„Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. september 2024 12:36 Áslaug Arna segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að leita aftur í ræturnar. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn þurfa að leita í ræturnar. Óánægju kjósenda megi meðal annars rekja til þess að flokkurinn hafi þurft að lúffa í ýmsum málaflokkum í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Óánægju hefur gætt meðal margra sjálfstæðismanna vegna nýjustu skoðanakannana, en flokkurinn mældist í síðustu könnun Maskínu með 13,9 prósenta fylgi og hefur aldrei mælst minni. Ungliðar í flokknum hafa meðal annars gagnrýnt forystuna, ekki síst eftir flokksráðsfund sem fram fór um helgina, þar sem þeir segja stöðu flokksins ekki hafa verið rædda nógu opinskátt og jafnvel að umræðan hafi verið þögguð af forystunni. Undir þetta segist Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki geta tekið undir. „Fundurinn var frábær. Þar voru hátt í fjögur hundruð manns og allir komust að í umræðu um stöðu flokksins, það var sett sérstaklega á dagskrá. Hún var rædd meðal allra fundargesta. Auðvitað má svo hafa skoðun á því hvernig dagskráin er byggð upp eða annað slíkt en fundurinn var frábær. Það var gaman að tala við flokksmenn og mjög mikilvægt fyrir okkur í þessari stöðu að geta einmitt rætt um stöðu flokksins sem var sett sérstaklega á dagskrá,“ sagði Áslaug Arna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Allir séu sammála um að staðan sé óásættanleg. „Ég lagði mikla áherslu á það að við færum aftur í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem er stefna sem á við miklu fleiri landsmenn en gefa sig upp á Sjálfstæðisflokkinn í dag. Að við færum aftur í kjarnann okkar, skilgreindum okkur sjálf og værum ekki beygð undan því. En við myndum auðvitað líka setja skýr mál á dagskrá.“ Hún segir að hægt sé að benda á margt sem mögulegan sökudólg. „Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir, sem kjósendur okkar eru meðal annars ósáttir við,“ sagði Áslaug. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Óánægju hefur gætt meðal margra sjálfstæðismanna vegna nýjustu skoðanakannana, en flokkurinn mældist í síðustu könnun Maskínu með 13,9 prósenta fylgi og hefur aldrei mælst minni. Ungliðar í flokknum hafa meðal annars gagnrýnt forystuna, ekki síst eftir flokksráðsfund sem fram fór um helgina, þar sem þeir segja stöðu flokksins ekki hafa verið rædda nógu opinskátt og jafnvel að umræðan hafi verið þögguð af forystunni. Undir þetta segist Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki geta tekið undir. „Fundurinn var frábær. Þar voru hátt í fjögur hundruð manns og allir komust að í umræðu um stöðu flokksins, það var sett sérstaklega á dagskrá. Hún var rædd meðal allra fundargesta. Auðvitað má svo hafa skoðun á því hvernig dagskráin er byggð upp eða annað slíkt en fundurinn var frábær. Það var gaman að tala við flokksmenn og mjög mikilvægt fyrir okkur í þessari stöðu að geta einmitt rætt um stöðu flokksins sem var sett sérstaklega á dagskrá,“ sagði Áslaug Arna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Allir séu sammála um að staðan sé óásættanleg. „Ég lagði mikla áherslu á það að við færum aftur í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem er stefna sem á við miklu fleiri landsmenn en gefa sig upp á Sjálfstæðisflokkinn í dag. Að við færum aftur í kjarnann okkar, skilgreindum okkur sjálf og værum ekki beygð undan því. En við myndum auðvitað líka setja skýr mál á dagskrá.“ Hún segir að hægt sé að benda á margt sem mögulegan sökudólg. „Við erum búin að sitja í ríkisstjórn þar sem við höfum gefið ýmislegt eftir, sem kjósendur okkar eru meðal annars ósáttir við,“ sagði Áslaug.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21
Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35