst þróuðu Codapent-fjórmenningarnir nýja vörulínu sem var til sýnis í Ásmundarsal helgina 24. til 25. ágúst og verða vörurnar sýndar á heimakynningum Codapent á næstunni. Fyrsta heimakynningin verður haldin heima hjá Pétri Eggertssyni í Hamraborginni sem hluti af listahátíðinni Hamraborg Festival í Kópavogi. Hátíðin hófst fimmtudaginn 29. ágúst og henni lýkur á morgun, fimmtudaginn 5. september. Leið til að framkalla sjálfan sig Meðal vara Codapent eru skúlptúra-pilluglös sem byggja á hugmyndum um partaþerapíu. Slík meðferð byggir á því að manneskjan sé samsett út mörgum innri pörtum. Lendi fólk í áföllum geta partar þess tekið að sér hlutverk til að verja viðkomandi fyrir sársauka. Einn af skúlptúrunum sem er um leið pilluglas.Ásmundarsalur Hrefna segir að markmiðið í partaþerapíunni sé að draga fram ákveðna parta sem þurfa meiri sýnileika. Meðal parta sem Codapent-meðferðin vinnur með eru stjórnsemi, ábyrgðarleysi, ósjálfstæði og markaleysi. Allt eru þetta dæmigerðir eiginleikar meðvirkra. Þá tók tilfinningakórinn upp sérstaka bata-kassettu og fjórmenningarnir unnu bata-te úr íslenskri hvönn. Þeir sem finna fyrir skjótum bata á heimak geta síðan fengið sérstök bata-bréf sem viðurkenningu á árangrinum. Tilfinningakórinn tók upp tónlist fyrir sérstaka Bataplötu.Ásmundarsalur Einnig er boðið upp á partaportrett og getur fólk tekið myndir af þeim parti sem það vill vinna í. „Þegar maður er meðvirkur er maður ósýnilegur og á erfitt með að taka pláss. Ef við förum í partaportrett tökum við mynd á polaroid, viðurkennum eiginleika okkar og erum að framkallast til að verða sýnileg,“ segir Hrefna um portrettin. Viðtakandi þessa bréfs hefur náð að rata í átt að bata.Ásmundarsalur Kapítalísk heimakynning sem læknandi leikhús Einn liður Codapent er sköpunin, annar sjálf listaverkin og sá þriðji heimakynningar. Sögulega séð eru heimakynningar kapítalísk fyrirbæri, leið til að selja fólki Tupperware eða aðrar sambærilegar vörur, þó nú til dags séu það aðallega unaðsvörur ef marka má Google-leit. Heimakynning Codapent er hins vegar framlenging á listinni, sviðslistagjörningur sem áhorfendur geta tekið þátt í. Rétt eins og í leikhúsi verður maður að trúa á vöruna sem maður kaupir og lyfið sem maður innbyrðir. Á heimakynningunum geta meðvirkir séð hvort Codapent-meðferðin hefur raunveruleg áhrif á þá. „Við kynnum vörurnar, kórinn mun syngja, við munum heyra einhverjar batasögur og vera saman í rýminu,“ segir Hrefna um heimakynninguna. Eins og fram hefur komið fer hún fram á Hamraborg Festival á morgun heima hjá Pétri Eggertssyni, kórstjóra tilfinningakórsins. Heimilisfangið verður ekki gefið upp nema fyrir þá sem hafa tryggt sér pláss á kynningunni sem er hægt að gera með því að senda póst á codapent@gmail.com. Myndlist Leikhús Tónlist Lyf Kópavogur Tengdar fréttir Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Mest lesið Skilnaður handan við hornið hjá Kanye og Biöncu Lífið Stofnar eigin útgáfu og byrjar í ruslinu Lífið „Fólk í kringum þessa einstaklinga er á nálum“ Lífið Kim vandræðaleg á tónleikum með nýrri eiginkonu Kanye Lífið Bergrún Íris og Kolbrún keyptu í Hafnarfirði Lífið Eins og þruma úr heiðskíru lofti Lífið Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Lífið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Menning Stjörnulífið: Skvísustælar við bakkann og áminning um óöryggi Lífið Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Lífið samstarf Fleiri fréttir Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“ Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Sjá meira
Sviðshöfundurinn Hrefna Lind Lárusdóttur fer fyrir Codapent sem er, auk þess að vera meðferðarúrræði, í senn listrannsóknarhópur og kapítalískur gjörningur. Með henni í hópnum eru Pétur Eggertsson tónlistarmaður, Sigurður Unnar Birgisson myndlistarmaður og Guðný Hrund Sigurðardóttir, leikmynda- og búningahönnuður. Nafnið Codapent er dregið af codependent, enska orðinu yfir meðvirkni. Hrefna segir að áhugi hennar á meðvirkni hafi verið kveikjan að verkefninu og sérstaklega hafi henni þótt sláandi hvað oft taki langan tíma að ná bata. „Það að vinna í sjálfum sér er ógeðslega löng vinna og fólk verður oft svo bataþreytt ef það byrjar. Það kom upp í einhverju samtali: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu og þetta væri komið“ og þannig kom hugmyndin.“ Með Hrefnu í Codependent-kvartettnum eru Pétur, Sigurður Unnar og Guðný Hrund.Ásmundarsalur Hvað er Codapent? Að sögn Hrefnu er hugmyndin með Codapent að hægt sé að ná skjótum bata við meðvirkni með lyfleysu. Vinna hópsins byggist á rannsóknarspurningunni Hvernig er hægt að iðka lyfleysu innan skapandi rýmis? „Rannsóknir sýna að lyfleysa virkar oft vel og við erum að skoða hvernig listin getur læknað. Umgjörðin þarf að vera trúverðug og við höfum verið í samstarfi við lyflækni sem veit mikið um lyfleysur, og einnig klínískan sálfræðing og grasalækni,“ segir hún. Hér má sjá logo Codapent sem svipar mjög til sígildra lyfjafyrirtækjalógóa og er líka í laginu eins og pilla.Codapent Fyrir ári síðan stofnuðu Hrefna og Pétur svokallaðan tilfinningakór sem hefur bæði verið í rýnihópi Codapent og komið fram með stofnmeðlimunum fjórum á listahátíðum, þar á meðal á Hönnunarmars í ár. Í ágúst þróuðu Codapent-fjórmenningarnir nýja vörulínu sem var til sýnis í Ásmundarsal helgina 24. til 25. ágúst og verða vörurnar sýndar á heimakynningum Codapent á næstunni. Fyrsta heimakynningin verður haldin heima hjá Pétri Eggertssyni í Hamraborginni sem hluti af listahátíðinni Hamraborg Festival í Kópavogi. Hátíðin hófst fimmtudaginn 29. ágúst og henni lýkur á morgun, fimmtudaginn 5. september. Leið til að framkalla sjálfan sig Meðal vara Codapent eru skúlptúra-pilluglös sem byggja á hugmyndum um partaþerapíu. Slík meðferð byggir á því að manneskjan sé samsett út mörgum innri pörtum. Lendi fólk í áföllum geta partar þess tekið að sér hlutverk til að verja viðkomandi fyrir sársauka. Einn af skúlptúrunum sem er um leið pilluglas.Ásmundarsalur Hrefna segir að markmiðið í partaþerapíunni sé að draga fram ákveðna parta sem þurfa meiri sýnileika. Meðal parta sem Codapent-meðferðin vinnur með eru stjórnsemi, ábyrgðarleysi, ósjálfstæði og markaleysi. Allt eru þetta dæmigerðir eiginleikar meðvirkra. Þá tók tilfinningakórinn upp sérstaka bata-kassettu og fjórmenningarnir unnu bata-te úr íslenskri hvönn. Þeir sem finna fyrir skjótum bata á heimak geta síðan fengið sérstök bata-bréf sem viðurkenningu á árangrinum. Tilfinningakórinn tók upp tónlist fyrir sérstaka Bataplötu.Ásmundarsalur Einnig er boðið upp á partaportrett og getur fólk tekið myndir af þeim parti sem það vill vinna í. „Þegar maður er meðvirkur er maður ósýnilegur og á erfitt með að taka pláss. Ef við förum í partaportrett tökum við mynd á polaroid, viðurkennum eiginleika okkar og erum að framkallast til að verða sýnileg,“ segir Hrefna um portrettin. Viðtakandi þessa bréfs hefur náð að rata í átt að bata.Ásmundarsalur Kapítalísk heimakynning sem læknandi leikhús Einn liður Codapent er sköpunin, annar sjálf listaverkin og sá þriðji heimakynningar. Sögulega séð eru heimakynningar kapítalísk fyrirbæri, leið til að selja fólki Tupperware eða aðrar sambærilegar vörur, þó nú til dags séu það aðallega unaðsvörur ef marka má Google-leit. Heimakynning Codapent er hins vegar framlenging á listinni, sviðslistagjörningur sem áhorfendur geta tekið þátt í. Rétt eins og í leikhúsi verður maður að trúa á vöruna sem maður kaupir og lyfið sem maður innbyrðir. Á heimakynningunum geta meðvirkir séð hvort Codapent-meðferðin hefur raunveruleg áhrif á þá. „Við kynnum vörurnar, kórinn mun syngja, við munum heyra einhverjar batasögur og vera saman í rýminu,“ segir Hrefna um heimakynninguna. Eins og fram hefur komið fer hún fram á Hamraborg Festival á morgun heima hjá Pétri Eggertssyni, kórstjóra tilfinningakórsins. Heimilisfangið verður ekki gefið upp nema fyrir þá sem hafa tryggt sér pláss á kynningunni sem er hægt að gera með því að senda póst á codapent@gmail.com.
Myndlist Leikhús Tónlist Lyf Kópavogur Tengdar fréttir Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Mest lesið Skilnaður handan við hornið hjá Kanye og Biöncu Lífið Stofnar eigin útgáfu og byrjar í ruslinu Lífið „Fólk í kringum þessa einstaklinga er á nálum“ Lífið Kim vandræðaleg á tónleikum með nýrri eiginkonu Kanye Lífið Bergrún Íris og Kolbrún keyptu í Hafnarfirði Lífið Eins og þruma úr heiðskíru lofti Lífið Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Lífið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Menning Stjörnulífið: Skvísustælar við bakkann og áminning um óöryggi Lífið Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Lífið samstarf Fleiri fréttir Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“ Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Sjá meira
Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01