Unglingaslagsmál á Selfossi á borði lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 2. september 2024 10:10 Slagsmálin voru við Ölfusárbrú á Selfossi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar slagsmál unglinga undir Ölfusárbrú á Selfossi í gærkvöldi. Íbúi í bænum fullyrðir að fjórir til fimm grímuklæddir hafi ráðist að einum. Uppi varð fótur og fit í hópi íbúa á Selfossi í gær þar sem foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín. Þorsteinn Kristinsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi segir rannsókn málsins á algeru frumstigi. Hann segir lögreglu nú afla gagna í málinu en það sem sé til skoðunar séu myndbandsupptökur af atvikinu sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og við erum að reyna að ná utan um þetta. Það er verið að leita í öllum myndavélum sem eru þarna og svo eru einhver myndskeið sem hafa verið tekin upp sem við erum að nota,“ segir Þorsteinn. Eru þau í dreifingu? „Ég veit það ekki nákvæmlega. Við erum með höndum myndband en ég veit ekki hvort, hvar eða hversu mikla dreifingu það hefur fengið.“ Alltaf alvarlegt Þorsteinn segir lögreglu vita að um hóp manna var að ræða. Það sé unnið að því að komast að því hverjir þeir eru. „Þolandinn er þekktur. Við höfum náð sambandi við hann. Þetta er hópur manna. Það er ljóst. En hver gerði hvað það er allt til rannsóknar,“ segir Þorsteinn. Drengurinn leitaði á slysadeild eftir árásina. „Það má segja að þetta hafi sloppið til en þetta er alltaf alvarlegt,“ segir hann um áverka drengsins. Huldu andlit sín Að neðan má sjá færslu móður sem lýsti því sem hún varð vitni að. Hún hefði tilkynnt málið til lögreglu. „Fyrr í kvöld voru ljót slagsmál við/undir Ölfusárbrú, Tryggvaskálamegin. Ef þú átt strák ca 15-18 ára með áverka eftir kvöldið væri ráð að spjalla við hann og reyna að fá frekari upplýsingar. Þetta voru 4-5 strákar á móti einum. Nokkrir áhorfendur til hliðar. Greinilega skipulagt því gerendur og áhorfendur földu andlit sín með grímum og hettum. Þetta voru grimm slagsmál en leystust upp þegar vitni reyndu að stoppa þá. Lögreglan var kölluð til og komu rétt eftir að þeir hlupu í burtu. Veit ekki hvort þeir náðu í skottið á einhverjum þeirra.“ Ráðist á dreng á leið í sund Þá vakti kona í Breiðholti athygli á því að hafa orðið vitni að líkamsárás fyrir utan Breiðholtslaug á öðrum tímanum í gær. Lýsti hún því að hópur ungra krakka, líklega fimm, ráðist að unglingsdreng á leið í sund. Þolandinn og vinir hans hefðu verið af asískum uppruna. „Hann var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli og afþakkaði alla aðstoð bæði frá mér og starfsfólki laugarinnar. Ég hef áhyggjur af því að hann hafi hlotið heilahristing og meiri skaða af þessu en hann þorði að viðurkenna, elsku drengurinn og því er mikilvægt að hann komist undir læknishendur.“ Hvatt er til þess í þessari umræðu sem fleirum að foreldrar taki höndum saman og reyni að takast á við ofbeldi ungmenna. „Ræðum við börnin, stoppum þetta rugl!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Uppi varð fótur og fit í hópi íbúa á Selfossi í gær þar sem foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín. Þorsteinn Kristinsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi segir rannsókn málsins á algeru frumstigi. Hann segir lögreglu nú afla gagna í málinu en það sem sé til skoðunar séu myndbandsupptökur af atvikinu sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og við erum að reyna að ná utan um þetta. Það er verið að leita í öllum myndavélum sem eru þarna og svo eru einhver myndskeið sem hafa verið tekin upp sem við erum að nota,“ segir Þorsteinn. Eru þau í dreifingu? „Ég veit það ekki nákvæmlega. Við erum með höndum myndband en ég veit ekki hvort, hvar eða hversu mikla dreifingu það hefur fengið.“ Alltaf alvarlegt Þorsteinn segir lögreglu vita að um hóp manna var að ræða. Það sé unnið að því að komast að því hverjir þeir eru. „Þolandinn er þekktur. Við höfum náð sambandi við hann. Þetta er hópur manna. Það er ljóst. En hver gerði hvað það er allt til rannsóknar,“ segir Þorsteinn. Drengurinn leitaði á slysadeild eftir árásina. „Það má segja að þetta hafi sloppið til en þetta er alltaf alvarlegt,“ segir hann um áverka drengsins. Huldu andlit sín Að neðan má sjá færslu móður sem lýsti því sem hún varð vitni að. Hún hefði tilkynnt málið til lögreglu. „Fyrr í kvöld voru ljót slagsmál við/undir Ölfusárbrú, Tryggvaskálamegin. Ef þú átt strák ca 15-18 ára með áverka eftir kvöldið væri ráð að spjalla við hann og reyna að fá frekari upplýsingar. Þetta voru 4-5 strákar á móti einum. Nokkrir áhorfendur til hliðar. Greinilega skipulagt því gerendur og áhorfendur földu andlit sín með grímum og hettum. Þetta voru grimm slagsmál en leystust upp þegar vitni reyndu að stoppa þá. Lögreglan var kölluð til og komu rétt eftir að þeir hlupu í burtu. Veit ekki hvort þeir náðu í skottið á einhverjum þeirra.“ Ráðist á dreng á leið í sund Þá vakti kona í Breiðholti athygli á því að hafa orðið vitni að líkamsárás fyrir utan Breiðholtslaug á öðrum tímanum í gær. Lýsti hún því að hópur ungra krakka, líklega fimm, ráðist að unglingsdreng á leið í sund. Þolandinn og vinir hans hefðu verið af asískum uppruna. „Hann var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli og afþakkaði alla aðstoð bæði frá mér og starfsfólki laugarinnar. Ég hef áhyggjur af því að hann hafi hlotið heilahristing og meiri skaða af þessu en hann þorði að viðurkenna, elsku drengurinn og því er mikilvægt að hann komist undir læknishendur.“ Hvatt er til þess í þessari umræðu sem fleirum að foreldrar taki höndum saman og reyni að takast á við ofbeldi ungmenna. „Ræðum við börnin, stoppum þetta rugl!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira