Beið í fleiri tíma og fékk ekki miða: „Það var miklu auðveldara að fá miða á Taylor Swift“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 23:56 Sædís Anna Jónsdóttir er ein þeirra sem beið í fleiri klukkutíma í röð. Segja má að miðasölukerfi Ticketmaster hafi verið við það að brenna yfirum þegar miðar á tónleikaröð Oasis fóru í sölu. Samsett/Getty/Yui Mok/PA Images Það varð uppselt á aðeins nokkrum klukkustundum á alla sautján fyrirhugaða tónleika bresku sveitarinnar Oasis sem kemur saman að nýju á næsta ári eftir áralangt hlé, en miðar á tónleikana fóru í sölu í morgun. Aðdáendur hljómsveitarinnar um allan heim börðust um miða á tónleikana í dag, og biðu í fleiri klukkustundir í röð til þess eins að komast inn í miðasölukerfið. Sumir voru heppnir en aðrir komu að tómum kofanum. Ein þeirra sem ekki hafði erindi sem erfiði er Sædís Anna Jónsdóttir, sem freistaði þess að ná miða á tónleikana og var komin í röð snemma í morgun. „Ég opnaði fyrir forvitni í morgun. Ég vaknaði og mundi að það væri miðasala í gangi þannig að ég opnaði miðasöluna og sofnaði svo aftur. Svo þegar ég vaknaði var ég ennþá bara í röð þannig ég ákvað að vera bara í röð í allan dag,“ segir Sædís í samtali við Vísi. Númer 340 þúsund í röðinni „Ég loksins kom inn um þrjú leytið og þá var allt orðið uppselt. Ég beið í fimm klukkutíma í röð til að komast inn á Ticketmaster, og þá þurfti ég að velja hvaða tónleika og þá var önnur röð þar,“ segir Sædís, en hún hafði reynt að ná miðum á eina tónleika sveitarinnar sem eru á dagskrá í Manchester. „Það voru 340 þúsund manns á undan mér þegar ég komst inn í Manchester röðina, á þessa tilteknu tónleika. Undir lokin gekk þetta nokkuð hratt en þá líka voru allir að koma að tómum kofanum.“ Aðspurð segir hún vonbrigðin þó vera hóflega mikil, eflaust séu harðari aðdáendur Oasis þarna úti sem séu sorgmæddari en hún yfir að ná ekki miða. „Ég var að koma af Taylor Swift tónleikum og það er ekkert að fara að toppa það,“ segir Sædís sem telur fyrirkomulagið við miðasöluna hjá Oasis ekki vera eins og best væri á kosið. Til að mynda hafi reynst mun auðveldara að kaupa miða á tónleika stórstjörnunnar Taylor Swift. „Það var miklu auðveldara, það var miklu betra fyrirkomulag. Ég keypti í þrígang, í þremur hollum, þegar ég keypti miðana á Taylor og það tók innan við helminginn af tímanum sem þetta tók í dag,“ segir Sædís. Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Aðdáendur hljómsveitarinnar um allan heim börðust um miða á tónleikana í dag, og biðu í fleiri klukkustundir í röð til þess eins að komast inn í miðasölukerfið. Sumir voru heppnir en aðrir komu að tómum kofanum. Ein þeirra sem ekki hafði erindi sem erfiði er Sædís Anna Jónsdóttir, sem freistaði þess að ná miða á tónleikana og var komin í röð snemma í morgun. „Ég opnaði fyrir forvitni í morgun. Ég vaknaði og mundi að það væri miðasala í gangi þannig að ég opnaði miðasöluna og sofnaði svo aftur. Svo þegar ég vaknaði var ég ennþá bara í röð þannig ég ákvað að vera bara í röð í allan dag,“ segir Sædís í samtali við Vísi. Númer 340 þúsund í röðinni „Ég loksins kom inn um þrjú leytið og þá var allt orðið uppselt. Ég beið í fimm klukkutíma í röð til að komast inn á Ticketmaster, og þá þurfti ég að velja hvaða tónleika og þá var önnur röð þar,“ segir Sædís, en hún hafði reynt að ná miðum á eina tónleika sveitarinnar sem eru á dagskrá í Manchester. „Það voru 340 þúsund manns á undan mér þegar ég komst inn í Manchester röðina, á þessa tilteknu tónleika. Undir lokin gekk þetta nokkuð hratt en þá líka voru allir að koma að tómum kofanum.“ Aðspurð segir hún vonbrigðin þó vera hóflega mikil, eflaust séu harðari aðdáendur Oasis þarna úti sem séu sorgmæddari en hún yfir að ná ekki miða. „Ég var að koma af Taylor Swift tónleikum og það er ekkert að fara að toppa það,“ segir Sædís sem telur fyrirkomulagið við miðasöluna hjá Oasis ekki vera eins og best væri á kosið. Til að mynda hafi reynst mun auðveldara að kaupa miða á tónleika stórstjörnunnar Taylor Swift. „Það var miklu auðveldara, það var miklu betra fyrirkomulag. Ég keypti í þrígang, í þremur hollum, þegar ég keypti miðana á Taylor og það tók innan við helminginn af tímanum sem þetta tók í dag,“ segir Sædís.
Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira